Eru danskir stjórnmálamenn gungur?

000-APP2000092962889-1.jpg
Auglýsing

Þessa fyr­ir­sögn mátti sjá í einu dönsku dag­blað­anna fyrr í vik­unni. Til­efn­i hennar var sú ákvörðun danska menn­ing­ar­mála­ráð­herr­ans, Mari­anne Jel­ved, að aflýsa fyr­ir­hug­uðum fundi með Ai Weiwei einum þekktasta and­ófs­manni Kína. Danskir frétta­skýrendur segja stjórn­mála­menn æ oftar setja við­skipta­hags­muni ofar mann­rétt­indum í sam­skiptum sínum við stór­þjóðir og þessi ákvörðun ráð­herr­ans sé nýjasta dæm­ið.

Í lok síð­asta mán­aðar hófst í Kína dönsk lista­há­tíð sem stendur fram á mitt næsta ár. Þessi hátíð er sú lang umfangs­mesta sem Danir hafa staðið fyrir utan heima­lands­ins og þar verður í boði margt af því besta sem Danir hafa upp á að bjóða, á sviði tón- og mynd­list­ar, kvik­mynda og sviðs­lista. Margir danskir lista­menn hafa ásamt emb­ætt­is­mönnum menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins um nokk­urra ára skeið unnið að und­ir­bún­ingi hátíð­ar­innar í sam­vinnu við kín­verska emb­ætt­is­menn. Það er þó ekki bara þessi lista­há­tíð í Kína sem kín­versk og dönsk stjórn­völd hafa tekið saman höndum um. Kín­verska ríkið keypti nefni­lega fyrir skömmu stórt hús á besta stað hér í Kaup­manna­höfn og þar verður innan nokk­urra mán­aða opnað kín­verskt menn­ing­ar­hús.

Marianne Jelved, menningarmálaráðherra Danmerkur, ásamt kínverskum embættismanni, við formlega opnun dönsku listahátíðarinnar í Kína. Mari­anne Jel­ved, menn­ing­ar­mála­ráð­herra Dan­merk­ur, ásamt kín­verskum emb­ætt­is­manni, við form­lega opnun dönsku lista­há­tíð­ar­innar í Kína.

Auglýsing

 

Þetta umrædda hús stendur skammt frá Löngu­brú, hýsti áður Musikkonservator­i­et, tón­list­ar­há­skól­ann. Í næsta húsi er Ny Carls­berg Glyp­to­t­ek, eitt þekktasta lista­safn Dan­merk­ur, Tívolí er svo þar við hlið­ina. Þetta nýja kín­verska menn­ing­ar­hús er því eng­inn úthverfa­kofi (eins og einn þing­maður orð­aði það) og þar ætla Kín­verjar sér að reka öfl­uga menn­ing­ar­starf­semi. Dönsk stjórn­völd lögðu blessun sína yfir þessar áætl­anir og lýstu mik­illi ánægju. Ekki munu for­dæmi fyrir slíku kín­versku menn­ing­ar­húsi utan Kína. Kín­verjar og Danir eru semsé í nánu sam­starfi á menn­ing­ar­svið­inu

Kín­areisa Litlu haf­meyj­unnar



Aug­ljóst tákn þess hve mikla áherslu Danir leggja á sam­vinnu við Kín­verja er þeir lán­uðu sjálfa Litlu haf­meyj­una á heims­sýn­ing­una í Shang­hai árið 2010. Hún hafði setið á steini sínum við Löngu­línu frá því í ágúst 1913, og þrátt fyrir mörg hund­ruð beiðnir um að fá þessa þekkt­ustu mynda­styttu á Norð­ur­löndum „lán­aða“ á sýn­ing­ar, utan lands og innan hafði öllum slíkum beiðnum verið synj­að. Þangað til Kín­verjar föl­uð­ust eftir henni. Eins og vænta mátti vakti styttan mikla athygli á sýn­ing­unni og dönsku ferða­mála­sam­tökin telja að sú athygli og umfjöllun kín­verskra fjöl­miðla eigi stóran þátt í því að kín­verkum ferða­mönnum í Dan­mörku hefur fjölgað mikið á síð­ustu fjórum árum. Séu Kín­verjar spurðir um Dan­mörku nefna þeir fyrst af öllu Litlu haf­meyj­una, svo H.C And­er­sen (sögur hans njóta mik­illa vin­sælda í Kína), í þriðja lagi danska hönnun og hús­gögn, þar á eftir nefna þeir vindmyllur og danska bjór­inn.

Hér má sjá þegar Litla hafmeyjan lagði af stað í langt ferðalag sitt til Kína. Hér má sjá þegar Litla haf­meyjan lagði af stað í langt ferða­lag sitt til Kína.

"Kína er land danskra við­skipta­tæki­færa"    



Þessi orð lét danskur ráð­herra falla í blaða­við­tali fyrir skömmu. Hann sagði að sú mikla land­kynn­ing og með­byr sem Dan­mörk hefði fengið í Kína væri járn sem Danir ættu sann­ar­lega að hamra meðan það væri heitt, eins og hann komst að orði. Ráð­herr­ann nefndi sér­stak­lega hús­bún­að, mjólk­ur­vörur (sem Kín­verjar sækj­ast mjög eft­ir) og alls kyns tækni­bún­að. Hann gat í þessu sam­bandi sér­stak­lega um Grund­fos og Dan­foss, tvö heims­þekkt dönsk fyr­ir­tæki sem sam­tals eru með nálægt fimm­tíu þús­und starfs­menn. Fyrir utan svo svína­kjötið og allt ann­að, bætti ráð­herr­ann við.

Allar dyr ekki lengur galopnar



Banda­ríska dag­blaðið The New York Times (NYT) fjall­aði fyrir skömmu ítar­lega um kín­versk efna­hags­mál og starf­semi erlendra fyr­ir­tækja í land­inu. Þar kemur fram að eftir að Kín­verjar fengu aðild að Alþjóða við­skipta­stofn­un­inni árið 2001 sótt­ust þeir ákaft eftir að fá erlend fyr­ir­tæki, einkum stór­fyr­ir­tæki til lands­ins. Þetta er að breyt­ast og nú standa ekki allar dyr lengur opn­ar, Kín­verjar gera aðrar og meiri kröfur til erlendra fyr­ir­tækja, farnir að velja vin­ina, eins og NYT orðar það. Þeir sem nú þegar eru góð­vinir Kín­verja standa því mun betur að vígi segir blaða­maður NYT og þótt hann nefni engin nöfn fer ekki á milli mála að Dan­mörk er í góð­vina­hópn­um.

Af hverju hætti ráð­herr­ann við að hitta and­ófs­mann­inn?



Þessa spurn­ingu lögðu nokkrir danskir þing­menn fyrir Mari­anne Jel­ved. Var það vegna þess að ekki var pláss í dag­skránni eða var það kannski vegna þess að ráð­herr­ann vildi ekki styggja kín­verska ráða­menn sem eru ekki par hrifnir af Ai Weiwei?

Mari­anne Jel­ved svar­aði því til að þegar hún var komin til Kína og hitti þar ýmsa af æðstu ráða­mönnum lands­ins hefði runnið upp fyrir sér að kannski væri rétt­ast af sér að sleppa því að hitta Ai Weiwei. Hún hefði hins­vegar rætt mann­rétt­inda­mál við kín­verska ráða­menn og hitt ýmsa and­ófs­menn aðra. Þetta er, segja sumir danskir fjöl­miðl­ar, ekk­ert annað en und­ir­lægju­háttur og ótti við kín­versk stjórn­völd.

Síður en svo eina dæmið    



Þótt hér hafi aðeins verið fjallað um sam­skipti danskra ráða­manna við Kín­verja væri hægt að nefna mörg hlið­stæð mál. Fyrir nokkru var greint frá því í fjöl­miðlum að Tyrkir hefðu sleppt úr haldi manni sem talið var að hefði, í febr­úar í fyrra, reynt að skjóta danska rit­höf­und­inn Lars Hedegaard. Til­ræði­mað­ur­inn var hand­tek­inn í Ist­an­búl í apríl síð­ast­liðn­um. Þegar það frétt­ist hingað til Dan­merkur að mann­inum hefði verið sleppt varð uppi fótur og fit, sumir þing­menn heimt­uðu að stjórn­mála­sam­bandi við Tyrki yrði slit­ið, farið yrði fram á refsi­að­gerðir af hálfu ESB og fleira var nefnt. Ekk­ert gerð­ist þó og fyrir nokkrum dögum lýsti utan­rík­is­ráð­herr­ann því yfir að góð sam­skipti við Tyrki væru mik­il­væg­ari en svo að þeim yrði stefnt í hættu út af einum manni sem sleppt hefði verið úr fang­elsi.

Lars Hedegaard. Lars Hedegaar­d.

Gungu­háttur eða skyn­semi?



Dag­blaðið sem varp­aði fram spurn­ing­unni sem er yfir­skrift þessa pistils bar hana undir nokkra danska stjórn­mála­menn og framá­menn í við­skipta­líf­inu. Eng­inn þeirra vildi taka svo djúpt í árinni að tala um gungu­hátt. Flestir sögðu sem svo að danskir stjórn­mála­menn yrðu að hafa hags­muni þess­arar smá­þjóðar að leið­ar­ljósi og stíga var­lega til jarðar hverju sinni. Það þýddi hins­vegar ekki að menn yrðu að beygja sig í duft­ið.

„Línu­dans er list” sagði einn sem við var rætt og bætti við „ef maður heldur ekki jafn­væg­inu dettur maður af kaðl­in­um.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None