FBI handtók fjölda stjórnenda FIFA vegna spillingar - Sepp Blatter ekki einn þeirra

h_51959812-1.jpg
Auglýsing

Sviss­nesk lög­reglu­yf­ir­völd hand­tóku sex stjórn­endur Alþjóða­knatt­spyrnu­sam­bands­ins (FIFA) snemma í morgun á Baur au Lac hót­el­inu í Zürich. Menn­irnir eru grun­aðir um aðild að spill­ing­ar­mál­um. Aðgerðin er hluti af rann­sókn banda­rísku alrík­is­lög­regl­unnar (FBI) á spill­ingu og fjársvikum innan FIFA og verða menn­irnir sex allir fram­seldir til Banda­ríkj­anna. Á meðal brota sem menn­irnir eru sak­aðir um eru pen­inga­þvætti, fjár­glæfra­starf­semi og raf­ræn fjár­svik. Brotin eru talin hafa átt sér stað á síð­ast­liðnum tutt­ugu árum. Brotin tengj­ast meðal ann­ars beiðnum ríkja um að halda heims­meist­ar­keppn­ina í knatt­spyrnu. Sepp Blatt­er, hinn umdeildi for­seti FIFA, var ekki einn hinna hand­teknu. Frá þessu er greint í New York Times.

Hótelið sem mennirnir voru handteknir á í morgun. MYND:EPA Hót­elið sem menn­irnir voru hand­teknir á í morg­un. MYND:EPA

Árs­fundur FIFA á að fara fram á hót­el­inu sem menn­irnir voru hand­teknir næst­kom­andi föstu­dag. Þar verður meðal ann­ars kos­inn nýr for­seti sam­bands­ins en Blatter er í fram­boði til end­ur­kjörs. Sigri hinn 79 ára gamli Blatter mun hann leiða FIFA fimmta kjör­tíma­bilið í röð. Einn annar er í fram­boði. Ljóst er að hand­tök­urnar munu hins vegar skaða Blatt­er.

Auglýsing

Jack Warner, fyrrum varaforseti FIFA. Jack Warn­er, fyrrum vara­for­seti FIFA.

Sam­kvæmt frétt New York Times verður ákæra gefin út á hendur alls átta stjórn­endum og stjórn­ar­mönnum FIFA til við­bótar við þá sex sem voru hand­teknir í Sviss. Á meðal þeirra sem einnig verða ákærð­ir, en voru hand­teknir í morg­un, eru Jack Warn­er, fyrrum vara­for­seti FIFA frá Trini­dad og Tobago, Jef­frey Webb frá Caym­an Is­lands, vara­­for­­seti fram­­kvæmda­­stjórn­­ar FIFA, og Eu­­genio Fig­u­er­edo frá Úrúg­væ. Búist er við að nokkrir stjórn­endur íþrótta­mark­aðs­fyr­ir­tækja frá Banda­ríkj­unum og Suð­ur­-Am­er­íku verði líka ákærðir en þeir eru grun­aðir um að hafa greitt meira en 150 millj­ónir dala, um 20,2 millj­arða króna, í mútur og greiðslur undir borðið og fengið í stað­inn arð­væna fjöl­miðla­samn­inga í tengslum við stórar knatt­spyrnu­keppnir á vegum FIFA.

FIFA hefur ekki viljað tjá sig um málið en búist er við því að til­kynn­ing verði gefin út í dag. Banda­rísk yfir­völd sem stýra rann­sókn máls­ins munu halda blaða­manna­fund í dag.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM hafa samþykkt að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None