Fimm prósent telja Sigmund og Bjarna í tengslum við almenning

forsíðumynd-á-kröfuhafastöff.jpg
Auglýsing

Fimm pró­sent aðspurðra telja að for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son og Bjarni Bene­dikts­son, séu í tengslum við almenn­ing. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR, sem spurði fólk um ýmsa per­sónu­eig­in­leika stjórn­mála­leið­toga.

Flestir aðspurðra töldu að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður VG, væri í tengslum við almenn­ing, eða 34 pró­sent. 32 pró­sent telja Birgittu Jóns­dótt­ur, kaftein Pírata, í tengslum við almenn­ing og 29 pró­sent telja borg­ar­stjór­ann Dag B. Egg­erts­son vera í tengsl­um. 25 pró­sent telja for­set­ann Ólaf Ragnar Gríms­son vera í tengslum við almenn­ing í land­inu. Tutt­ugu pró­sent segja Guð­mund Stein­gríms­son, for­mann Bjartrar fram­tíð­ar, tengj­ast almenn­ingi og 11 pró­sent Árna Pál Árna­son, for­mann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Bjarni og Sig­mundur reka lest­ina.

MMR spurði 1060 ein­stak­linga 18 ára og eldri dag­ana 30. mars til 8. apríl síð­ast­lið­inn. Hafa ber í huga við kann­anir af þess­ari stærð að vik­mörk geta verið allt að 3,1 pró­sent, sem þýðir að raun­veru­legt fylgi er lík­lega á bil­inu 3,1 hærra eða lægra en könn­unin gefur til kynna.

Auglýsing

Einn af hverjum tíu telja for­ystu­menn rík­is­stjórnar heið­ar­legaAð­eins 9 pró­sent aðspurðra telja Sig­mund Davíð vera heið­ar­legan, og 10 pró­sent telja Bjarna heið­ar­leg­an. Þá segja 8 pró­sent að Bjarni standi vörð um hags­muni almenn­ings, og 11 pró­sent telja að Sig­mundur Davíð geri það. Fimm pró­sent telja að Sig­mundur virði skoð­anir ann­arra og 8 pró­sent telja að það geri Bjarni.

Helm­ingur aðspurðra sagði að Sig­mundur Davíð væri ekki gæddur neinum þeim per­sónu­eig­in­leikum sem spurt var um. 40 pró­sent sögðu það sama um Bjarna.

Einum af hverjum fimm þykir Bjarni Bene­dikts­son vera gæddur per­sónu­töfr­um, en 5 pró­sent segja það sama um Sig­mund Dav­íð. Sig­mundur mælist hærri en Bjarni þegar kemur að því hvort fólk telji þá standa við eigin sann­fær­ingu - 21 pró­sent telja það gilda um Sig­mund og 19 pró­sent um Bjarna.

18 pró­sent telja Bjarna vera sterkan og 11 pró­sent Sig­mund. Þá telja 13 pró­sent að Bjarni sé fæddur leið­togi en fimm pró­sent telja að for­sæt­is­ráð­herr­ann sé fæddur leið­togi. 27 pró­sent sögðu Bjarna vera ákveð­inn, 15 pró­sent telja hann vinna vel undir álagi og 16 pró­sent segja hann skila árangri. Rétt rúm­lega fimmt­ungur (22%) segja Sig­mund vera ákveð­inn, átta pró­sent að hann vinni vel undir álagi og 15 pró­sent telja hann skila árangri.

Katrín og Ólafur Ragnar alltaf á toppnumFlestir telja sem fyrr segir að Katrín Jak­obs­dóttir sé í tengslum við almenn­ing. Hún er líka efst á blaði þegar spurt er um heið­ar­leika, en tæp­lega helm­ingur (47%) telja hana heið­ar­lega og standa við eigin sann­fær­ingu (48%). 36 pró­sent segja hana gædda per­sónu­töfr­um, 42 pró­sent segja hana ákveðna og 31 pró­sent telja að hún virði skoð­anir ann­arra. Þá telur rúmur þriðj­ungur (35%) að hún standi vörð um hags­muni almenn­ings. Í öllum þessum flokkum er hún efst á blaði. Í öðrum flokkum var hún í öðru sæti, en í þeim flokkum var það Ólafur Ragnar Gríms­son sem var á toppn­um.

23 pró­sent telja að Ólafur Ragnar skili árangri í störfum sínum og sama hlut­fall segir hann vinna vel undir álagi. 30 pró­sentum þykir hann vera fæddur leið­togi og 33 pró­sent segja hann sterk­an.

Dagur kemur mun betur út en Árni PállDagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri og sam­fylk­ing­ar­maður er nú mældur í fyrsta sinn. Hann kemur mun betur út úr þessum mæl­ingum en for­maður flokks­ins, Árni Páll Árna­son. Þriðj­ungur aðspurðra (34%) telja Dag gæddan per­sónu­töfrum en 17 pró­sent segja það sama um Árna Pál. 22 pró­sent telja Dag heið­ar­legan en 16 pró­sent Árna. 28 pró­sent telja Dag standa við sann­fær­ingu sína en 19 pró­sent Árna Pál. Fimmt­ungur (21%) telur Dag vera sterkan en í þeirri mæl­ingu rekur Árni Páll lest­ina af öll­um, með 9 pró­sent.

29 pró­sent telja Dag vera í tengslum við almenn­ing á meðan ell­efu pró­sent segja það sama um Árna Pál. Dagur er fæddur leið­togi að mati 14 pró­senta aðspurðra á meðan aðeins þrjú pró­sent segja það sama um Árna Pál. Tæp­lega 20 pró­sent (18%) segja borg­ar­stjór­ann vinna vel undir álagi og vera ákveð­inn á meðan sömu eig­in­leikar hjá for­mann­inum mæl­ast í 9 og 13 pró­sent­um.

Hér að neðan má sjá nið­ur­stöður könn­unar MMR - en hún er einnig í frétta­til­kynn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins sem sjá má hér.

stjórnmál könnun

2

stjórnmál

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None