Gylfi Zoega: „Þessir hagsmunaaðilar eiga dagblöðin“

Hagsmunarimma hefur staðið á Íslandi í áratugi og orð Seðlabankastjóra um völd hagsmunahópa komu því Gylfa Zoega, prófessor í hagfræði, ekki á óvart. „Stríðskostnaðurinn“ geti verið mikill þegar þessir aðilar séu skæðir.

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Auglýsing

„Við, samstarfsmenn hans í Háskóla Íslands í gegnum árin, höfum mörg staðið í þessum bardögum,“ segir Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, spurður hvort að hann þekki þá lýsingu Ásgeirs Jónssonar Seðlabankastjóra, að hagsmunahópar stýri Íslandi og að erfitt sé að lenda uppi á kant við þá. Ásgeir lét þessi ummæli falla í viðtali við Stundina nýverið og viðbrögðin við því hafa ekki látið á sér standa.

Gylfi, sem var gestur þáttarins Sprengisands á Bylgjunni í morgun, rifjaði í þessu sambandi upp þegar hann ásamt kollega sínum í Háskóla Íslands talaði síðasta sumar og haust fyrir almannahagsmunum í sóttvörnum; að passa ætti upp á landamærin og hafa þjóðlífið innanlands sem eðlilegast. „Það var rimma við sérhagsmuni,“ segir Gylfi og bendir á að sérhagsmunir væru þá það sem gengi á skjön við almannahagsmuni. Í þessu tiltekna tilviki voru það samtök í ferðaþjónustu sem vildu hafa landamærin sem mest opin, sem er að mati Gylfa „algjörlega misskilin hagsmunabarátta því það skemmir ekkert meira fyrir [ferðaþjónustunni] en að hafa farsótt innanlands“.

Aðrir kollegar Gylfa hafa bent á að skipting á rentunni af sjávarútvegi sé ekki réttlát. „Það hefur verið áratuga hagsmunarimma.“ Enn aðrir hafa bent á hvernig auka mætti hagkvæmni í landbúnaði. „Svo þetta er búið að vera í fleiri áratugi hér á landi,“ segir Gylfi en að slíkt hið sama sé uppi á teningnum víða erlendis. „Þetta er úti um allt.“

Auglýsing

Það sem hins vegar skipti máli sé að „stjórnvöld hugsi um almannahagsmuni en ekki sérhagsmuni. Þetta verður auðvitað að spillingu ef sérhagsmunirnir ná að umbuna einstökum stjórnmálamönnum í staðinn fyrir greiða. Það er spilling.“

Það sem Gylfa fannst skrítið við fréttaflutning af ummælum Seðlabankastjóra voru ekki orð hans heldur viðbrögðin sem þau fengu. „Það var eins og það væri búið að finna upp hjólið.“ Svo þekkta segir hann þessa hagsmunabaráttu vera.

Spurður hvort að veist væri persónulega að sérfræðingum sem tjá sig um ákveðin mál. „Það er smá stríðskostnaður,“ svarar Gylfi. Sérfræðingar hafi ákveðnum skyldum að gegna að rétta upp „rauð flögg“ telji þeir tilefni til. „Stríðskostnaðurinn felist m.a. í því að fá „á sig bunur í dagblöðunum,“ segir Gylfi. „Þessir hagsmunaaðilar eiga dagblöðin.“ Það sama geti verið uppi á teningnum í „netheimum“. Hann segir þennan stríðskostnað geta orðið mikinn, „ef að þessir aðilar eru skæðir“ og segist draga sig annað slagið í hlé í opinberri umræðu vegna þessa.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent