FIH_4_high-1.jpg
Auglýsing

Danski bankinn FIH Erhversbank, sem var um tíma í eigu Kaupþings og Seðlabanki Íslands tók sem veð fyrir 500 milljón evra láni til bankans, verður lokað. 2/3 hluti af viðskiptum bankans, alls um 900 viðskiptavinir, hafa verið seld til Spar Nord. Þetta kemur fram á vefnum finanswatch.dk. Orðrétt segir í frétt vefsins að „FIH er hættur að leika banka“.

Eina starfsemi FIH sem mun halda áfram að vera til er fyrirtækjaráðgjöf bankans.

FIH skiptir íslenskt efnahagslíf miklu máli.  Seðlabanki Íslands tók allsherjarveð í FIH þegar hann lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra í miðju efnahagshruninu. Sigurður Einarsson, þáverandi stjórnarformaður Kaupþings, fullyrti í Kastljósi þann 6. október 2008, sama dag og lánið var veitt, að hann gæti kinnroðalaust sagt að lánið væri öruggt. „Seðlabankinn er öruggur um að fá þessa peninga til baka,“ sagði Sigurður ennfremur. Davíð Oddsson, sem þá var formaður bankastjórnar Seðlabankans, sagði í sama þætti að hann hefði engar áhyggjur ef lánið fengist ekki endurgreitt. Þá myndi „Seðlabankinn eignast mjög góðan banka í Danmörku, FIH.“ Eftir að Kaupþing féll nokkrum dögum síðar gerðist nákvæmlega þetta. Seðlabankinn eignaðist FIH óbeint.

Lélegur banki þurfti mikla hjálp


Það kom fljótlega í ljós að FIH, sem var á þessum tíma sjötti stærsti banki Danmerkur, var ekki sá happafengur sem bæði lánveitendur og lántakendur stórs hluta gjaldeyrisforða íslensku þjóðarinnar vildu meina að hann væri í byrjun október 2008. Staða bankans var mun verri en haldið hafði verið fram.

Auglýsing

Þann 30. júní 2009 þurfti danska ríkið að veita FIH víkjandi lán upp á 1,9 milljarða danskra króna. Til viðbótar ábyrgðist danska ríkið mánuði síðar skuldabréfaútgáfu FIH upp á 50 milljarða danskra króna, um eitt þúsund milljarða íslenskra króna. Aðstoðin var veitt undir formerkjum svokallaðs „Bankapakka II“ sem danska ríkið hafði sett saman til að bjarga sínu bankakerfi. Pakkinn snerist um að ábyrgjast innlán og skuldabréfaútgáfu danskra fjármálafyrirækja sem eftir því óskuðu. Danska ríkið var því í reynd búið að bjarga eign íslenska Seðlabankans.

Danska bankasýslan (Finansiel Stabilittet) og danska fjármálaeftirlitið (Finanstilsynet) fylgdust náið með því hvernig FIH braggaðist og þrýstu mikið á að leyst yrði úr eigendamálum bankans til að hann gæti fjármagnað sig á markaði.

Tilkynning um hagnað reyndist afar villandi


Í september 2010 var sagt frá því að FIH hefði verið seldur. Í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands var sagt að kaupverðið á FIH væri 103 milljarðar króna, eða 670 milljónir evra. Því virtist sem Seðlabankinn hefði hagnast verulega á þessari „fjárfestingu“. Það átti eftir að reynast blekking.

Nýir eigendur staðgreiddu nefnilega einungis um helming þeirra upphæðar sem Kaupþing hafði fengið lánaða, 39 milljarða króna eða um 255 milljónir evra. Afgangurinn var seljendalán sem Seðlabankinn veitti nýjum eigendum og átti að endurgreiðast að ákveðnum skilyrðum uppfylltum fram til loka ársins 2014.

Seljendalánið bar enga vexti. Auk þess var samþykkt að afskriftir allra eigna sem voru á efnahagsreikningi FIH þegar hann var seldur myndu dragast frá láninu. Á hinn bóginn myndi virði þess aukast ef helmingshlutur sem FIH á óbeint í skartgripaframleiðandanum Pandoru myndi hækka. Að lokum var sett inn ákvæði um að endurheimt Seðlabankans yrði meiri ef kaupendahópurinn næði fjárfestingu sinni til baka fyrir árslok 2015.

Peningabaukur áhættufjárfesta


Síðan kaupsamningurinn var gerður hefur FIH afskrifað upphæð sem samsvarar upphæð seljendalánsins. Í ljós kom að útlán bankans voru fjarri því að vera jafn trygg og af var látið. Það átti sérstalega við um lán til félaga í fasteignarekstri og byggingaiðnaði. Berlingske Tidende greindi til dæmis frá því árið 2011 að FIH hefði verið peningabaukur fyrir áhættufjárfesta í þessum geirum, sem gengu undir nafninu Milljarðamæringaklúbburinn, á meðan bankinn var í eigu Kaupþings. Flestallir meðlimir þess klúbbs eru gjaldþrota í dag og greiddu ekki lán sín til baka.

Og nú hefur FIH hætt bankastarfsemi.

Lánuðu út neyðarlánið


Lánið sem Kaupþing fékk frá Seðlabankanum þegar FIH var lagður að veði var notað á ýmsa vegu. Í ákæruskjali embættis sérstaks saksóknara í máli hans gegn Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni vegna umboðssvika, sem birt var í byrjun maí, kemur fram að þær lánveitingar embætti telur ólöglegar meðal annars átt sér stað eftir veitingu Seðlabankans á 500 milljón evra láninu. Lestu allt um ákæruna hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None