Fjögurra prósenta sektarheimild Fjarskiptastofu verði felld á brott og frestað

Þingnefnd leggur til að ný sektarheimild Fjarskiptastofu, sem stærstu fjarskiptafyrirtæki landsins og hagsmunasamtök hafa gagnrýnt harðlega, verði felld á brott úr frumvarpi sem liggur fyrir þinginu og ákvörðun um hana frestað þar til síðar.

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins (t.h.) er formaður umhverfis- og samgöngunefndar.
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins (t.h.) er formaður umhverfis- og samgöngunefndar.
Auglýsing

Meiri­hluti umhverf­is- og sam­göngu­nefndar Alþingis leggur til að því verði frestað að setja inn í lög ákvæði þess efnis að Fjar­skipta­stofa fái heim­ild til að leggja stjórn­valds­sekt á fyr­ir­tæki sem nemi allt að 4 pró­sentum af heild­ar­veltu þeirra, ef stofn­unin telur þau ekki hafa afhent „rétt­­ar, full­nægj­andi og upp­­­færðar upp­­lýs­ing­­ar“ um m.a. eig­end­­ur, stjórn­­­ar­­menn, fram­­kvæmda­­stjóra og eft­ir­lits- og stjórn­­­kerfi innan fjar­­skipta­­fyr­ir­tæk­­is.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nefnd­ar­á­liti meiri­hlut­ans um stjórn­ar­frum­varp um breyt­ingu á lögum um fjar­skipti, lögum um Fjar­skipta­stofu og lögum um fjár­fest­ingu erlendra aðila í atvinnu­rekstri. Meiri­hlut­inn leggur til að umrætt sekt­ar­á­kvæði „komi til frek­ari skoð­unar við und­ir­bún­ing fram­lagn­ingar eða þing­lega með­ferð frum­varps til heild­ar­laga um fjar­skipt­i,“ sem til stendur að ráð­ast í.

Stærstu fjar­skipta­fyr­ir­tæki lands­ins, Sím­inn, Sýn og Nova, höfðu gagn­rýnt þessa nýju fyr­ir­hug­uðu sekt­ar­heim­ild nokkuð harð­lega í umsögnum sínum um mál­ið, eins og Kjarn­inn sagði frá í des­em­ber. Sam­tök atvinnu­lífs­ins, Við­skipta­ráð og Sam­tök iðn­að­ar­ins lögð­ust einnig gegn sekt­ar­heim­ild­inni í sam­eig­in­legri umsögn sinni um málið og sögðu hags­muna­sam­tökin þrjú að órök­stutt væri af hverju miðað væri við allt að 4 pró­sent af heild­ar­veltu, auk þess sem orða­lag sekt­ar­á­kvæð­is­ins væri óskýrt.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið jákvætt

Sekt­ar­heim­ildin í því formi sem hún var lögð til var hins vegar það sem Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu þótti einna jákvæð­ast við frum­varp­ið. Benti stofn­unin á það í umsögn sinni að sekt­ar­heim­ildir hefðu hingað til hámarkast af 10 milljón króna stjórn­valds­sektum í garð brot­legra fyr­ir­tækja, eftir því sem eft­ir­litið kæm­ist næst. Sam­keppn­is­eft­ir­litið var hlynnt því að sektir myndu taka mið af efna­hags­legum styrk­leika fyr­ir­tækja.

Auglýsing

„Sekt­ar­heim­ildir eft­ir­lits­stjórn­valda sem hlut­fall af veltu þess fyr­ir­tækis er ger­ist brot­legt við við­kom­andi lög og regl­ur, eru til þess fallnar að hafa almenn og sér­tæk varn­að­ar­á­hrif á við­kom­andi mark­aði og auka þar með hlít­ingu fyr­ir­tækja vegna við­kom­andi reglna sem lög­gjaf­inn hefur ákveð­ið. Með sam­bæri­legum hætti eru sekt­ar­heim­ildir með til­tölu­lega lágu hámarks­þaki, eins og í til­viki Fjar­skipta­stofu, ekki til þess fallnar að hafa slík áhrif,“ sagði í umsögn Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

Nefndin bendir á að dag­sekt­ar­heim­ild sé til staðar

Í nefnd­ar­á­liti meiri­hlut­ans segir að á fundum nefnd­ar­innar hafi komið fram „mikil gagn­rýni á orða­lag og efni ákvæð­is­ins“ og að bent hafi verið á að í grein­ar­gerð með frum­varp­inu væri fjár­hæð stjórn­valds­sekta „hvergi rök­studd en ljóst væri að fjár­hæð sekt­anna sem hlut­fall af heild­ar­veltu síð­asta rekstr­ar­árs gæti verið óhóf­lega há.“

Þá rekur meiri­hluti nefnd­ar­innar að fram hafi komið hjá þeim sem komu á fundi nefnd­ar­innar að stjórn­valds­sektir væru „refsi­kennd við­ur­lög“ og því yrði að „gera ríkar kröfur um skýr­leika slíkra ákvæða en ljóst væri að það hvenær upp­lýs­ingar væru full­nægj­andi eða réttar væri háð mati hverju sinn­i.“

Nefndin segir að einnig hafi verið bent á það af fund­ar­gestum að stjórn­valds­sektir væru ekki hefð­bundin eft­ir­litsúr­ræði og eðli­legra væri að „leggja á dag­sektir til að knýja á um þær upp­lýs­ingar sem óskað er eftir fremur en stjórn­valds­sekt­ir“. Nefndin bendir síðan á að heim­ild til álagn­ingar dag­sekta sé þegar til staðar í lögum um Fjar­skipta­stofu, sem sam­þykkt voru á þingi í fyrra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðast þyrfti í nauðsynlegar styrkingar vega vegna þungaflutninganna til og frá Mýrdalssandi.
Vikurnám á Mýrdalssandi myndi hafa „verulegan kostnað fyrir samfélagið“
Fullhlaðinn sex öxla vörubíll slítur burðarlagi á við 20-30 þúsund fólksbíla, bendir Umhverfisstofnun á varðandi áformaða vikurflutninga frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar. Ráðast þyrfti í mikla uppbyggingu vegakerfis vegna flutninganna.
Kjarninn 6. október 2022
Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus í stjórnmálafræði.
„Íslendingar eiga langt í land“ með jöfnuð atkvæðavægis eftir búsetu
Frumvarp sem formaður Viðreisnar mælti fyrir á þingi í september myndi eyða misvægi atkvæða milli bæði flokka og kjördæma, eins og kostur er. Ólafur Þ. Harðarson telur að þingið ætti að samþykkja breytingarnar.
Kjarninn 6. október 2022
Fóru inn í tölvupósta Sólveigar Önnu og Viðars
Þá starfandi formaður Eflingar hafði aðgang að tölvupósthólfum fyrirrennara síns, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, og fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, Viðars Þorsteinssonar, frá því í janúar á þessu ári og fram í apríl.
Kjarninn 6. október 2022
Hallarekstur SÁÁ stefnir í 450 milljónir
Færri innlagnir, færri meðferðir við ópíóðafíkn og sumarlokanir verður staðan hjá SÁÁ á næsta ári miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Samtökin áætla að rekstrargrunnur samtakanna verði vanfjármagnaður um 450 milljónir króna á næsta ári.
Kjarninn 6. október 2022
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent