Ferðaþjónustan skoraði „sjálfsmark“ með óheftri fjölgun ferðamanna

Gríðarleg óvissa er nú í heimshagkerfinu sem hefur áhrif hér á landi. Gylfi Zoega hagfræðiprófessor óttast ekki sprengingu í verðbólgu þegar að ferðaþjónustan tekur við sér en segir alla aðila verða að ganga í takt.

Gylfi segir að gera með ráð fyrir að ferðaþjónustan taki aftur við sér síðsumars.
Gylfi segir að gera með ráð fyrir að ferðaþjónustan taki aftur við sér síðsumars.
Auglýsing

Staða efna­hags­mála er í augna­blik­inu flókin á Íslandi. En það er hún líka erlendis og stærsta málið er hvað ger­ist í Banda­ríkj­unum í sumar og haust, segir Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði, en hann var gestur í þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un. Vest­an­hafs hafi verið farið í gríð­ar­lega aukn­ingu rík­is­út­gjalda sam­hliða fjölda­bólu­setn­ing­um. „Sam­fé­lagið þar mun vænt­an­lega fara í eðli­legt horf þegar líður á sum­ar,“ segir Gylfi en með mik­ill örvun og lágum vöxt­um. „Ef verð­bólgan fer vax­andi í Banda­ríkj­unum fara vextir í heim­inum upp. Við erum auð­vitað örlítið peð í því dæmi.“ En þá megi búast við að vaxta­stig hér og ann­ars staðar hækki með alls kyns afleið­ingum fyrir þau lönd sem tekið hafa lán í doll­urum síð­ustu árin. „Svo það er gríð­ar­leg óvissa í heims­hag­kerf­in­u,“ segir hann. Hér á landi sé staðan svip­uð, hér séu vextir mjög lágir, örvun frá rík­inu sé mikil sem og verið sé að bólu­setja þjóð­ina. Og kannski síð­sum­ars muni ferða­þjón­usta hefj­ast á ný. „Þá er vandi okkar sam­bæri­legur og stóru land­anna.“

Auglýsing

Hér á landi hafi atvinnu­leysi verið mikið síð­ustu mán­uði en hins vegar hefur sam­setn­ing eft­ir­spurnar breyst. Gylfi hefur stundum talað um „90 pró­sent hag­kerf­ið“ ann­ars vegar og „10 pró­sent hag­kerf­ið“, sem er ferða­þjón­ust­an, hins veg­ar. Á næstu mán­uðum mun ferða­þjón­ustan kom­ast aftur til lífs og atvinnu­leysi sem henni teng­ist mun minnka. Í hinum hluta hag­kerf­is­ins mun afkoma sjáv­ar­út­vegs vænt­an­lega batna en hins vegar munu aðrir þættir þess gefa eft­ir, t.d. verslun og þjón­usta, „þegar Íslend­ing­arnir fara aftur til útlanda að versla“.

Hækkun verð­bólgu að und­an­förnu stafar að sögn Gylfa fyrst og fremst af hækkun fast­eigna­verðs og því sé ekki hægt að segja að um „al­menna verð­bólgu“ sé að ræða, en af henni myndi hann hafa meiri áhyggj­ur. Til að bregð­ast við þurfi að hafa áætl­un; með bólu­setn­ingu, hversu mörgum erlendum ferða­mönnum og með hvaða skil­yrðum verði hleypt inn í landið og hvenær. Einnig þarf að huga að því hvernig pen­inga­stefnan og rík­is­fjár­málin geti stutt við það. „Það þarf að hafa alla aðila í takt. Svo að ég vona að það muni heppn­ast.“

Hann segir ljóst að verð­bólg­unni verði ekki leyft að fara á skrið. Í veg fyrir það verði komið með einum eða öðrum hætti. Hægt sé að taka á fast­eigna­verð­bólgu með ýmsum tækj­um. Seðla­bank­inn hafi t.d. nú tæki til að draga úr útlánum bank­anna. „Það er líka hægt að nota vaxta­tæk­ið,“ bendir hann á.

Þegar gjald­eyrir fer að koma inn í landið með erlendum ferða­mönnum þá megi búast við því að gengi krón­unnar hækki sem myndi lækka verð­bólgu. Þá þurfi að ákveða hvort að leyfa eigi þeirri hækkun að fara í gegn eða huga að inn­gripi á gjald­eyr­is­mark­aði og tempra hana. „Ef við erum með 4,6 pró­sent verð­bólgu og 0,75 pró­sent stýri­vexti og atvinnu­leysi hverfur í sumar þá sam­kvæmt öllum reglum í pen­inga­stefnu eru vext­irnir of lág­ir.“

Komið í veg fyrir spreng­ingu

Spurður hvort að við þessar aðstæður megi búast við „spreng­ingu“ sagði Gylfi að farið yrði þá í hækkun vaxta í mörgum „ábyrg­um“ og „var­færn­um“ skrefum „til þess að það verði ekki spreng­ing, svo að það verði ekki verð­bólga“.

