Fimm prósent telja Sigmund og Bjarna í tengslum við almenning

forsíðumynd-á-kröfuhafastöff.jpg
Auglýsing

Fimm pró­sent aðspurðra telja að for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son og Bjarni Bene­dikts­son, séu í tengslum við almenn­ing. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR, sem spurði fólk um ýmsa per­sónu­eig­in­leika stjórn­mála­leið­toga.

Flestir aðspurðra töldu að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður VG, væri í tengslum við almenn­ing, eða 34 pró­sent. 32 pró­sent telja Birgittu Jóns­dótt­ur, kaftein Pírata, í tengslum við almenn­ing og 29 pró­sent telja borg­ar­stjór­ann Dag B. Egg­erts­son vera í tengsl­um. 25 pró­sent telja for­set­ann Ólaf Ragnar Gríms­son vera í tengslum við almenn­ing í land­inu. Tutt­ugu pró­sent segja Guð­mund Stein­gríms­son, for­mann Bjartrar fram­tíð­ar, tengj­ast almenn­ingi og 11 pró­sent Árna Pál Árna­son, for­mann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Bjarni og Sig­mundur reka lest­ina.

MMR spurði 1060 ein­stak­linga 18 ára og eldri dag­ana 30. mars til 8. apríl síð­ast­lið­inn. Hafa ber í huga við kann­anir af þess­ari stærð að vik­mörk geta verið allt að 3,1 pró­sent, sem þýðir að raun­veru­legt fylgi er lík­lega á bil­inu 3,1 hærra eða lægra en könn­unin gefur til kynna.

Auglýsing

Einn af hverjum tíu telja for­ystu­menn rík­is­stjórnar heið­ar­legaAð­eins 9 pró­sent aðspurðra telja Sig­mund Davíð vera heið­ar­legan, og 10 pró­sent telja Bjarna heið­ar­leg­an. Þá segja 8 pró­sent að Bjarni standi vörð um hags­muni almenn­ings, og 11 pró­sent telja að Sig­mundur Davíð geri það. Fimm pró­sent telja að Sig­mundur virði skoð­anir ann­arra og 8 pró­sent telja að það geri Bjarni.

Helm­ingur aðspurðra sagði að Sig­mundur Davíð væri ekki gæddur neinum þeim per­sónu­eig­in­leikum sem spurt var um. 40 pró­sent sögðu það sama um Bjarna.

Einum af hverjum fimm þykir Bjarni Bene­dikts­son vera gæddur per­sónu­töfr­um, en 5 pró­sent segja það sama um Sig­mund Dav­íð. Sig­mundur mælist hærri en Bjarni þegar kemur að því hvort fólk telji þá standa við eigin sann­fær­ingu - 21 pró­sent telja það gilda um Sig­mund og 19 pró­sent um Bjarna.

18 pró­sent telja Bjarna vera sterkan og 11 pró­sent Sig­mund. Þá telja 13 pró­sent að Bjarni sé fæddur leið­togi en fimm pró­sent telja að for­sæt­is­ráð­herr­ann sé fæddur leið­togi. 27 pró­sent sögðu Bjarna vera ákveð­inn, 15 pró­sent telja hann vinna vel undir álagi og 16 pró­sent segja hann skila árangri. Rétt rúm­lega fimmt­ungur (22%) segja Sig­mund vera ákveð­inn, átta pró­sent að hann vinni vel undir álagi og 15 pró­sent telja hann skila árangri.

Katrín og Ólafur Ragnar alltaf á toppnumFlestir telja sem fyrr segir að Katrín Jak­obs­dóttir sé í tengslum við almenn­ing. Hún er líka efst á blaði þegar spurt er um heið­ar­leika, en tæp­lega helm­ingur (47%) telja hana heið­ar­lega og standa við eigin sann­fær­ingu (48%). 36 pró­sent segja hana gædda per­sónu­töfr­um, 42 pró­sent segja hana ákveðna og 31 pró­sent telja að hún virði skoð­anir ann­arra. Þá telur rúmur þriðj­ungur (35%) að hún standi vörð um hags­muni almenn­ings. Í öllum þessum flokkum er hún efst á blaði. Í öðrum flokkum var hún í öðru sæti, en í þeim flokkum var það Ólafur Ragnar Gríms­son sem var á toppn­um.

23 pró­sent telja að Ólafur Ragnar skili árangri í störfum sínum og sama hlut­fall segir hann vinna vel undir álagi. 30 pró­sentum þykir hann vera fæddur leið­togi og 33 pró­sent segja hann sterk­an.

Dagur kemur mun betur út en Árni PállDagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri og sam­fylk­ing­ar­maður er nú mældur í fyrsta sinn. Hann kemur mun betur út úr þessum mæl­ingum en for­maður flokks­ins, Árni Páll Árna­son. Þriðj­ungur aðspurðra (34%) telja Dag gæddan per­sónu­töfrum en 17 pró­sent segja það sama um Árna Pál. 22 pró­sent telja Dag heið­ar­legan en 16 pró­sent Árna. 28 pró­sent telja Dag standa við sann­fær­ingu sína en 19 pró­sent Árna Pál. Fimmt­ungur (21%) telur Dag vera sterkan en í þeirri mæl­ingu rekur Árni Páll lest­ina af öll­um, með 9 pró­sent.

29 pró­sent telja Dag vera í tengslum við almenn­ing á meðan ell­efu pró­sent segja það sama um Árna Pál. Dagur er fæddur leið­togi að mati 14 pró­senta aðspurðra á meðan aðeins þrjú pró­sent segja það sama um Árna Pál. Tæp­lega 20 pró­sent (18%) segja borg­ar­stjór­ann vinna vel undir álagi og vera ákveð­inn á meðan sömu eig­in­leikar hjá for­mann­inum mæl­ast í 9 og 13 pró­sent­um.

Hér að neðan má sjá nið­ur­stöður könn­unar MMR - en hún er einnig í frétta­til­kynn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins sem sjá má hér.

stjórnmál könnun

2

stjórnmál

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan þingflokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Vilja auka aðhaldshlutverk loftslagsráðs
Níu þingmennirnir leggja til að aðhald með aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum verði aukið. Lagt er til að aðgerðaáætlunin verði endurskoðuð á tveggja ára fresti í stað fjögurra og að aðhaldshlutverk loftlagsráðs verði aukið.
Kjarninn 13. desember 2019
Greiðslurnar sem um ræðir fóru meðal annars til Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Namib­íu.
Samherji segist ekki hafa vitað um ákveðnar mútugreiðslur
Forsvarsmenn Samherja hafa afhent Fréttablaðinu valda tölvupósta sem fyrirtækið telur að sýni að það hafi ekki vitað um ákveðnar mútugreiðslur í Namibíu. Um er að ræða tvö prósent af þeim mútum sem ákært hefur verið fyrir þar í landi.
Kjarninn 13. desember 2019
Unnið að sameiningu DV og Fréttablaðsins
Stór sameining er í vændum á fjölmiðlamarkaði. Búist er við niðurstöðu á morgun, föstudag. Yrði eina fjölmiðlasamsteypa landsins sem miðlar efni í gegnum sjónvarp, prent- og netmiðla.
Kjarninn 12. desember 2019
Íhaldsflokkur Boris Johnson í lykilstöðu samkvæmt útgönguspá
Brexit er líklegt til að verða að veruleika strax í janúar, gangi útgönguspár eftir í Bretlandi, en kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Kjarninn 12. desember 2019
Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“
Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.
Kjarninn 12. desember 2019
Árni Stefán Árnason
Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda
Kjarninn 12. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
Kjarninn 12. desember 2019
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None