Samfylkingin étur fylgi Sjálfstæðisflokks

kosningaspa.jpg
Auglýsing

Sjálfstæðisflokkurinn tapar manni til Bjartar framtíðar á milli útreikninga kosningaspárinnar. Þetta eru niðurstöður spárinnar eftir að könnun Félagsvísindastofnunnar HÍ sem birtist í Morgunblaðinu í dag var reiknuð með. Samfylkingin er enn stærsta stjórnmálaaflið í Reykjavík með 32 prósenta fylgi, mesta fylgi nokkurs framboðs síðan kosningaspáin var fyrst reiknuð í febrúar.

Besti flokkurinn og Samfylkingin mynduðu meirihluta í borgarstjórn eftir kosningarnar 2010 og sitja með níu fulltrúa nú. Besti flokkurinn býður nú fram undir merkjum Bjartrar framtíðar. Saman fá þessi framboð níu fulltrúa kjörna gangi kosningaspá dagsins eftir.

Auglýsing

Fylgi framboða til borgarstjórnar í Reykjavík


Fylgisaukningu Samfylkingarinnar má nánast alla skýra með fylgistapi Sjálfstæðisflokksins síðan 9. maí síðastliðinn. Framboðin voru bæði með fimm fulltrúa í síðustu spá en könnun Félagsvísindastofnunnar hefur mikil áhrif á útkomuna, enda hafa kannanir þaðan reynst nokkuð marktækar. Í könnuninni í dag mælist Samfylkingin með sex fulltrúa, Björt framtíð með fjóra en Sjálfstæðisflokkurinn aðeins þrjá. Píratar og Vinstri grænir fá sinn fulltrúann hvort. Kosningaspáin vegur könnunina á móti þremur síðustu könnunum og því eru fylgissveiflurnar ekki eins dramatískar og í nýjustu könnuninni. Þó er rétt að nefna að mest hreyfing hefur verið á fylgi framboðanna í mælingum Félagsvísindastofnunnar og því áhugavert að sjá næstu könnun sem hugsanlega staðfestir þessar fylgissveiflur.

Röðun fulltrúa samkvæmt nýjustu spá


Píratar, Vinstri græn og Framsókn tapa öll fáeinum prómílum á milli kosningaspáa en Dögun færist upp um 0,4 prósentustig. Það dugar þó ekki til að krækja í sæti á lista 20 efstu framboðenda. Fimmtán ná kjöri en í sextánda sæti situr nú sjötti maður Samfylkingarinnar og þar á eftir annar fulltrúi Pírata. Oddviti Framsóknar og flugvallavina er ekki lengur á lista tuttugu efstu.

Þróun á fylgi flokka í Reykjavík

Kosningaspá keyrð á tímabilinu 26. febrúar til 20. maí 2014.


Kannanir í kosningaspá 20. maí 2014:  • Skoðanakönnun Fréttablaðsins 29. apríl.

  • Könnun Félagsvísindast. fyrir Morgunblaðið 29. apríl-6. maí.

  • Þjóðarpúls Capacent 15. apríl – 7. maí.

  • Könnun Félagsvísindast. fyrir Morgunblaðið 12. – 15. maí.


Vikmörk í kosningaspá 20. maí 2014: 1,1 prósent til 3,8 prósent. Niðurstöður nýjustu kosningaspárinnar verða birtar í heild sinni í Kjarnanum á fimmtudag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None