Um fjögur hundruð flóttamönnum var bjargað þegar bát hvolfdi undan ströndum Líbíu í gær. Talið er að um sex hundruð manns hafi verið í bátnum og óttast er að þeim sem ekki var bjargað í aðgerðum björgunarmanna í gær hafi drukknað. Ítalska landhelgisgæslan hefur fundið um 25 lík í vatninu en ekki er vitað hversu margra er saknað, að því er fram kemur í frétt BBC.
Fólkið var á leið yfir Miðjarðarhafið til Evrópu, líkt og tugþúsundir annarra flóttamanna hafa reynt á þessu ári. Talið er að yfir tvö þúsund manns hafi drukknað á leið sinni yfir Miðjarðarhafið á þessu ári.
Sjö skip og þyrlur tóku þátt í björgunaraðgerðum í gær. Fram kemur í umfjöllun BBC að skip írska sjóhersins var fyrst á vettvang eftir að neyðarkall barst.
Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir voru á bátnum í gær. Haft er eftir starfsmanni Sameinuðu þjóðanna að líklega hafi um hundrað manns verið í klefum bátsins þegar hann hvolfdi.
Björgunarbátur hjálparsamtakanna MSF, sem starfa við Miðjarðarhafið, var með þeim fyrstu á vettvang og sagði einn björgunarmanna MSF að aðkoman hafi verið hræðileg.
"People were clinging to life rafts, fighting for their lives" #MSF's Juan Matias from the #Dignity1 pic.twitter.com/VYItrsEDDa
— MSF Sea (@MSF_Sea) August 5, 2015
Yesterday is heavy on our minds but the boats will not stop..The #Phoenix, #Dignity1 and #Argos are all searching for boats in distress. — MSF Sea (@MSF_Sea) August 6, 2015