Fimm prósent telja Sigmund og Bjarna í tengslum við almenning

forsíðumynd-á-kröfuhafastöff.jpg
Auglýsing

Fimm pró­sent aðspurðra telja að for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son og Bjarni Bene­dikts­son, séu í tengslum við almenn­ing. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR, sem spurði fólk um ýmsa per­sónu­eig­in­leika stjórn­mála­leið­toga.

Flestir aðspurðra töldu að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður VG, væri í tengslum við almenn­ing, eða 34 pró­sent. 32 pró­sent telja Birgittu Jóns­dótt­ur, kaftein Pírata, í tengslum við almenn­ing og 29 pró­sent telja borg­ar­stjór­ann Dag B. Egg­erts­son vera í tengsl­um. 25 pró­sent telja for­set­ann Ólaf Ragnar Gríms­son vera í tengslum við almenn­ing í land­inu. Tutt­ugu pró­sent segja Guð­mund Stein­gríms­son, for­mann Bjartrar fram­tíð­ar, tengj­ast almenn­ingi og 11 pró­sent Árna Pál Árna­son, for­mann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Bjarni og Sig­mundur reka lest­ina.

MMR spurði 1060 ein­stak­linga 18 ára og eldri dag­ana 30. mars til 8. apríl síð­ast­lið­inn. Hafa ber í huga við kann­anir af þess­ari stærð að vik­mörk geta verið allt að 3,1 pró­sent, sem þýðir að raun­veru­legt fylgi er lík­lega á bil­inu 3,1 hærra eða lægra en könn­unin gefur til kynna.

Auglýsing

Einn af hverjum tíu telja for­ystu­menn rík­is­stjórnar heið­ar­legaAð­eins 9 pró­sent aðspurðra telja Sig­mund Davíð vera heið­ar­legan, og 10 pró­sent telja Bjarna heið­ar­leg­an. Þá segja 8 pró­sent að Bjarni standi vörð um hags­muni almenn­ings, og 11 pró­sent telja að Sig­mundur Davíð geri það. Fimm pró­sent telja að Sig­mundur virði skoð­anir ann­arra og 8 pró­sent telja að það geri Bjarni.

Helm­ingur aðspurðra sagði að Sig­mundur Davíð væri ekki gæddur neinum þeim per­sónu­eig­in­leikum sem spurt var um. 40 pró­sent sögðu það sama um Bjarna.

Einum af hverjum fimm þykir Bjarni Bene­dikts­son vera gæddur per­sónu­töfr­um, en 5 pró­sent segja það sama um Sig­mund Dav­íð. Sig­mundur mælist hærri en Bjarni þegar kemur að því hvort fólk telji þá standa við eigin sann­fær­ingu - 21 pró­sent telja það gilda um Sig­mund og 19 pró­sent um Bjarna.

18 pró­sent telja Bjarna vera sterkan og 11 pró­sent Sig­mund. Þá telja 13 pró­sent að Bjarni sé fæddur leið­togi en fimm pró­sent telja að for­sæt­is­ráð­herr­ann sé fæddur leið­togi. 27 pró­sent sögðu Bjarna vera ákveð­inn, 15 pró­sent telja hann vinna vel undir álagi og 16 pró­sent segja hann skila árangri. Rétt rúm­lega fimmt­ungur (22%) segja Sig­mund vera ákveð­inn, átta pró­sent að hann vinni vel undir álagi og 15 pró­sent telja hann skila árangri.

Katrín og Ólafur Ragnar alltaf á toppnumFlestir telja sem fyrr segir að Katrín Jak­obs­dóttir sé í tengslum við almenn­ing. Hún er líka efst á blaði þegar spurt er um heið­ar­leika, en tæp­lega helm­ingur (47%) telja hana heið­ar­lega og standa við eigin sann­fær­ingu (48%). 36 pró­sent segja hana gædda per­sónu­töfr­um, 42 pró­sent segja hana ákveðna og 31 pró­sent telja að hún virði skoð­anir ann­arra. Þá telur rúmur þriðj­ungur (35%) að hún standi vörð um hags­muni almenn­ings. Í öllum þessum flokkum er hún efst á blaði. Í öðrum flokkum var hún í öðru sæti, en í þeim flokkum var það Ólafur Ragnar Gríms­son sem var á toppn­um.

23 pró­sent telja að Ólafur Ragnar skili árangri í störfum sínum og sama hlut­fall segir hann vinna vel undir álagi. 30 pró­sentum þykir hann vera fæddur leið­togi og 33 pró­sent segja hann sterk­an.

Dagur kemur mun betur út en Árni PállDagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri og sam­fylk­ing­ar­maður er nú mældur í fyrsta sinn. Hann kemur mun betur út úr þessum mæl­ingum en for­maður flokks­ins, Árni Páll Árna­son. Þriðj­ungur aðspurðra (34%) telja Dag gæddan per­sónu­töfrum en 17 pró­sent segja það sama um Árna Pál. 22 pró­sent telja Dag heið­ar­legan en 16 pró­sent Árna. 28 pró­sent telja Dag standa við sann­fær­ingu sína en 19 pró­sent Árna Pál. Fimmt­ungur (21%) telur Dag vera sterkan en í þeirri mæl­ingu rekur Árni Páll lest­ina af öll­um, með 9 pró­sent.

29 pró­sent telja Dag vera í tengslum við almenn­ing á meðan ell­efu pró­sent segja það sama um Árna Pál. Dagur er fæddur leið­togi að mati 14 pró­senta aðspurðra á meðan aðeins þrjú pró­sent segja það sama um Árna Pál. Tæp­lega 20 pró­sent (18%) segja borg­ar­stjór­ann vinna vel undir álagi og vera ákveð­inn á meðan sömu eig­in­leikar hjá for­mann­inum mæl­ast í 9 og 13 pró­sent­um.

Hér að neðan má sjá nið­ur­stöður könn­unar MMR - en hún er einnig í frétta­til­kynn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins sem sjá má hér.

stjórnmál könnun

2

stjórnmál

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None