Ætla að knýja olíuborpalla í Norðursjó með vindorku

Á sama tíma og ásókn framkvæmdaaðila í að reisa vindorkuver á landi á Íslandi hefur stóraukist á örfáum misserum eru Norðmenn að undirbúa byggingu fljótandi vindorkuvers í Norðursjó.

Tölvuteiknuð mynd sýnir hvernig Hywind Tampen kemur með að líta út. Olíuborpallur til vinstri á myndinni.
Tölvuteiknuð mynd sýnir hvernig Hywind Tampen kemur með að líta út. Olíuborpallur til vinstri á myndinni.
Auglýsing

Ola­v-Bernt Haga, fram­kvæmda­stjóri Hywind Tampen, sem er í eigu orku­fyr­ir­tæk­is­ins Equin­or, er reynslu­bolti þegar kemur að því að þróa nýja tækni til að nýta end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa. Hann segir sína nýj­ustu ástríðu, fljót­andi vind­orku­garða á hafi úti, eiga eftir að hafa mikla þýð­ingu þegar kemur að því að ná mark­miðum í lofts­lags­málum sem ríki heims hafi sam­mælst um.

Fram­kvæmda­leyfi fékkst hjá stjórn­völdum fyrir ári síð­an. Vind­myll­urn­ar, sem verða ell­efu tals­ins, verða í 190 metra hæð frá yfir­borði sjávar og snún­ings­flötur spað­anna um 160 metrar í þver­mál. Þær eru því engin smá­smíði. Þær munu sann­ar­lega fljóta í sjónum á steyptum stöplum en þeir verða svo festir við hafs­botn­inn.

Áætlað er að bygg­ing vers­ins kosti um 4,8 millj­arða norskra króna, um 72 millj­arða íslenskra króna. For­svars­menn Equinor segja verk­efnið ekki arð­væn­legt þar sem um frum­kvöðla­verk­efni sé að ræða. Fjár­mögn­unin kemur því að stærstum hluta úr opin­berum sjóð­um.

Auglýsing

Vind­orku­ver á hafi úti eru ekki nýtt fyr­ir­bæri. Utan við Holland, Dan­mörku og Bret­land hefur vind­myllum þegar verið komið fyrir á hafflet­inum en þær eru hins vegar háðar því að vera botn­fast­ar. Eins og gefur að skilja úti­lokar slík leið virkjun vinds­ins þar sem mikið dýpi er að finna.

Sá orku­gjafi sem helst er not­aður á olíu­borpöll­unum í Norð­ur­sjó í dag er jarð­gas. Þegar Hywind Tampen verður komið í gagnið mun koltví­oxíð­losun Norð­manna, að sögn for­svars­manna vers­ins, minnka um 200 þús­und tonn árlega. Það jafn­ast að þeirra sögn á við losun 100 þús­und bíla sem knúnir eru jarð­efna­elds­neyti.

Orku­ver­inu er einnig ætlað það hlut­verk að vera til­rauna­verk­efni til fram­tíðar við þróun vind­orku­nýt­ingar á hafi úti. „Þetta verður stór iðn­aður í fram­tíð­inn­i,“ heldur Haga fram, „og Norð­menn eru þegar orðnir lang­fremst­ir“.

Vindmyllurnar í Hywind Tamper verða á steyptum stöpli, einhvers konar flotholti. Mynd: Equinor

Haga lýsir upp­setn­ingu vind­orku­vers­ins þannig að í kjöl­far hönn­un­ar- og þró­un­ar­ferlis síð­ustu ára og ára­tuga hefj­ist bygg­ing þess í ár og í byrjun þess næsta verði allir „legó-kub­b­arn­ir“, eins og hann orðar það í grein sem birt er á Aften­posten, settir saman og vind­myll­urn­ar, ein og ein í einu, fluttar frá Gulen, bæ á vest­ur­strönd Nor­egs, og út á Tampen-­svæðið í Norð­ur­sjó. Þar er að finna fjölda bor­p­alla sem vinna bæði olíu og gas úr hafs­botn­in­um. Áætl­anir gera ráð fyrir að á síð­asta árs­fjórð­ungi næsta árs verði tveir pall­anna farnir að ganga fyrir raf­magni frá Hywind Tampen-orku­ver­inu að hluta. „Heims­byggðin mun þurfa á olíu- og gasi að halda í marga ára­tugi í við­bót,“ segir Haga. Ólíkt því sem margir haldi sé olía ekki aðeins notuð sem orku­gjafi á far­ar­tæki heldur til allra handa fram­leiðslu, t.d. á stáli, sem­enti og í lyfja­iðn­aði.

Fjár­mögnun verk­efn­is­ins með opin­beru fé er meðal þess sem helst hefur verið gagn­rýnt í kringum hið fljót­andi orku­ver. Flokkur Græn­ingja í Nor­egi (MDG) segir hið fljót­andi vind­orku­ver í sjálfu sér fram­fara­skref tækni­lega séð en að Hywind Tampen eigi hins vegar að nota til að „græn­þvo“ olíu- og gas­iðn­að­inn í Nor­egi og gera það á kostnað skatt­greið­enda. Tals­maður Græn­ingja sagði í fyrra að ef raun­veru­legur vilji væri til þess að þróa tækn­ina ætti að gera það með því mark­miði að orkan komi í stað jarð­elds­neyta. Í stað­inn hafi sú leið verið farin að bein­tengja orku­verið við olíu­iðn­að­inn til fram­tíð­ar.

Vindmyllurnar verða samtengdar og festar við hafsbotninn með vír. Hywind Tamper Mynd: Equinor

Á Íslandi standa tvær vind­myll­ur, orku­verið Hafið á vegum Lands­virkj­un­ar. Mikil ásókn er hins vegar í vind­orku­verk­efni þessi miss­erin og tugir hug­mynda um allt land hafa litið dags­ins ljós þótt að þær séu vissu­lega á mis­mun­andi stigi. Verk­efn­is­stjórn fjórða áfanga ramma­á­ætl­unar fékk á starfs­tíma sín­um, sem lauk 1. apr­íl, á fjórða tug til­lagna að vind­orku­verum inn á sitt borð. Til sam­an­burðar voru slíkar hug­myndir aðeins tvær í síð­asta áfanga henn­ar.

Ramma­á­ætlun er stjórn­tæki sem hefur það að mark­miði að meta, með vís­inda­leg­um, sam­fé­lags­legum og hag­rænum rök­um, hvaða svæði sem óskað er eftir að reisa orku­ver á, skuli nýta til slíks og hver skuli vernda. Ágrein­ingur hefur verið uppi, m.a. milli umhverf­is­ráðu­neyt­is­ins og Orku­stofn­un­ar, hvort að vind­orku­ver skuli fara í ferli ramma­á­ætl­un­ar, ferli sem á að taka fá ár en hefur síð­asta tæpa ára­tug­inn, teppst í þing­legri með­ferð. Verk­efn­is­stjórnir hvers áfanga eiga að koma með sitt mat í loka­skýrslu til ráð­herra. Slík skýrsla var síð­ast afhent í ágúst 2016 er verk­efn­is­stjórn 3. áfanga lauk störf­um. Á grunni hennar bygg­ist þings­á­lykt­un­ar­til­laga sem lögð var fyrst fram haustið 2016 á Alþingi en hefur enn ekki verið afgreidd, rúm­lega fjóru og hálfu ári síð­ar. Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is­ráð­herra lagði til­lög­una fram á þingi í des­em­ber og er hann þriðji ráð­herr­ann til að leggja sömu til­lög­una fram.

Auglýsing

Í umsögn Skipu­lags­stofn­unar um hana í byrjun árs kom fram að í ljósi þess að hún er byggð á gögnum sem aflað var á árunum 2015-2016 sé til­efni til að yfir­fara þá flokkun virkj­un­ar­kosta sem þar er sett fram.

Vegna ágrein­ings um hvort vind­orku­ver eigi að meta innan ramma­á­ætl­unar eða ekki er nú komin upp sú staða að skipu­lags­ferli þeirra hjá sveit­ar­fé­lögum er í ein­hverjum til­vikum haf­ið. Í drögum að breyt­ingu á lögum um ramma­á­ætl­un, sem kynntar voru í upp­hafi árs, er hins vegar lagt til að að til að taka af allan vafa um vind­orku­kosti verði sér­stak­lega kveðið á um þann orku­gjafa í lög­unum og að hug­myndir að vind­orku­verum sem yrðu 10 MW eða meira að afli heyri undir ramma­á­ætl­un.

„Ís­lend­ingar standa á tíma­mótum varð­andi nýt­ingu orku­auð­linda því virkjun vind­orku er að hefj­ast af fullum kraft­i,“ skrifar for­maður verk­efn­is­stjórnar 4. áfanga ramma­á­ætl­un­ar, Guð­rún Pét­urs­dótt­ir, í skýrslu hennar sem kom út í lok mars. „Þótt vind­ur­inn sé óþrjót­andi er land undir vind­orku­ver það ekki. Landið er hin tak­mark­aða auð­lind í þessu til­felli.“ Hún bendir á að vind­myllur séu nú um 150 metra háar og fari hækk­andi. Þær séu því „afar áber­andi“ í lands­lagi og sjást víða að. „Vind­orku­ver munu valda miklum breyt­ingum á ásýnd lands­ins ef ekki verður var­lega far­ið.“

Áhrif vind­orku­vera á fugla eru þekkt. Og á Íslandi er fugla­líf fjöl­skrúð­ugt. Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands vildi hafa vaðið fyrir neðan sig þegar áhug­inn á vind­orkunni var far­inn að aukast í Nor­egi og víðar og und­ir­búa sig fyrir sömu þróun hér á landi. Í því skyni voru m.a. keyptir sendar til að setja haferni til að kort­leggja helstu far­leiðir þeirra Jón Gunnar Ott­ós­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Nátt­úru­fræði­stofn­un­ar, sagði í ítar­legu við­tali við Kjarn­ann nýverið að merki­legar nið­ur­stöður væru þegar komnar úr þessum rann­sókn­um. Í ljós hafi komið að aðal­far­leið arna milli Húnaflóa og Breiða­fjarðar sé Lax­ár­dals­heið­in. Þar sé nú verið að skipu­leggja tvö vind­orku­ver, „akkúrat í far­leið­inn­i,” sagði Jón Gunn­ar. Ernir eru einna við­kvæm­astir af öllum fuglum Íslands fyrir vind­myll­um. „Þannig að miðað við þessar upp­lýs­ingar sem við erum að fá núna þá eru þetta ekki góðir staðir fyrir vind­orkuver“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent