Eru Finnar að undirbúa sig fyrir hernaðarátök við Rússa?

h_51927992-1.jpg
Auglýsing

Finnsk hermálayfirvöld hafa sent um 900 þúsund fyrrverandi hermönnum sem eiga sæti í varaherliði landsins bréf, þar sem þeir eru upplýstir um hlutverk sitt komi til hernaðarátaka. Aðgerð finnskra stjórnvalda er talin skýrast af aukinni spennu milli Rússa og nágrannaríkja þeirra. Fréttamiðillinn CNBC greinir frá málinu.

Þá greinir fréttamiðillinn National Post frá því að fyrstu bréfin hafi verið send hermönnunum fyrr í þessum mánuði, og þau síðstu hafi borist viðtakendum á síðustu dögum.

Finnland á ekki aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO) og þjóðin á ríflega 1,300 kílómetra löng landamæri að Rússlandi, þau lengstu í Evrópu fyrir utan Úkraínu.

Mjög sjaldgæf bréf


Í bréfunum eru varaliðarnir upplýstir um til hvaða herfylkinga þeir eigi að tilkynna sig til komi til átaka. „Meðfylgjandi eru þínar persónuupplýsingar og upplýsingar um hlutverk þitt komi til hernaðarátaka,“ segir í bréfunum, að því er heimildir National Post herma.

Auglýsing

Þá segir einn finnskur varaliði, í samtali við fréttamiðilinn: „Tímasetningin er ekki úr lausu lofti gripin. Bréfin eru greinilega send vegna aukinna hernaðarumsvifa Rússa. Ég hef verið í varaherliðinu í fimmtán ár og þetta er í fyrsta sinn að ég fæ svona bréf. Það er mjög sjaldgæft að svona bréf séu send.“

Aukin spenna á svæðinu


Tímasetning bréfasendinganna hefur vakið athygli, en Rússar hafa einangrast mikið á alþjóðavettvangi á undanförnum misserum eftir innlimun Krím-skagans og aðild þeirra að hernaðarátökum í Úkraínu. Þá hafa Rússar staðið fyrir umfangsmiklum hernaðaræfingum á Eystrarsalti, nærri ströndum Finnlands og annarra þjóða Norður-Evrópu.

Herlið Finnlands telur 16 þúsund hermenn í dag, en þjóðin getur stækkað það umtalsvert eða upp í 285 þúsund hermenn kalli hún varaliðssveitir til þjónustu.

Finnst stjórnvöld hafa neitað því að bréfasendingarnar tengist ört vaxandi spennu á milli þeirra og Rússa, eða ástandinu í Úkraínu, og segja að ákveðið hafi verið að senda varaliðunum bréf fyrir tveimur árum, til að efla samskipti við fyrrverandi hermenn sína og uppfæra skrár.

Vilja tryggja sér liðsstyrk ef til átaka kemur


National Post hefur eftir starfsmanni innanríkismálastofnunar Finnlands að með bréfasendingunum vilji finnst stjórnvöld tryggja að þau geti kallað til 230.ooo hermenn með litlum fyrirvara. „Þetta tengist auknum óróleika á svæðinu. Rússar hafa sýnt að þeir geta flutt fjölda hermanna um langar vegalengdir á skömmum tíma. Það hafa aldrei fleiri gefið sig á tal við mig og spurt hvort ástæða sé til að hafa áhyggjur.“

Sovétríkin réðust inn í Finnland árið 1939 og hernámu um tíu prósent landsins. Á tímum Kalda stríðsins héldu Finnar fast í hlutleysi sitt, en voru engu að síður undir áhrifum stóra nágranna síns í austri.

Á síðustu mánuðum hafa rússneskar herflugvélar flogið ítrekað inn fyrir finnska lofthelgi. Í apríl sleppti finnski sjóherinn djúpsjávarsprengju eftir að kafbátur, sem óttast var að væri rússneskur, sást á siglinu úti fyrir hafnargarði Helsinki. Þá hafa Finnar styrkt tengsl sín við NATO að undanförnu og heitið nágrannaríkjum sínum hernaðarlegu samstarfi komi til átaka á svæðinu.

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Vikurnáman yrði austan við Hafursey á Mýrdalssandi.
Vörubílar myndu aka 120 ferðir á dag með Kötluvikur
„Þetta er ekkert smáræði og ég held að menn átti sig engan veginn á því hvað þetta er mikið umfang,“ segir Guðmundur Oddgeirsson, bæjarfulltrúi í Ölfusi, um fyrirhugaða vikurnámu á Mýrdalssandi og flutninga á efninu til Þorlákshafnar.
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None