FBI: Mistök við bakgrunnsskráningu gerðu Roof kleift að kaupa byssu

h_52045663-1.jpg
Auglýsing

Hinn 23 ára gamli Dyl­ann Storm Roof, sem er ákærður fyrir að hafa ­myrt níu svarta kirkju­gesti í Charleston þann 17. júní síð­ast­lið­inn, hefði ekki átt að geta keypt sér byssu sem hann not­aði við ódæð­ið, ef glæpur sem hann framdi skömmu fyrir morðin hefði verið rétt skráður í bak­grunns­gagna­banka. Þetta sagði James Comey yfir­maður banda­rísku alrík­is­lög­regl­unnar (FBI), en BBC greinir frá mál­inu.

Selj­endum skot­vopna er skylt sam­kvæmt lögum að fletta hverjum þeim upp í gagna­bank­anum sem hefur áhuga á að kaupa sér skot­vopn, til að kanna hvort þeir séu til þess bærir að kaupa byssu.

Comey full­yrti í sam­tali við blaða­menn í dag að Dyl­ann Roof hefði aldrei átt að geta keypt sér byssu eftir að hann var grip­inn með fíkni­efni í fórum sínum nokkrum vikum fyrir voða­verkið í kirkj­unni í Charleston. Roof ját­aði sekt sína í fíkni­efna­mál­inu.

Auglýsing

Yfir­maður FBI sagði að játn­ing Roof hefði ein og sér átt að nægja til að koma í veg fyrir að hann gæti keypt sér skot­vopn, en málið hefði verið vit­laust fært inn á saka­skrá hans. Það þýddi að grein­andi hjá FBI, sem kann­aði bak­grunn Roof sá ekki fíkni­efna­mál­ið. „Ef hún hefði séð þetta lög­reglu­mál, þá hefðu þessi byssu­kaup aldrei átt sér stað,“ sagði Comey á blaða­manna­fund­inum í dag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiErlent
None