Eru Finnar að undirbúa sig fyrir hernaðarátök við Rússa?

h_51927992-1.jpg
Auglýsing

Finnsk her­mála­yf­ir­völd hafa sent um 900 þús­und fyrr­ver­andi her­mönnum sem eiga sæti í vara­her­liði lands­ins bréf, þar sem þeir eru upp­lýstir um hlut­verk sitt komi til hern­að­ar­á­taka. Aðgerð finnskra stjórn­valda er talin skýr­ast af auk­inni spennu milli Rússa og nágranna­ríkja þeirra. Frétta­mið­ill­inn CNBC greinir frá mál­inu.

Þá greinir frétta­mið­ill­inn National Post frá því að fyrstu bréfin hafi verið send her­mönn­unum fyrr í þessum mán­uði, og þau síðstu hafi borist við­tak­endum á síð­ustu dög­um.

Finn­land á ekki aðild að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu (NATO) og þjóðin á ríf­lega 1,300 kíló­metra löng landa­mæri að Rúss­landi, þau lengstu í Evr­ópu fyrir utan Úkra­ínu.

Auglýsing

Mjög sjald­gæf bréfÍ bréf­unum eru vara­lið­arnir upp­lýstir um til hvaða her­fylk­inga þeir eigi að til­kynna sig til komi til átaka. „Með­fylgj­andi eru þínar per­sónu­upp­lýs­ingar og upp­lýs­ingar um hlut­verk þitt komi til hern­að­ar­átaka,“ segir í bréf­un­um, að því er heim­ildir National Post herma.

Þá segir einn finnskur vara­liði, í sam­tali við frétta­mið­il­inn: „Tíma­setn­ingin er ekki úr lausu lofti grip­in. Bréfin eru greini­lega send vegna auk­inna hern­að­ar­um­svifa Rússa. Ég hef verið í vara­her­lið­inu í fimmtán ár og þetta er í fyrsta sinn að ég fæ svona bréf. Það er mjög sjald­gæft að svona bréf séu send.“

Aukin spenna á svæð­inuTíma­setn­ing bréfa­send­ing­anna hefur vakið athygli, en Rússar hafa ein­angr­ast mikið á alþjóða­vett­vangi á und­an­förnum miss­erum eftir inn­limun Krím-skag­ans og aðild þeirra að hern­að­ar­á­tökum í Úkra­ínu. Þá hafa Rússar staðið fyrir umfangs­miklum hern­að­ar­æf­ingum á Eystr­ar­salti, nærri ströndum Finn­lands og ann­arra þjóða Norð­ur­-­Evr­ópu.

Her­lið Finn­lands telur 16 þús­und her­menn í dag, en þjóðin getur stækkað það umtals­vert eða upp í 285 þús­und her­menn kalli hún­ vara­liðs­sveitir til þjón­ustu.

Finnst stjórn­völd hafa neitað því að bréfa­send­ing­arnar teng­ist ört vax­andi spennu á milli þeirra og Rússa, eða ástand­inu í Úkra­ínu, og segja að ákveðið hafi verið að senda vara­lið­unum bréf fyrir tveimur árum, til að efla sam­skipti við fyrr­ver­andi her­menn sína og upp­færa skrár.

Vilja tryggja sér liðs­styrk ef til átaka kemurNational Post hefur eftir starfs­manni inn­an­rík­is­mála­stofn­unar Finn­lands að með bréfa­send­ing­unum vilji finnst stjórn­völd tryggja að þau geti kallað til 230.ooo her­menn með litlum fyr­ir­vara. „Þetta teng­ist auknum óró­leika á svæð­inu. Rússar hafa sýnt að þeir geta flutt fjölda her­manna um langar vega­lengdir á skömmum tíma. Það hafa aldrei fleiri gefið sig á tal við mig og spurt hvort ástæða sé til að hafa áhyggj­ur.“

Sov­ét­ríkin réð­ust inn í Finn­land árið 1939 og her­námu um tíu pró­sent lands­ins. Á tímum Kalda stríðs­ins héldu Finnar fast í hlut­leysi sitt, en voru engu að síður undir áhrifum stóra nágranna síns í austri.

Á síð­ustu mán­uðum hafa rúss­neskar her­flug­vélar flogið ítrekað inn fyrir finnska loft­helgi. Í apríl sleppti finnski sjó­her­inn djúp­sjáv­ar­sprengju eftir að kaf­bát­ur, sem ótt­ast var að væri rúss­neskur, sást á sigl­inu úti fyrir hafn­ar­garði Helsinki. Þá hafa Finnar styrkt tengsl sín við NATO að und­an­förnu og heitið nágranna­ríkjum sínum hern­að­ar­legu sam­starfi komi til átaka á svæð­inu.

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None