Esjan í móðu og blóðrautt sólarlag – gátan að leysast

Gátan um mistrið er að leysast, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Þétt mistur hefur legið yfir höfuðborgarsvæðinu í morgun. Sökudólginn er að finna á Reykjanesi. En svo allrar sanngirni sé gætt þá spila fleiri þættir inn í.

Skyggni: Lítið. Reykjavík í morgunsárið.
Skyggni: Lítið. Reykjavík í morgunsárið.
Auglýsing

Sástu Esj­una í morg­un? Ef þú gerðir það er lík­legt að þú búir í alveg næsta nágrenni við hana. Allt frá því snemma dags hefur hún verið í móðu, séð frá Reykja­vík, og heldur hefur móðan þést er liðið hefur á dag­inn.

Þetta sama fyr­ir­bæri sem spillt hefur skyggni okkar veru­lega hefur að sögn Ein­ars Svein­björns­son­ar, veð­ur­fræð­ings og rit­stjóra veð­ur­frétta­vefs­ins Bliku, „klár­lega“ átt sinn þátt í hinu „eldrauða“ sól­ar­lagi sem margir hafa tekið and­köf yfir síð­ustu daga. Meðal ann­ars í gær­kvöldi.

Móð­una kallar Einar rétti­lega mist­ur. Spurður í morgun hvað væri að valda því var hann með ýmsar kenn­ingar en eftir því sem liðið hefur nær hádegi hefur skýr­ari mynd feng­ist á málið og í pistli á Face­book-­síðu sinni segir hann gát­una um mistrið vera að leys­ast. „Á laug­ar­dag benti ég á að grá­leitt mistur hafði verið áber­andi víða um land und­an­gengna tvo daga eða svo,“ skrifar Ein­ar. „Og að það væri að lík­indum gam­all reykur eða iðn­að­ar­mistur kom­inn austan úr álf­um.“

Auglýsing

Svo vildi til að snemma á sunnu­dag rigndi ágæt­lega og við það hreins­að­ist loftið að mestu. En nú, þegar enn einn laug­ar­dag­ur­inn nálgast, er mistrið farið að umvefja allt á ný. Einar skrifar að alveg frá því að stytti upp hafi lag­skipt­ing lofts­ins yfir land­inu verið mjög áber­andi, ekki síst suð­vest­an­lands. Að auki hefur verið hægur vindur af breyti­legri átt. Og svo er það blessað gosið í Geld­inga­döl­um. „Gosmóðan hefur risið upp undir hita­hvörfin og borist í ýmsar áttir þessa daga og svælist aftur til jarð­ar.“

Þar sem ekk­ert hefur rignt hefur þessi gosmóða borist fram og til baka eftir því hvernig vindar blása. Hún hefur því safn­ast upp í neðsta lagi lofts­ins og veldur þannig þessu „blá­hvíta mistri sem dregur veru­lega úr skyggn­i“.

Einar bendir á að hér og þar hafi brenni­stein­s­t­ví­oxíðið frá gos­inu mælst mark­vert en ekki þó ekki lengi á hverjum stað.

Flug­maður tók mynd á mið­viku­dag með sýn til suð­aust­urs þar sem glittir í Þing­valla­vatn á miðri mynd. Hún er tekin í um 2.500 metra hæð og á henni sjást skilin vel við hita­hvarf­ið. Ofan skil­anna var loftið „eins tært og það best getur orð­ið“, hefur Einar eftir flug­mann­inum í pistli sínum á Face­book.

„Nú er bar að bíða eftir næstu rign­ingu, nú eða að sterk­ari vindar blási gosmóð­unni á haf út,“ skrifar Ein­ar.

Í morgun hefur verið nokkuð svalt í Reykja­vík og spurður hvort að mistrið sé þar að hafa ein­hver áhrif svarar Einar að móða sem þessi dragi úr upp­hitun jarðar í sól­skini og getur á löngum tíma og á stóru svæði komið fram í lækk­uðum hita. „Bíðum og sjáum hvernig þetta verður í sumar þegar almennt er orðið hlýrra og gosið trú­lega enn við lýð­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent