Stærstu fjarskiptafyrirtækin afar óhress með nýtt frumvarp um fjarskiptainnviði

Stærstu einkareknu fjarskiptafyrirtæki landsins hafa sett fram nokkuð hvassa gagnrýni á stjórnarfrumvarp sem snertir m.a. á erlendri fjárfestingu í fjarskiptainnviðum. Síminn segir að ráðherra fái alltof víðtækar heimildir ef frumvarpið verði að lögum.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mælti fyrir frumvarpinu á þingi 13. desember og virðist ætlan stjórnvalda að láta það verða að lögum sem allra fyrst.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mælti fyrir frumvarpinu á þingi 13. desember og virðist ætlan stjórnvalda að láta það verða að lögum sem allra fyrst.
Auglýsing

Stærstu einka­reknu fjar­skipta­fyr­ir­tæki lands­ins sam­ein­ast í nokkuð hvassri gagn­rýni á nýtt stjórn­ar­frum­varp, sem myndi leiða til breyt­inga á fjar­skipta­lög­um, lögum um Fjar­skipta­stofu og lögum um fjár­fest­ingu erlendra aðila í atvinnu­rekstri. Þetta má lesa í umsögnum þeirra um mál­ið, sem sendar voru til Alþingis fyrir helgi.

Frum­varpið, sem Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttur við­skipta-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra leggur fram, er sagt lagt til vegna end­ur­mats stjórn­valda á áætl­unum og við­bún­aði í kjöl­far orð­inna og mögu­legra breyt­inga á eign­ar­haldi fjar­skipta­inn­viða, eins og sölu Sím­ans á Mílu til franska fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Ardi­an.

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu segir að það sé „frum­skylda rík­is­valds­ins“ að gera við­eig­andi ráð­staf­anir til að tryggja öryggi og áreið­an­leika fjar­skipta á land­inu með til­liti til þjóðar­ör­yggis og almanna­hags­muna. Með frum­varp­inu er lagt til að „ít­ar­legri kröfur verði gerðar til fjar­skipta­fyr­ir­tækja um áhættu­stýr­ingu og við­bún­að, ekki síst að því er útvistun rekstr­ar­þátta út fyrir íslenska lög­sögu varð­ar“.

Sekt sem geti orðið 4 pró­sent af veltu

Á meðal þess sem finna má í frum­varp­inu er heim­ild fyrir Fjar­skipta­stofu til þess að leggja á stjórn­valds­sekt­ir, sem geta numið allt að 4 pró­sentum af heild­ar­veltu fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is, ef Fjar­skipta­stofa telur að fjar­skipta­fyr­ir­tæki hafi ekki afhent „rétt­ar, full­nægj­andi og upp­færðar upp­lýs­ing­ar“ um m.a. eig­end­ur, stjórn­ar­menn, fram­kvæmda­stjóra og eft­ir­lits- og stjórn­kerfi innan fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is.

Í umsögn Sím­ans segir að þetta ákvæði og til­gangur þess sé „með öllu óskilj­an­leg­ur“ og að það feli í sér að Fjar­skipta­stofu sé veitt ótak­markað vald til að kalla eftir „per­sónu­legum upp­lýs­ingum um ein­stak­linga sem hafa enga þýð­ing­u“, jafn­vel upp­lýs­ingum sem fyr­ir­tæki „eigi engan rétt til þess að fá“ frá eigin starfs­mönn­um. Sýn seg­ist gera við þetta „veru­legar athuga­semd­ir“ og Nova mót­mælir þessum fyr­ir­ætl­unum og kallar ákvæðið „mats­kennt“.

Ráð­herra geti stöðvað eða aft­ur­kallað erlenda fjár­fest­ingu

Í frum­varp­inu má einnig finna ákvæði um að ráð­herra geti bundið erlenda fjár­fest­ingu skil­yrðum „í því skyni að koma í veg fyrir að hún geti ógnað öryggi lands­ins“ eða gengið gegn alls­herj­ar­reglu og almanna­ör­yggi. Ef brotið sé gegn þessum skil­yrðum sem ráð­herra setji, verði ráð­herra svo „heim­ilt að taka ákvörðun um að hlut­að­eig­andi erlendi fjár­fest­ing skuli ganga til baka að við­lögðum dag­sekt­um, eftir að hafa skorað á hlut­að­eig­andi að bæta úr brot­i.“

Dag­sekt­unum skal sam­kvæmt frum­varp­inu fylgja lög­veð í rétt­indum erlenda fjár­fest­is­ins í því fyr­ir­tæki sem fjár­fest­ingin varða og ráð­herra gæti enn frem­ur, sam­kvæmt frum­varp­inu, lýst atkvæð­is­rétt fjár­festis í við­kom­andi fyr­ir­tæki óvirkan – auk þess sem ráð­herra gæti „kra­f­ist inn­lausnar á eignum og rétt­indum fjár­festis í við­kom­andi atvinnu­fyr­ir­tæki“.

Auglýsing

Í frum­varp­inu segir að lög­unum sé ætla að gilda aftur í tím­ann, um „er­lendar fjár­fest­ingar sem áttu sér stað fyrir gild­is­töku þeirra ef frestur ráð­herra til að stöðva þær“ á grund­velli ákvæða laga um fjár­fest­ingu erlendra aðila í atvinnu­rekstri hafi ekki verið útrunn­inn við birt­ingu lag­anna í Stjórn­ar­tíð­ind­um. Í lög­unum sem vísað er til talað um að ráð­herra skuli kunn­gjöra ákvörðun sína um stöðvun fjár­fest­ingar „innan átta vikna frá því að honum berst vit­neskja um hlut­að­eig­andi fjár­fest­ing­u“.

Bæði Sýn og Nova hafa lokið sölu á óvirkum fjar­skipta­innviðum til erlendra aðila að und­an­förnu og segja í umsögnum sínum um málið að tíma­frestir hins opin­bera til að grípa til íhlut­unar séu liðn­ir. Sýn telur þó þörf á að árétta það í umsögn sinni að þessi grein lag­anna muni ekki ná til sölu óvirkra fjar­skipta­inn­viða félags­ins og hið sama gerir Nova, en í umsögn félags­ins segir að salan á óvirkum fjar­skipta­innviðum félags­ins geti „ekki talist gefa til­efni til þeirra breyt­inga sem lagðar eru til í frum­varp­in­u“.

„Fjar­stæðu­kennt“ segir Sím­inn

Sím­inn, sem hefur skrifað undir sam­komu­lag um sölu á dótt­ur­fé­lagi sínu Mílu til franska sjóðs­ins Ardian fyrir 78 millj­arða íslenskra króna, segir að með þessu ákvæði í lög­unum sé verið að fela ráð­herra „mikið og opið vald“ um það hvenær hægt sé að binda erlenda fjár­fest­ingu skil­yrð­um. „Ráð­herra getur lagt til hvaða skil­yrði sem er,“ segir í umsögn Sím­ans.

Þar segir enn fremur að með sam­þykkt frum­varps­ins myndi ráð­herra fá „óheft vald“ hvað þetta varðar og „fullt vald til að svipta við­kom­andi aðila eign­ar­rétt­indi út í hið óend­an­lega og raun­ver­lega án til­lits til þess hvort meint brot gegn óskil­greindum skil­yrðum hafi ein­hverja þýð­ing­u“. Auk þess komi engar bætur fyrir það ef atkvæða­réttur hlut­hafa yrði lýstur óvirk­ur, sem þó sé veru­legt inn­grip í eign­ar­rétt aðila.

„Ráð­herra gæti þannig lýst atkvæð­is­rétt óvirkan en ekki tekið fyr­ir­tækið yfir. Þá er vart hægt að ímynda sér meira inn­grip inn í eign­ar­rétt­inn en að svipta aðila eign sinn­i,“ segir í umsögn Sím­ans, sem telur að með þessu yrði gengið gegn ákvæðum stjórn­ar­skrár.

Orri Hauksson er forstjóri Símans.

Félagið seg­ist sömu­leiðis telja „fjar­stæðu­kennt“ að vera með heim­ild til þess að láta kaup ganga til baka, enda gæti þeirri heim­ild verið „beitt mörgum árum eftir [að] við­skiptin voru fram­kvæmd og við­kom­andi fyr­ir­tæki var selt“ við gjör­ó­líkar aðstæð­ur.

„Þá er ekki síður ásýnd Íslands gagn­vart erlendum fjár­festum vara­söm þar sem vald­heim­ildir virð­ast sem opin tékki til þess að taka yfir fyr­ir­tæki ef þau eru ekki þókn­an­leg ríkj­andi vald­höf­um. Það er ósjaldan sem ríkj­andi vald­hafar nýta sér óljósar heim­ild­ir, byggðar á þjóðar­ör­yggi og almanna­hags­munum , til þess að koma óþægi­legum aðilum frá,“ segir í umsögn Sím­ans.

Sím­inn gagn­rýnir einnig að ekki hafi verið leitað umsagnar hjá víð­ari hópi íslenskra fyr­ir­tækja hvað þessar breyt­ingar varði, enda snerti skil­yrðin um erlenda fjár­fest­ingu öll fyr­ir­tæki lands­ins, þrátt fyrir að verið sé að ráð­ast í laga­breyt­ing­arnar vegna breyt­inga á eign­ar­haldi fjar­skipta­inn­viða.

Á hrað­ferð í gegnum þingið

Afar skammur tími var gef­inn til umsagnar um frum­varp­ið, en það var lagt fram á þingi 10. des­em­ber, tekið til fyrstu umræðu 13. des­em­ber og umsagn­ar­beiðnir sendar út til fyr­ir­tækja sem laga­breyt­ing­arnar snerta í síð­ustu viku. Í umsögn Sýnar segir að tölvu­póstur hafi borist frá nefnd­ar­sviði Alþingi með ósk um umsögn þann 15. des­em­ber og frestur hafi verið gef­inn til 17. des­em­ber.

Sýn segir því að gera þurfi þann fyr­ir­vara við umsögn fyr­ir­tæk­is­ins að ekki hafi gef­ist ráð­rúm til að fara yfir alla anga frum­varps­ins – og að félagið setji í raun spurn­inga­merki við hrað­ann á því að „keyra svo umfangs­mikið frum­varp gegnum þing­lega með­ferð.“

Í umsögn Nova segir sömu­leiðis að tím­inn sem gef­inn hafi verið fyrir félagið til að rýna í frum­varpið og setja fram athuga­semdir hafi verið „alltof skamm­ur“.

Í umræðum um frum­varpið á þingi, sem fram fóru að kvöldi dags þann 13. des­em­ber, kom einnig fram gagn­rýni á þann skamma tíma sem Alþingi var veitt til að fara yfir málið og kall­aði Andrés Ingi Jóns­son þing­maður Pírata hrað­ann á máls­með­ferð­inni „ólíð­andi fram­komu“ rík­is­stjórn­ar­innar við þing­ið.

Sím­inn segir í sinni umsögn um málið að það sé „brýnt að hætta við fyr­ir­hug­aða laga­setn­ingu“ enda sé „engin brýn þörf á henni“ og að það sé „áríð­andi að vinna þau efn­is­at­riði sem eru í frum­varp­inu af meiri yfir­vegun og með mál­efna­legum hætt­i“.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent