Eru Finnar að undirbúa sig fyrir hernaðarátök við Rússa?

h_51927992-1.jpg
Auglýsing

Finnsk her­mála­yf­ir­völd hafa sent um 900 þús­und fyrr­ver­andi her­mönnum sem eiga sæti í vara­her­liði lands­ins bréf, þar sem þeir eru upp­lýstir um hlut­verk sitt komi til hern­að­ar­á­taka. Aðgerð finnskra stjórn­valda er talin skýr­ast af auk­inni spennu milli Rússa og nágranna­ríkja þeirra. Frétta­mið­ill­inn CNBC greinir frá mál­inu.

Þá greinir frétta­mið­ill­inn National Post frá því að fyrstu bréfin hafi verið send her­mönn­unum fyrr í þessum mán­uði, og þau síðstu hafi borist við­tak­endum á síð­ustu dög­um.

Finn­land á ekki aðild að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu (NATO) og þjóðin á ríf­lega 1,300 kíló­metra löng landa­mæri að Rúss­landi, þau lengstu í Evr­ópu fyrir utan Úkra­ínu.

Auglýsing

Mjög sjald­gæf bréfÍ bréf­unum eru vara­lið­arnir upp­lýstir um til hvaða her­fylk­inga þeir eigi að til­kynna sig til komi til átaka. „Með­fylgj­andi eru þínar per­sónu­upp­lýs­ingar og upp­lýs­ingar um hlut­verk þitt komi til hern­að­ar­átaka,“ segir í bréf­un­um, að því er heim­ildir National Post herma.

Þá segir einn finnskur vara­liði, í sam­tali við frétta­mið­il­inn: „Tíma­setn­ingin er ekki úr lausu lofti grip­in. Bréfin eru greini­lega send vegna auk­inna hern­að­ar­um­svifa Rússa. Ég hef verið í vara­her­lið­inu í fimmtán ár og þetta er í fyrsta sinn að ég fæ svona bréf. Það er mjög sjald­gæft að svona bréf séu send.“

Aukin spenna á svæð­inuTíma­setn­ing bréfa­send­ing­anna hefur vakið athygli, en Rússar hafa ein­angr­ast mikið á alþjóða­vett­vangi á und­an­förnum miss­erum eftir inn­limun Krím-skag­ans og aðild þeirra að hern­að­ar­á­tökum í Úkra­ínu. Þá hafa Rússar staðið fyrir umfangs­miklum hern­að­ar­æf­ingum á Eystr­ar­salti, nærri ströndum Finn­lands og ann­arra þjóða Norð­ur­-­Evr­ópu.

Her­lið Finn­lands telur 16 þús­und her­menn í dag, en þjóðin getur stækkað það umtals­vert eða upp í 285 þús­und her­menn kalli hún­ vara­liðs­sveitir til þjón­ustu.

Finnst stjórn­völd hafa neitað því að bréfa­send­ing­arnar teng­ist ört vax­andi spennu á milli þeirra og Rússa, eða ástand­inu í Úkra­ínu, og segja að ákveðið hafi verið að senda vara­lið­unum bréf fyrir tveimur árum, til að efla sam­skipti við fyrr­ver­andi her­menn sína og upp­færa skrár.

Vilja tryggja sér liðs­styrk ef til átaka kemurNational Post hefur eftir starfs­manni inn­an­rík­is­mála­stofn­unar Finn­lands að með bréfa­send­ing­unum vilji finnst stjórn­völd tryggja að þau geti kallað til 230.ooo her­menn með litlum fyr­ir­vara. „Þetta teng­ist auknum óró­leika á svæð­inu. Rússar hafa sýnt að þeir geta flutt fjölda her­manna um langar vega­lengdir á skömmum tíma. Það hafa aldrei fleiri gefið sig á tal við mig og spurt hvort ástæða sé til að hafa áhyggj­ur.“

Sov­ét­ríkin réð­ust inn í Finn­land árið 1939 og her­námu um tíu pró­sent lands­ins. Á tímum Kalda stríðs­ins héldu Finnar fast í hlut­leysi sitt, en voru engu að síður undir áhrifum stóra nágranna síns í austri.

Á síð­ustu mán­uðum hafa rúss­neskar her­flug­vélar flogið ítrekað inn fyrir finnska loft­helgi. Í apríl sleppti finnski sjó­her­inn djúp­sjáv­ar­sprengju eftir að kaf­bát­ur, sem ótt­ast var að væri rúss­neskur, sást á sigl­inu úti fyrir hafn­ar­garði Helsinki. Þá hafa Finnar styrkt tengsl sín við NATO að und­an­förnu og heitið nágranna­ríkjum sínum hern­að­ar­legu sam­starfi komi til átaka á svæð­inu.

 

 

Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None