Alþjóðleg fjármálalæsisvika var sett í dag, mánudag, í annað sinn á Íslandi. Hátíðin er haldin í yfir eitt hundrað löndum en markmið vikunnar er að vekja ungt fólk til umhugsunar um fjármál sín, og gefa þeim tól og tæki til að móta eigin framtíð. Í tilefni af hátíðinni verður fjölbreytt dagskrá, allt frá kennslu í grunnskólum, til örráðstefnu og opins húss í Seðlabankanum. Það var Máni Mar Steinbjörnsson, fjármálaunglingurinn úr þáttunum Ferð til fjár, sem setti vikuna formlega þegar hann hringdi Kauphallarbjöllunni ásamt foreldrum sínum.
Í tilkynningu frá Stofnun um fjármálalæsi, sem stendur að vikunni á Íslandi í samstarfi við fleiri fyrirtæki og stofnanir, er sérstaklega bent á svokallaða Pop-up ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 11. mars. Þar verða haldin stutt og hnitmiðuð erindi, öll innan við fimm mínútur að lengd, og gefst áhorfendum tækifæri til að spyrja fyrirlesara um efnið að flutningi loknum. Dagskrá ráðstefnunnar, sem hefst klukkan 12:00 og verður einnig streymt á vef RÚV, er eftirfarandi:
„Fjármálalæsi og háskólamenntun“ - Ari Kristinsson, rektor Háskólans í Reykjavík
„Er Lottó góð fjárfesting?“ - Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins
„Fjármálavit“ - Kristín Lúðvíksdóttir verkefnisstjóri hjá Samtökum fjármálafyrirtækja
„Greiðsluvandi – Hvað geri ég?“- Svanborg Sigmarsdóttir upplýsingafulltrúi Umboðsmanns skuldara
„Ungir fjárfestar – tilgangur og starfsemi félagsins“ - Ungir fjárfestar: Alexander Jensen Hjálmarsson
„Virði peninga, verðlag og verðtrygging“ - Lúðvík Elíasson sérfæðingur hjá Seðlabanka Íslands
„Fjárfesting í fræðslu“- Baldur Thorlacius, forstöðumaður eftirlitssviðs Kauphallarinnar
„Tæknin og fjármálin?“- Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga
„Gagnsæi markaðarins“ - nánari upplýsingar síðar
„Fjármálalæsi“ - Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Á Íslandi er það Stofnun um fjármálalæsi sem stendur að vikunni ásamt Fjármálaeftirlitinu, Fjármálaráðuneytinu, Kauphöllinnni, Meniga, Seðlabanka Íslands, Umboðsmanni skuldara, Viðskiptaráði, Arion banka, Neytendastofu, Ungum fjárfestum, Samtökum fjármálafyrirtækja og RÚV.is.
Alþjóðlega fjármálalæsisvikan er haldin að frumkvæði samtakanna Child and Youth Finance International og er þetta í fjórða sinn sem hún er haldin á alþjóðavísu, en í annað sinn á Íslandi. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðunni fml.is, á Fésbókarsíðunni Fjármálavika og á erlendu vefsíðunni globalmoneyweek.org.
Hér má sjá dagskrá vikunnar:
Mánudagur 9. mars
9:30 Máni Mar Steinbjörnsson fjármála-unglingur hringir inn vikuna í Kauphöllinni
13:00 Fjármálavit fyrir nemendur Valhúsaskóla.
Þriðjudagur 10. mars
Seðlabankinn
13:00 Fjármálavit fyrir nemendur Valhúsaskóla
13.30 til 15.30 Leiðsögn um myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns, Kalkofnsvegi 1 (við Arnarhól). Símanúmer Seðlabankans er 569 9600.
Miðvikudagur 11. mars
12:10 13:10 ÖRRÁÐSTEFNA Í HÁSKÓLANUM Í REYKJAVÍK. AÐGANGUR ÖLLUM OPINN
12:45 Fjármálavit fyrir nemendur Árbæjarskóla.
13.30 til 15.30 Leiðsögn um myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns, Kalkofnsvegi 1 (við Arnarhól).
Fimmtudagur 12. mars
12:50 Fjármálavit fyrir nemendur Hagaskóla.
13.30 til 15.30 Leiðsögn um myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns, Kalkofnsvegi 1 (við Arnarhól).
Föstudagur 13. mars
9:50 Fjármálavit fyrir nemendur Áslandsskóla.