Eru Finnar að undirbúa sig fyrir hernaðarátök við Rússa?

h_51927992-1.jpg
Auglýsing

Finnsk her­mála­yf­ir­völd hafa sent um 900 þús­und fyrr­ver­andi her­mönnum sem eiga sæti í vara­her­liði lands­ins bréf, þar sem þeir eru upp­lýstir um hlut­verk sitt komi til hern­að­ar­á­taka. Aðgerð finnskra stjórn­valda er talin skýr­ast af auk­inni spennu milli Rússa og nágranna­ríkja þeirra. Frétta­mið­ill­inn CNBC greinir frá mál­inu.

Þá greinir frétta­mið­ill­inn National Post frá því að fyrstu bréfin hafi verið send her­mönn­unum fyrr í þessum mán­uði, og þau síðstu hafi borist við­tak­endum á síð­ustu dög­um.

Finn­land á ekki aðild að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu (NATO) og þjóðin á ríf­lega 1,300 kíló­metra löng landa­mæri að Rúss­landi, þau lengstu í Evr­ópu fyrir utan Úkra­ínu.

Auglýsing

Mjög sjald­gæf bréfÍ bréf­unum eru vara­lið­arnir upp­lýstir um til hvaða her­fylk­inga þeir eigi að til­kynna sig til komi til átaka. „Með­fylgj­andi eru þínar per­sónu­upp­lýs­ingar og upp­lýs­ingar um hlut­verk þitt komi til hern­að­ar­átaka,“ segir í bréf­un­um, að því er heim­ildir National Post herma.

Þá segir einn finnskur vara­liði, í sam­tali við frétta­mið­il­inn: „Tíma­setn­ingin er ekki úr lausu lofti grip­in. Bréfin eru greini­lega send vegna auk­inna hern­að­ar­um­svifa Rússa. Ég hef verið í vara­her­lið­inu í fimmtán ár og þetta er í fyrsta sinn að ég fæ svona bréf. Það er mjög sjald­gæft að svona bréf séu send.“

Aukin spenna á svæð­inuTíma­setn­ing bréfa­send­ing­anna hefur vakið athygli, en Rússar hafa ein­angr­ast mikið á alþjóða­vett­vangi á und­an­förnum miss­erum eftir inn­limun Krím-skag­ans og aðild þeirra að hern­að­ar­á­tökum í Úkra­ínu. Þá hafa Rússar staðið fyrir umfangs­miklum hern­að­ar­æf­ingum á Eystr­ar­salti, nærri ströndum Finn­lands og ann­arra þjóða Norð­ur­-­Evr­ópu.

Her­lið Finn­lands telur 16 þús­und her­menn í dag, en þjóðin getur stækkað það umtals­vert eða upp í 285 þús­und her­menn kalli hún­ vara­liðs­sveitir til þjón­ustu.

Finnst stjórn­völd hafa neitað því að bréfa­send­ing­arnar teng­ist ört vax­andi spennu á milli þeirra og Rússa, eða ástand­inu í Úkra­ínu, og segja að ákveðið hafi verið að senda vara­lið­unum bréf fyrir tveimur árum, til að efla sam­skipti við fyrr­ver­andi her­menn sína og upp­færa skrár.

Vilja tryggja sér liðs­styrk ef til átaka kemurNational Post hefur eftir starfs­manni inn­an­rík­is­mála­stofn­unar Finn­lands að með bréfa­send­ing­unum vilji finnst stjórn­völd tryggja að þau geti kallað til 230.ooo her­menn með litlum fyr­ir­vara. „Þetta teng­ist auknum óró­leika á svæð­inu. Rússar hafa sýnt að þeir geta flutt fjölda her­manna um langar vega­lengdir á skömmum tíma. Það hafa aldrei fleiri gefið sig á tal við mig og spurt hvort ástæða sé til að hafa áhyggj­ur.“

Sov­ét­ríkin réð­ust inn í Finn­land árið 1939 og her­námu um tíu pró­sent lands­ins. Á tímum Kalda stríðs­ins héldu Finnar fast í hlut­leysi sitt, en voru engu að síður undir áhrifum stóra nágranna síns í austri.

Á síð­ustu mán­uðum hafa rúss­neskar her­flug­vélar flogið ítrekað inn fyrir finnska loft­helgi. Í apríl sleppti finnski sjó­her­inn djúp­sjáv­ar­sprengju eftir að kaf­bát­ur, sem ótt­ast var að væri rúss­neskur, sást á sigl­inu úti fyrir hafn­ar­garði Helsinki. Þá hafa Finnar styrkt tengsl sín við NATO að und­an­förnu og heitið nágranna­ríkjum sínum hern­að­ar­legu sam­starfi komi til átaka á svæð­inu.

 

 

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None