Óverð­tryggð lán hafa á síð­ustu miss­erum verið að taka yfir á hús­næð­is­lána­mark­aði. Séu vextir þeirra breyti­legir mun hækkun stýri­vaxta hafa áhrif á þau. Gylfi segir enga ástæðu til að ótt­ast þetta mik­ið, verði vextir hækk­aðir verði það gert eftir „kúnst­ar­innar regl­u­m“.

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Skjáskot: RÚV

Breyt­ing varð á aðferða­fræði Seðla­bank­ans til að taka á sveiflum í hag­kerf­inu eftir hrun. „Í stað­inn fyrir að nota bara vexti, eins og áður var lenskan, eru komin mörg stjórn­tæki með hægt er að beita til þess að ná þessum mark­mið­um; að halda verð­bólgu í skefjum og hafa fjár­mála­stöð­ug­leik­ann í lagi. Og það hefur gengið vel“ og með þessum aðferðum hefur verið hægt að bregð­ast við þeirri dýfu sem orðið hefur í hag­kerf­inu.

Spurður hvað muni ger­ast ef vextir taka að hækka, í heim­inum öllum og hér á landi svarar Gylfi að líta megi á þann halla á rík­is­sjóði sem nú hefur orðið vegna örv­un­ar­að­gerða sem fjár­fest­ingu til fram­tíðar þar sem lífi var haldið í fyr­ir­tækjum í ferða­þjón­ustu. „Svo ef túrism­inn byrjar í sumar þá verður miklu öfl­ugri við­snún­ingur vegna þess að fyr­ir­tækin eru nátt­úr­lega til.“

Hann segir skulda­hlut­fall rík­is­sjóðs sé lágt í alþjóð­legum sam­an­burði og ekki að nálg­ast nein hættu­mörk.

„Það sem tókst síð­ustu tólf mán­uði með þessum aðgerðum var að verja rest­ina af hag­kerf­inu, 90 pró­sent hag­kerf­ið, fyrir því að hrun ferða­þjón­ustu hefði smit­andi áhrif inn í allt ann­að. En það er erfitt að útrýma atvinnu­leysi í ferða­þjón­ustu því hún mun ekki fara í gang fyrr en ferða­menn­irnir fara að koma. En um leið og heim­ur­inn verður eðli­legur mun það atvinnu­leysi hverfa og það þarf engar rík­is­fjár­mála­að­gerðir til þess. Svo við verðum bara að bíða eftir að þetta tíu pró­sent hag­kerfi lifni við aftur í sumar og haust.“

Auglýsing

Gylfi bendir á ferða­þjón­ustan hafi verið „orðin löskuð“ fyrir COVID-far­ald­ur­inn og atvinnu­leysi þar tekið að aukast. Hlut­deild launa í heild­ar­tekjum hafði ekki verið hærri í fleiri ár. Hann skýrir þetta með hinni snöggu og miklu aukn­ingu sem varð í fjölda ferða­manna hingað til lands. Hún hafði í för með sér hækkun á gengi krón­unnar á sama tíma og laun í krónum voru að hækka inn­an­lands svo að kostn­aður í evrum „var að verða óþol­andi fyrir þessar grein­ar,“ segir hann. „Þetta sýnir manni að það þarf að passa upp á allt kerf­ið. Þessi grein gerir sjálfri sér engan greiða með því að fjölga ferða­mönnum svona hratt og svona mik­ið. Þetta var svona sjálfs­mark hjá þeim.“

Þess vegna þarf í ferða­þjón­ustu, alveg eins og í sjáv­ar­út­vegi, að koma á kerfi svo nýt­ing auð­linda, í þessu til­viki íslensk nátt­úra, verði hag­kvæm. Slíkt hafi verið reynt fyrir nokkrum árum þegar fyr­ir­hugað var að setja gjöld á ferða­menn. Hægt væri að setja á lend­ing­ar­gjöld, gistin­átta­gjöld og fleira í þá veru „til að koma í veg fyrir það sem gerð­ist hjá okkur í sjáv­ar­út­vegi áður en kvóta­kerfið kom, þegar einn bátur skemmdi fyrir hin­um. En þetta hefur ekki tek­ist og ég held að það hafi ekki tek­ist vegna þess að sér­hags­mun­ir, mis­skildir sér­hags­mun­ir, hafa barist á móti því að aðgangs­stjórnun sé tekin upp í þess­ari grein eins og í sjáv­ar­út­veg­i.“ Þar sem að var ekki gert varð fjölgun ferða­manna alltof snögg með ýmsum afleið­ingum fyrir grein­ina og hún komin „í þröng fyrir COVID.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent