Fer nánast allt til Fréttablaðsins og Morgunblaðsins

radhus2.jpg
Auglýsing

Þær aug­lýs­ingar sem Reykja­vík­ur­borg kaupir af fyr­ir­tæk­inu H. Páls­son ehf. eru nán­ast ein­vörð­ungu birtar í Frétta­blað­inu og Morg­un­blað­inu. Borgin keypti birt­ingar í gegnum fyr­ir­tækið fyrir um 11,5 millj­ónir króna á árinu 2013 og fyrstu átta mán­uðum árs­ins í ár. Þetta kemur fram í sund­ur­lið­uðu svari fjár­mála­stjóra borg­ar­innar við fyr­ir­spurn um mál­ið.

Borg­ar­ráðs­full­trúi Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina, Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, lagði fram fyr­ir­spurn nýverið um aug­lýs­inga­kostnað Reykja­víkur á árinu 2013 og það sem af er árinu 2014. Henni var svarað á síð­asta borg­ar­ráðs­fundi. Kjarn­inn greindi frá svar­inu á þriðju­dag.

H. Páls­son kaupir nán­ast bara af Frétta­blað­inu og Morg­un­blað­inuÞað vakti athygli í svar­inu  að fyr­ir­tæki sem heitir H. Páls­son ehf. fékk sam­tals 11,5 millj­ónir króna greiddar frá borg­inni á tíma­bil­inu vegna birt­inga aug­lýs­inga.

Kjarn­inn hefur nú fengið sund­ur­grein­ingu á hvar aug­lýs­ingar sem Reykja­vík­ur­borg kaupir af H. Páls­son eru birt­ar. Í þeirri sund­ur­grein­ingu kemur fram að þær birt­ast nán­ast ein­vörð­ungu hjá Frétta­blað­inu og Morg­un­blað­inu. Rúm­lega ell­efu millj­ónir króna af þeim 11,5 millj­ónum sem borgin greiddi til H. Páls­sonar vegna birt­inga fór til Frétta­blaðs­ins eða Morg­un­blaðs­ins.

Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg keypti til við­bótar beint aug­lýs­ingar af 365 prent­miðl­um, sem er Frétta­blað­ið, fyrir 38,2 millj­ónir króna á árinu 2013 og fyrstu átta mán­uðum árs­ins 2014. Borgin keypti aug­lýs­ingar af Morg­un­blað­inu fyrir 10,2 millj­ónir króna á sama tíma.

Sam­tals fengu þessir tveir miðl­ar, að með­töldum því fé sem rataði til þeirra í gegnum H. Páls­son, um 60 millj­ónir króna frá Reykja­vík­ur­borg vegna birt­inga aug­lýs­inga á ofan­greindu tíma­bili. Til við­bótar keypti borgin birt­ingar í gegnum birt­ing­ar­hús og aug­lýs­inga­stofur fyrir umtals­vert fé. Hlut­verk birt­ing­ar­húsa er að kaupa birt­ingar í hinum ýmsu miðlum fyrir við­skipta­vini sína. Þorri þeirra birt­inga rataði einnig til Frétta­blaðs­ins og Morg­un­blaðs­ins. Heildar­eyðsla borg­ar­innar í birt­ingar á tíma­bil­inu var um 200 millj­ónir króna.

Aug­lýs­ingar sem borgin birtir eru margs­kon­ar. Þær geta verið atvinnu­aug­lýs­ing­ar, vegna deiliskipu­lags­breyt­inga, styrkja, hug­mynda­sam­keppna, við­burða osfr.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None