Engin ástæða til að bíða eftir því að verða „einhver geirfugl á skeri“

Sigrún Davíðsdóttir fréttamaður hefur nú sest í helgan stein en síðasta fasta innslagið hennar á Morgunvaktinni á Rás 1 var í morgun. Hún segir að það sé skrítið að vera komin í „endalaust frí“ en ekkert til að kvarta yfir.

Sigrún Davíðsdóttir
Sigrún Davíðsdóttir
Auglýsing

Sig­rún Dav­íðs­dóttir frétta­maður og pistla­höf­undur seg­ist munu sakna kolleg­anna og þess að vera undir þrýst­ingi – og standa skil á hlutum – eftir að hætta störfum en hún var í síð­astu reglu­legu inn­kom­unni á Morg­un­vakt­inni á Rás 1 í morg­un. Hún hætti á Spegl­inum síð­asta vetur en hún varð 67 ára á árinu.

„En ein­hvern tím­ann varð þetta að ger­ast og engin ástæða til að bíða eftir því að maður verði ein­hver geir­fugl á sker­i,“ sagði hún í sam­tali við Björn Þór Sig­björns­son dag­skrár­gerð­ar­mann á Morg­un­vakt­inni í morg­un.

Sig­rún seg­ist hafa byrjað á Morg­un­blað­inu í „upp­hafi tím­ans“ á níunda ára­tugn­um. „Ég flutti síðan til Kaup­manna­hafnar því ég hafði fengið danskan styrk til að skrifa bók um hand­rita­málið – bók sem kom á end­anum út á dönsku en það er mjög gleði­legt að það er verið að þýða hana núna á íslensku.“

Auglýsing

Sig­rún varð síðar frétta­rit­ari á Morg­un­blað­inu í Dan­mörku. „Fyrsta stór­fréttin sem ég fjall­aði um var 1992 þegar Danir felldu Maastricht-sátt­mál­anna, einn lið­inn í þróun Evr­ópu­sam­vinn­unnar en Evr­ópu­sam­vinnan hefur alltaf verið stór hluti af því sem frétta­menn fjalla um.“

„Tæn­ke, tæn­ke, tæn­ke“

Á þessum tíma var Uffe Ellem­ann-J­en­sen utan­rík­is­ráð­herra Dan­merkur en hann var ákafur stuðn­ings­maður Evr­ópu­sam­vinn­unn­ar. Sig­rún segir að það hafi verið póli­tískt áfall fyrir hann að lands­menn hans skyldu fella Maastricht-­sam­komu­lag­ið.

Hún lýsir aðstæðum í Dan­mörku á þessum tíma og segir að þegar sátt­mál­inn var felldur á danska þing­inu hafi fjöl­miðla­menn beðið spenntir í þing­hús­inu eftir við­brögðum frá Ellem­ann. „Það fyrsta sem hann sagði þegar hann hafði stikað upp tröpp­urnar var að nú ætl­aði hann að „tæn­ke, tæn­ke, tæn­ke“ – það er að segja „hugsa, hugsa, hugs­a“. Og ég skrif­aði þessa frétt og þá þessa til­vitnun innan gæsalappa sam­visku­sam­lega í frétt­ina sem ég vissi að færi á for­síð­una. Þetta var auð­vitað fyrir daga nets­ins og ég sá ekki blaðið fyrr en ég fékk það í pósti nokkrum dögum seinna. Og þá var fréttin orðin þannig að utan­rík­is­ráð­herra ætl­aði að leggj­ast undir feld. Ekk­ert með að „hugsa, hugsa, hugsa“ heldur „leggj­ast undir feld“. Og próf­arka­les­ar­inn, eða hver sem las þetta yfir, hafði sem sagt íslenskað text­ann og sett inn hvernig maður gæti sagt þetta á íslensku; að maður ætl­aði að hugsa sig um.

Ég hef oft sagt erlendum kol­legum þessa sögu og hef iðu­lega verið spurð að því hvort ég hefði ekki orðið reið að text­anum hafi verið breytt en nei, nei, ég féll algjör­lega í stafi yfir snilld þessa les­ara sem ég veit reyndar aldrei hver var.“

Sig­rún segir að hennar lexía af þessu hafi verið að þegar frétta­menn flytja fréttir frá öðrum löndum og af því sem fólk segir þá verði þeir að hugsa hvað Íslend­ingur myndi segja eða hvernig hann kæm­ist að orði. „Þannig að orð­rétt þýð­ing er iðu­lega ann­að­hvort ankanna­leg eða bara ein­fald­lega óskilj­an­leg.“

Stress getur líka verið jákvætt

Björn Þór spurði Sig­rúnu hvernig væri að vera hætt að vinna, hvort hún væri fegin eða hvort þetta væri erfitt. Hún sagði að auð­vitað væru það for­rétt­indi að geta ákveðið sjálf að hætta en að það væri skrítið að hætta í vinnu sem hefði mótað líf henni til ómældrar ánægju um ára­bil án þess að það væri ein­hver eft­ir­sjá eftir vinn­unni.

„Þannig að já, það rífur alveg í hjarta­ræt­urn­ar. Það tekur smá tíma að venja sig af að vera með fréttir og frétta­efni svona í algjörri gjör­gæslu og ein­hvern veg­inn haga öllu líf­inu til að skilja betur það sem er að ger­ast. Ég hef alltaf sagt að frí eru frá­bært út af því að þau hafa upp­haf og endi, svo það er svo­lítið skrítið að vera komin í enda­laust frí en það er sann­ar­lega ekk­ert til að kvarta yfir en það rífur smá í hjarta­ræt­urn­ar.“

Björn spurði hvort hún ætti eftir að sakna ein­hvers í starf­inu. Sig­rún svar­aði og sagði að henni fynd­ist það svo­lítið skondið að hún sakn­aði þess að vera upp­tek­in. „Ég sakna þess að þurfa að standa skil á hlutum og vera undir þrýst­ingi. Það er alltaf talað um þetta að vinna undir þrýst­ingi sé ein­hvern veg­inn aukið stress en stress getur líka verið jákvætt. Það getur auð­vitað verið drep­andi og eyði­leggj­andi en það getur líka verið örvandi. Þannig að ég sakna þess svo­lítið og ég sakna auð­vitað sam­bands­ins við góða kollega. En ein­hvern tím­ann varð þetta að ger­ast og engin ástæða til að bíða eftir því að maður verði ein­hver geir­fugl á sker­i,“ sagði hún að lokum í síð­asta innslag­inu á Morg­un­vakt­inni í morg­un.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent