Óstaðfestar fregnir í fjölmiðlum í Bandaríkjunum, einkum í Florida ríki, herma að Fidel Castro sé látinn. Meðal fjölmiðla sem flutt hafa þessar fregnir eru Latin America Herald Tribune. Þessar fregnir hafa þó enn ekki verið staðfestar, en norska ríkisútvarpið, NRK, segir yfirvöld á Kúbu hafa boðað til blaðamannafundar síðar í dag. Er frásögn fjölmiðilsins Diario Las Americas, sem sinnir fréttaþjónustu einkum fyrir spænskumælandi hluta Miami borgar, höfð fyrir því að boðað hafi verið til blaðamannafundar.
Fidel Castro er 88 ára gamall, og hefur ekki sést opinberlega frá því 8. janúar í fyrra, þegar heimsótti listasýningu í nágrenni heimili síns í Havana. Bróðir hans Raul tók við af honum árið 2006, sem forseti Kúbu.