Fer nánast allt til Fréttablaðsins og Morgunblaðsins

radhus2.jpg
Auglýsing

Þær aug­lýs­ingar sem Reykja­vík­ur­borg kaupir af fyr­ir­tæk­inu H. Páls­son ehf. eru nán­ast ein­vörð­ungu birtar í Frétta­blað­inu og Morg­un­blað­inu. Borgin keypti birt­ingar í gegnum fyr­ir­tækið fyrir um 11,5 millj­ónir króna á árinu 2013 og fyrstu átta mán­uðum árs­ins í ár. Þetta kemur fram í sund­ur­lið­uðu svari fjár­mála­stjóra borg­ar­innar við fyr­ir­spurn um mál­ið.

Borg­ar­ráðs­full­trúi Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina, Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, lagði fram fyr­ir­spurn nýverið um aug­lýs­inga­kostnað Reykja­víkur á árinu 2013 og það sem af er árinu 2014. Henni var svarað á síð­asta borg­ar­ráðs­fundi. Kjarn­inn greindi frá svar­inu á þriðju­dag.

H. Páls­son kaupir nán­ast bara af Frétta­blað­inu og Morg­un­blað­inuÞað vakti athygli í svar­inu  að fyr­ir­tæki sem heitir H. Páls­son ehf. fékk sam­tals 11,5 millj­ónir króna greiddar frá borg­inni á tíma­bil­inu vegna birt­inga aug­lýs­inga.

Kjarn­inn hefur nú fengið sund­ur­grein­ingu á hvar aug­lýs­ingar sem Reykja­vík­ur­borg kaupir af H. Páls­son eru birt­ar. Í þeirri sund­ur­grein­ingu kemur fram að þær birt­ast nán­ast ein­vörð­ungu hjá Frétta­blað­inu og Morg­un­blað­inu. Rúm­lega ell­efu millj­ónir króna af þeim 11,5 millj­ónum sem borgin greiddi til H. Páls­sonar vegna birt­inga fór til Frétta­blaðs­ins eða Morg­un­blaðs­ins.

Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg keypti til við­bótar beint aug­lýs­ingar af 365 prent­miðl­um, sem er Frétta­blað­ið, fyrir 38,2 millj­ónir króna á árinu 2013 og fyrstu átta mán­uðum árs­ins 2014. Borgin keypti aug­lýs­ingar af Morg­un­blað­inu fyrir 10,2 millj­ónir króna á sama tíma.

Sam­tals fengu þessir tveir miðl­ar, að með­töldum því fé sem rataði til þeirra í gegnum H. Páls­son, um 60 millj­ónir króna frá Reykja­vík­ur­borg vegna birt­inga aug­lýs­inga á ofan­greindu tíma­bili. Til við­bótar keypti borgin birt­ingar í gegnum birt­ing­ar­hús og aug­lýs­inga­stofur fyrir umtals­vert fé. Hlut­verk birt­ing­ar­húsa er að kaupa birt­ingar í hinum ýmsu miðlum fyrir við­skipta­vini sína. Þorri þeirra birt­inga rataði einnig til Frétta­blaðs­ins og Morg­un­blaðs­ins. Heildar­eyðsla borg­ar­innar í birt­ingar á tíma­bil­inu var um 200 millj­ónir króna.

Aug­lýs­ingar sem borgin birtir eru margs­kon­ar. Þær geta verið atvinnu­aug­lýs­ing­ar, vegna deiliskipu­lags­breyt­inga, styrkja, hug­mynda­sam­keppna, við­burða osfr.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldvarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar tekur fljótlega til starfa á starfsstöð stofnunarinnar á Sauðárkróki.
Búið að ráða í stöðu framkvæmdastjóra eldvarnasviðs HMS á Sauðárkróki
Stefnt er að því að eldvarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar taki til starfa á Sauðárkróki 1. október næstkomandi. Sjö nýir starfsmenn verða ráðnir auk framkvæmdastjóra en enginn af núverandi starfsmönnum HMS á sviðinu mun flytja norður.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Fyrsta bakarí Brauð og Co. opnaði á Frakkastíg í mars 2016.
Skeljungur búinn að kaupa fjórðungshlut í bæði Gló og Brauð & Co
Greint er frá því í árshlutauppgjöri Skeljungs að fyrirtækið hafi fest kaup á 25 prósent hlut í bakarískeðjunni Brauð & Co og veitingastaðakeðjunni Gló á síðasta ársfjórðungi. Ekkert hefur verið gefið upp um kaupverðið.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Herbert Herbertsson
Þeim er fórnandi, eða (ásættanleg áhætta)
Kjarninn 12. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur leggur níu valkosti fyrir stjórnvöld
„Áhrifaríkasta leiðin til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands að mínu mati er að skima alla farþega á landamærum, krefja þá um sóttkví í 4-6 daga og skima þá aftur að þeim tíma liðnum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknis.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Upplýsingarnar um karfaverðið sem Verðlagsstofa skiptaverðs tók saman árið 2012 voru í Excel-skjali og birtust svona í Kastljósi í mars árið 2012.
Verðlagsstofa skiptaverðs staðfestir tilvist karfagagna
Verðlagsstofa skiptaverðs hefur staðfest tilvist gagna um karfaútflutning sem voru til umfjöllunar í Kastljósþætti árið 2012. Um var að ræða trúnaðargögn sem stofnunin vann og sendi á nefndarmenn í úrskurðarnefnd, en ekki „sérstaka skýrslu“.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Reglur um nálægðartakmörk í framhalds- og háskólum rýmkaðar 14. ágúst
Hjúkrunarheimili þurfa að setja reglur um heimsóknir utanaðkomandi en nálægartakmörkun í framhalds- og háskólum og íþróttum verður rýmkuð á föstudag. Krafist verður notkunar grímum við ákveðnar aðstæður.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Þórunn Sveinbjörnsdóttir.
Reynslan af heimsóknarbanni á hjúkrunarheimili: „Fólki hrakaði“
Við verðum að finna leiðir svo að fólk fái að hittast, segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara um heimsóknartakmarkanir til eldra fólks í vetur. „Einmanaleiki er vágestur.“
Kjarninn 12. ágúst 2020
Hljómsveitin Hjaltalín gat ekki fengið bankamillifærslu frá Bretlandi vegna veru Íslands á gráa lista FATF.
Hjaltalín getur ekki fengið millifærslur frá bresku fyrirtæki vegna gráa listans
Breskt fyrirtæki sagði umboðsmanni hljómsveitarinnar Hjaltalín að Ísland væri eitt þeirra landa sem fyrirtækið ætti ekki að millifæra til, vegna aðgerða til að sporna við peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None