Ferdinand, Svejk og púðurtunnan

ukraina_kjarninn_vef.jpg
Auglýsing

Tékk­inn Jaroslav Hasék (1883–1923) skrif­aði upp­á­halds­­­bók mína, Góða dát­ann Svejk. Karl Ísfeld þýddi snilld­ar­lega. Í bók­inni ræðst Hasék gegn stórum og djúpum sið­ferði­legum spurn­ingum þegar kemur að stríði með hníf­beittan húmor og nátt­úru­lega frá­sagn­ar­gáfu að vopni. Hann lést, aðeins fer­tugur að aldri, áður en hann náði að klára öll bindi sög­unn­ar; fjórum af sex var lok­ið. En útgáfa þess efnis sem hann hafði lokið hefur fengið heilu kyn­slóð­irnar til þess að velt­ast um af hlátri og hugsa til hörm­unga stríðs­tím­ans í Evr­ópu, ekki síst Aust­ur-­Evr­ópu. Frá­sagn­ar­gáfa Haséks var mögnuð og afköstin á stuttum ferli með ólík­ind­um. Hann skrif­aði ríf­lega 1.200 smá­sög­ur, margar hverjar fullur við bar­borð á öld­ur­húsum í Prag.

almennt_01_05_2014

Hugsað til Svejk



Að und­an­förnu hefur mér verið hugsað til þess­arar bók­ar. Einkum upp­hafs henn­ar, þegar Svejk er að láta raka sig. Þá fær hann upp­lýs­ingar um það þegar erki­her­tog­inn Franz Ferdin­and var drep­inn í Sara­jevo hinn 28. júní 1914. Í kjöl­farið hefst sagan óborg­an­lega af Svejk, dát­anum sein­heppna. Hann gengur í her­deild Aust­ur­rísk-ung­verska keis­ara­dæm­is­ins og hefur síðan göngu sína í gegnum hörm­ungar fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar.

Á mánu­dag­inn fékk ég stutt skila­boð í sím­ann minn frá frétta­þjón­ustu Wall Street Journal, þar sem sagði orð­rétt: Tug­þús­undir rúss­neskra her­manna eru við landa­mæri Úkra­ínu. Raðir skrið­dreka sömu­leið­is. Spennan magn­ast.

Auglýsing

Í Úkra­ínu, alveg eins og Sara­jevo á sum­ar­mán­uðum 1914, er uppi ógn­væn­leg staða. Landið er, að því er virð­ist, að lið­ast í sundur innan frá. Þannig var staðan einnig þegar bíla­röð Franz Ferdin­ands og fylgi­sveina hans varð fyrir skotárásinni í heim­sókn­inni til Oskars Poti­orek hers­höfð­ingja sem hafði boðið erki­her­tog­anum að vera við­staddur her­sýn­ingu. Inn­an­mein, efna­hags­legir erf­ið­leik­ar, sund­ur­lyndi og sífellt vax­andi sam­fé­lags ólga breytti sam­fé­lags­gerð­inni í púð­ur­tunnu sem sprakk.

Getur svipað gerst núna? Geta stríðs­á­tök brot­ist út í Aust­ur-­Evr­ópu þar sem Rússar eru helsta ógnin við nágranna­­ríkið Úkra­ínu? Er hættan á þessu ofmet­in?

Spurn­ing­arnar eru komnar fram



Þessar spurn­ingar eru farnar að sjást víða í fjöl­miðla­um­ræðu á erlendum vett­vangi og ýmsir stjórn­mála­menn virð­ast telja að Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, sé hættu­legur og veru­leikafirrt­ur. Ang­ela Merkel sagði það berum orðum og Carl Bildt sagði að Pútín myndi ekki linna látum fyrr en hann væri búinn að ná algjörum yfir­tökum í Kíev, höf­uð­borg Úkra­ínu.

Eng­inn getur sagt til um það með vissu hvort stríð getur brot­ist út en spor sög­unnar hræða. Ólíkt því sem var þegar morðið á Franz Ferdin­and ýtti fyrri heims­styrj­öld­inni af stað, þó að slíkt sé vita­skuld ein­földun á flókn­ari atburða­r­ás, er sterkt frið­ar­hvetj­andi fyr­ir­komu­lag fyrir hendi sem birt­ist í alþjóða­pólítískum stofn­un­um. Þar eru Sam­ein­uðu þjóð­irnar og Evr­ópu­sam­bandið áber­andi, en einnig vett­vangur þar sem helstu iðn­ríki heims­ins eiga með sér sam­starf á póli­tískum for­send­um. Stundum þarf að minna á það hversu stutt er síðan þessi stóru og miklu fram­fara­skref voru stigin með stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna árið 1945 og Kola- og stál­­banda­lags Evr­ópu árið 1952, sem síðar varð vísir að Evr­ópu­sam­band­inu. Veiga­mesta ástæðan fyrir stofnun SÞ og ESB var við­leitni til þess að koma í veg fyrir stríð. Það hefur ekki alltaf tek­ist en það eru meiri líkur á að svo verði á meðan þessar mik­il­vægu stofn­anir eru virkur vett­vangur um hvernig skuli taka á vanda­málum eins og því sem nú blasir við í Úkra­ínu.

Saga hörm­unga stríðs­á­taka í Aust­ur-­Evr­ópu, sem Hasék hjálpar kyn­slóð­unum að gleyma ekki í gegnum dát­ann Svejk, er víti til að var­ast. Það er huggun harmi gegn að búa við alþjóða­póli­tíska sam­vinnu þegar sam­fé­lags­legar púð­ur­­tunnur verða til, en alveg eins og þegar Franz Ferdin­and var skot­inn geta hlut­irnir breyst leift­ur­snöggt til hins verra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None