„Er hægt að gera betur? Alveg örugglega“

Katrín Jakobsdóttir var spurð á þingi í dag hvort hægt væri að gera betur varðandi móttöku flóttafólks eða umsækjenda um alþjóðlega vernd en gert er hér á landi.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herrann, Katrín Jak­obs­dótt­ir, segir að eðli­legt sé að „við leggjum okkur öll fram um að bæta mót­töku fólks og gerum betur í þeim efn­um“. Áskor­anir séu margar en að mik­ill vilji sé fyrir hendi til að leysa úr þeim. „Þannig að ég vil segja já, við höfum verið að taka á móti fleir­um. Er hægt að gera bet­ur? Alveg örugg­lega.“

Þetta kom fram í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag en Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar spyrði hana meðal ann­ars hvort hún væri sam­mála and­stöðu Guð­mundar Inga Guð­brands­sonar félags­mála­ráð­herra við áform dóms­mála­ráð­herra um stór­felldan brott­flutn­ing fólks héð­an. „Og ef svo er, fylgja ein­hver verk?“ spurði hann. Katrín svar­aði því ekki í fyr­ir­spurn­inni.

Logi benti í upp­hafi á að nú biðu margir flótta­menn „milli vonar og ótta“ og fylgd­ust með skeyta­send­ingum á milli ein­stakra ráð­herra. Hann rifj­aði upp að Guð­mundur Ingi hefði lýst sig ósam­mála stefnu­mótun og aðferðum Jóns Gunn­ars­sonar dóms­mála­ráð­herra og sagði Logi það vissu­lega vera gott en hann lang­aði að vita hvað það tákn­aði í raun.

Auglýsing

Hann sagði að Vinstri græn, flokkur for­sæt­is­ráð­herra, gæti ekki skor­ast undan ábyrgð á störfum dóms­mála­ráð­herra og að félags­mála­ráð­herra bæri sem slíkur líka ábyrgð á aðbún­aði og aðstæðum flótta­manna hér á landi. Þar mætti „nú heldur betur ýmis­legt betur fara“.

„Maður blygð­ist sín örlítið yfir því að vera Íslend­ing­ur“

Vís­aði Logi í umfjöllun Frétta­blaðs­ins um síð­ast­liðna helgi þar sem úkra­ínska konu sagði að aðstæður fjöl­skyldu hennar væru ömur­leg­ar. Henni hefði verið gert að flytja með skömmum fyr­ir­vara upp á Ásbrú en for­eldrar hennar hefðu verið sendir að Bif­röst.

„Það fer ekki hjá því að maður blygð­ist sín örlítið yfir því að vera Íslend­ingur við að lesa um mót­tök­urnar sem þessi úkra­ínska fjöl­skylda úr stríðs­hrjáðu landi fær. Konan lýsir óboð­legri fram­komu Útlend­inga­stofn­unar og segir frá því hvernig fjöl­skyldan fékk ekki rúm­föt, engin eld­hús­á­höld, ekki potta eða pönnur en eitt glas til að deila, auk þess sem langt er í alla þjón­ustu. Þess er auð­vitað varla að vænta að flótta­fólk úr öðrum heims­hornum mæti sér­stak­lega betra atlæti en hér er lýst,“ sagði Logi.

Hann sagð­ist jafn­framt gera sér grein fyrir því að ráð­herrar gætu ekki sjálfir staðið í að útvega fólki lág­marks­eld­hús­á­höld. en spurði í fram­hald­inu hvort Katrín væri sam­mála honum um að betur mætti gera en lýst hefði verið í við­tal­inu í Frétta­blað­inu. „Er hún ekki sam­mála því að stjórn­völd setja tón­inn í sam­skiptum við fólk sem hingað leit­ar?“ Hann spurði einnig hvort hún væri sam­mála and­stöðu Guð­mundar Inga við áform dóms­mála­ráð­herra um stór­felldan brott­flutn­ing fólks héð­an. „Og ef svo er, fylgja ein­hver verk?“ spurði hann.

Gera mætti betur í sér­tækum málum

Katrín svar­aði og þakk­aði Loga fyrir fyr­ir­spurn­ina sem hefði bæði fjallað um hið sér­tæka og hið almenna. Hún sagði að hægt væri að lesa stefnu úr töl­unum því að það lægi „al­ger­lega fyrir að þeim hefur fjölgað umtals­vert sem hafa fengið vernd hér á landi frá því að núver­andi rík­is­stjórn tók við í lok árs 2017“.

„Ef við tökum bara fjöld­ann síðan þá, þá hafa tæp­lega 3.400 ein­stak­lingar fengið vernd hér á Íslandi. Þetta má líka lesa út úr alþjóð­legum sam­an­burði. Þegar við berum saman hvað við tökum á móti mörgum hér á Íslandi miðað við til að mynda önnur Norð­ur­lönd þá held ég að við getum sann­ast sagna sagt að við Íslend­ingar stöndum okkur í því að taka á móti fleirum en við höfum áður gert,“ sagði hún.

Ráð­herr­ann sagði jafn­framt að vafa­laust mætti ýmis­legt gera betur í sér­tækum mál­um. „Ég las líka þetta við­tal sem síðan hefur verið rætt um af hálfu Útlend­inga­stofn­un­ar. Ég vil um það segja að mér þykir mjög leitt að heyra af upp­lifun þess­arar fjöl­skyldu sem rætt var við í Frétta­blað­inu um helg­ina. Mér finnst liggja alger­lega ljóst fyrir að við eigum að taka það alvar­lega þegar slíkar ábend­ingar ber­ast. Það hefur verið ákveðið að bæði fram­kvæmda­hópur og stýri­hópur um mót­töku flótta­fólks frá Úkra­ínu muni heim­sækja þessi búsetu­úr­ræði til að ganga úr skugga um að við­eig­andi lag­fær­ingar hafi verið gerðar sem bent var á að þyrfti að gera í úttekt Rauða kross­ins frá 18. maí síð­ast­liðn­um.

Það er auð­vitað eðli­legt að við leggjum okkur öll fram um að bæta mót­töku fólks og gerum betur í þeim efn­um. Það eru margar áskor­anir en mik­ill vilji til að leysa úr því. Þannig að ég vil segja já, við höfum verið að taka á móti fleir­um. Er hægt að gera bet­ur? Alveg örugg­lega og við eigum að taka það alvar­lega þegar við lesum svona frá­sagnir og brugð­ist hefur verið við með þessum hætt­i,“ sagði Katrín.

Hvar er heild­ar­skoð­un­in?

Logi steig aftur í pontu og sagði að það væri mjög sér­stakt ástand uppi í heim­in­um.

„Það er stríð víða, í Sýr­landi til dæm­is. Engu að síður sjáum við að fólk frá ein­stökum löndum á af ein­hverjum ástæðum greiða leið hingað inn, frá Venes­ú­ela til dæmis miðað við Sýr­land,“ sagði hann og spurði hversu mörgum kvótaflótta­mönnum íslensk stjórn­völd hefðu boðið hingað til lands. „Ég held að á síð­asta ári hafi þeir ekki verið nema 34.“

Logi Einarsson Mynd: Bára Huld Beck

Benti hann á að for­sæt­is­ráð­herra hefði talað á síð­ustu dögum um að það vant­aði heild­ar­stefnu­mótun í mál­efnum flótta­manna. „Hún hefur verið for­sæt­is­ráð­herra þess­arar rík­is­stjórnar fimm síð­ustu ár. Og hvar er sú heild­ar­stefnu­mót­un? Ég þekki þó að haustið 2017 tók hún, ásamt for­mönnum allra flokka á þingi nema Sjálf­stæð­is­flokks, þátt í að skrifa undir plagg um að end­ur­skoðun og heild­ar­stefnu­mótun þess­ara hluta yrði sett á dag­skrá. En hvað ger­ist?“ spurði hann og bætti því við að Katrín hefði í tvígang myndað rík­is­stjórn þar sem dóms­mála­ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins færi með öll völd.

Vill ekki ein­ungis taka á móti fleirum heldur að það sé gert vel

„Þá komum við að því hvað varðar heild­ar­stefn­una,“ sagði Katrín í seinna svari sínu. „Nú er það svo á Íslandi, og ég bendi á, að hér hefur mik­ill fjöldi fólks fengið alþjóð­lega vernd á und­an­förnum árum. Ég get líka bent á að inn­flytj­endur eru hér fjöl­menn­ir. Hlut­fall útlend­inga er hátt í 20 pró­sent á Íslandi og atvinnu­þátt­taka þeirra er há. Það eru hins vegar ýmsar aðrar áskor­an­ir, ég get nefnt til að mynda menntun þeirra sem hingað koma. Við þurfum að huga miklu betur að þeim málum og það er það sem ég hef kallað eftir í ræðu um heild­ar­stefnu­mót­un, að við séum ekki bara að horfa á vernd­ar­kerf­ið, sem er mjög mik­il­vægt, heldur að við ræðum líka mál­efni útlend­inga almennt.“

For­sæt­is­ráð­herra sagði að í stjórn­ar­sátt­mál­anum væri sér­stak­lega fjallað um sam­spil atvinnu- og dval­ar­leyfa og að vissu­lega hefði meira mátt ger­ast í þeim málum fyrr.

„En ég legg á það mjög mikla áherslu að félags­mála­ráðu­neyti og dóms­mála­ráðu­neyti vinni saman að því, ásamt aðilum vinnu­mark­að­ar­ins og öðrum aðilum úr háskóla­sam­fé­lag­inu, að setja af stað vinnu sem greiðir fyrir því að hér verði hægt að sækja um atvinnu­leyfi, eins og ég hef þóst lesa úr orðum fólks að sé mik­ill vilji til að gera hér á þingi, að það verði gert í sátt við aðila vinnu­mark­að­ar­ins og að við mörkum þá stefnu að við séum ekki bara að taka á móti fleirum heldur að við séum að gera það vel og tryggja um leið góðar aðstæður fyrir öll þau sem hingað kom­a,“ sagði hún að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent