Stærstu fjarskiptafyrirtækin afar óhress með nýtt frumvarp um fjarskiptainnviði

Stærstu einkareknu fjarskiptafyrirtæki landsins hafa sett fram nokkuð hvassa gagnrýni á stjórnarfrumvarp sem snertir m.a. á erlendri fjárfestingu í fjarskiptainnviðum. Síminn segir að ráðherra fái alltof víðtækar heimildir ef frumvarpið verði að lögum.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mælti fyrir frumvarpinu á þingi 13. desember og virðist ætlan stjórnvalda að láta það verða að lögum sem allra fyrst.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mælti fyrir frumvarpinu á þingi 13. desember og virðist ætlan stjórnvalda að láta það verða að lögum sem allra fyrst.
Auglýsing

Stærstu einka­reknu fjar­skipta­fyr­ir­tæki lands­ins sam­ein­ast í nokkuð hvassri gagn­rýni á nýtt stjórn­ar­frum­varp, sem myndi leiða til breyt­inga á fjar­skipta­lög­um, lögum um Fjar­skipta­stofu og lögum um fjár­fest­ingu erlendra aðila í atvinnu­rekstri. Þetta má lesa í umsögnum þeirra um mál­ið, sem sendar voru til Alþingis fyrir helgi.

Frum­varpið, sem Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttur við­skipta-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra leggur fram, er sagt lagt til vegna end­ur­mats stjórn­valda á áætl­unum og við­bún­aði í kjöl­far orð­inna og mögu­legra breyt­inga á eign­ar­haldi fjar­skipta­inn­viða, eins og sölu Sím­ans á Mílu til franska fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Ardi­an.

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu segir að það sé „frum­skylda rík­is­valds­ins“ að gera við­eig­andi ráð­staf­anir til að tryggja öryggi og áreið­an­leika fjar­skipta á land­inu með til­liti til þjóðar­ör­yggis og almanna­hags­muna. Með frum­varp­inu er lagt til að „ít­ar­legri kröfur verði gerðar til fjar­skipta­fyr­ir­tækja um áhættu­stýr­ingu og við­bún­að, ekki síst að því er útvistun rekstr­ar­þátta út fyrir íslenska lög­sögu varð­ar“.

Sekt sem geti orðið 4 pró­sent af veltu

Á meðal þess sem finna má í frum­varp­inu er heim­ild fyrir Fjar­skipta­stofu til þess að leggja á stjórn­valds­sekt­ir, sem geta numið allt að 4 pró­sentum af heild­ar­veltu fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is, ef Fjar­skipta­stofa telur að fjar­skipta­fyr­ir­tæki hafi ekki afhent „rétt­ar, full­nægj­andi og upp­færðar upp­lýs­ing­ar“ um m.a. eig­end­ur, stjórn­ar­menn, fram­kvæmda­stjóra og eft­ir­lits- og stjórn­kerfi innan fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is.

Í umsögn Sím­ans segir að þetta ákvæði og til­gangur þess sé „með öllu óskilj­an­leg­ur“ og að það feli í sér að Fjar­skipta­stofu sé veitt ótak­markað vald til að kalla eftir „per­sónu­legum upp­lýs­ingum um ein­stak­linga sem hafa enga þýð­ing­u“, jafn­vel upp­lýs­ingum sem fyr­ir­tæki „eigi engan rétt til þess að fá“ frá eigin starfs­mönn­um. Sýn seg­ist gera við þetta „veru­legar athuga­semd­ir“ og Nova mót­mælir þessum fyr­ir­ætl­unum og kallar ákvæðið „mats­kennt“.

Ráð­herra geti stöðvað eða aft­ur­kallað erlenda fjár­fest­ingu

Í frum­varp­inu má einnig finna ákvæði um að ráð­herra geti bundið erlenda fjár­fest­ingu skil­yrðum „í því skyni að koma í veg fyrir að hún geti ógnað öryggi lands­ins“ eða gengið gegn alls­herj­ar­reglu og almanna­ör­yggi. Ef brotið sé gegn þessum skil­yrðum sem ráð­herra setji, verði ráð­herra svo „heim­ilt að taka ákvörðun um að hlut­að­eig­andi erlendi fjár­fest­ing skuli ganga til baka að við­lögðum dag­sekt­um, eftir að hafa skorað á hlut­að­eig­andi að bæta úr brot­i.“

Dag­sekt­unum skal sam­kvæmt frum­varp­inu fylgja lög­veð í rétt­indum erlenda fjár­fest­is­ins í því fyr­ir­tæki sem fjár­fest­ingin varða og ráð­herra gæti enn frem­ur, sam­kvæmt frum­varp­inu, lýst atkvæð­is­rétt fjár­festis í við­kom­andi fyr­ir­tæki óvirkan – auk þess sem ráð­herra gæti „kra­f­ist inn­lausnar á eignum og rétt­indum fjár­festis í við­kom­andi atvinnu­fyr­ir­tæki“.

Auglýsing

Í frum­varp­inu segir að lög­unum sé ætla að gilda aftur í tím­ann, um „er­lendar fjár­fest­ingar sem áttu sér stað fyrir gild­is­töku þeirra ef frestur ráð­herra til að stöðva þær“ á grund­velli ákvæða laga um fjár­fest­ingu erlendra aðila í atvinnu­rekstri hafi ekki verið útrunn­inn við birt­ingu lag­anna í Stjórn­ar­tíð­ind­um. Í lög­unum sem vísað er til talað um að ráð­herra skuli kunn­gjöra ákvörðun sína um stöðvun fjár­fest­ingar „innan átta vikna frá því að honum berst vit­neskja um hlut­að­eig­andi fjár­fest­ing­u“.

Bæði Sýn og Nova hafa lokið sölu á óvirkum fjar­skipta­innviðum til erlendra aðila að und­an­förnu og segja í umsögnum sínum um málið að tíma­frestir hins opin­bera til að grípa til íhlut­unar séu liðn­ir. Sýn telur þó þörf á að árétta það í umsögn sinni að þessi grein lag­anna muni ekki ná til sölu óvirkra fjar­skipta­inn­viða félags­ins og hið sama gerir Nova, en í umsögn félags­ins segir að salan á óvirkum fjar­skipta­innviðum félags­ins geti „ekki talist gefa til­efni til þeirra breyt­inga sem lagðar eru til í frum­varp­in­u“.

„Fjar­stæðu­kennt“ segir Sím­inn

Sím­inn, sem hefur skrifað undir sam­komu­lag um sölu á dótt­ur­fé­lagi sínu Mílu til franska sjóðs­ins Ardian fyrir 78 millj­arða íslenskra króna, segir að með þessu ákvæði í lög­unum sé verið að fela ráð­herra „mikið og opið vald“ um það hvenær hægt sé að binda erlenda fjár­fest­ingu skil­yrð­um. „Ráð­herra getur lagt til hvaða skil­yrði sem er,“ segir í umsögn Sím­ans.

Þar segir enn fremur að með sam­þykkt frum­varps­ins myndi ráð­herra fá „óheft vald“ hvað þetta varðar og „fullt vald til að svipta við­kom­andi aðila eign­ar­rétt­indi út í hið óend­an­lega og raun­ver­lega án til­lits til þess hvort meint brot gegn óskil­greindum skil­yrðum hafi ein­hverja þýð­ing­u“. Auk þess komi engar bætur fyrir það ef atkvæða­réttur hlut­hafa yrði lýstur óvirk­ur, sem þó sé veru­legt inn­grip í eign­ar­rétt aðila.

„Ráð­herra gæti þannig lýst atkvæð­is­rétt óvirkan en ekki tekið fyr­ir­tækið yfir. Þá er vart hægt að ímynda sér meira inn­grip inn í eign­ar­rétt­inn en að svipta aðila eign sinn­i,“ segir í umsögn Sím­ans, sem telur að með þessu yrði gengið gegn ákvæðum stjórn­ar­skrár.

Orri Hauksson er forstjóri Símans.

Félagið seg­ist sömu­leiðis telja „fjar­stæðu­kennt“ að vera með heim­ild til þess að láta kaup ganga til baka, enda gæti þeirri heim­ild verið „beitt mörgum árum eftir [að] við­skiptin voru fram­kvæmd og við­kom­andi fyr­ir­tæki var selt“ við gjör­ó­líkar aðstæð­ur.

„Þá er ekki síður ásýnd Íslands gagn­vart erlendum fjár­festum vara­söm þar sem vald­heim­ildir virð­ast sem opin tékki til þess að taka yfir fyr­ir­tæki ef þau eru ekki þókn­an­leg ríkj­andi vald­höf­um. Það er ósjaldan sem ríkj­andi vald­hafar nýta sér óljósar heim­ild­ir, byggðar á þjóðar­ör­yggi og almanna­hags­munum , til þess að koma óþægi­legum aðilum frá,“ segir í umsögn Sím­ans.

Sím­inn gagn­rýnir einnig að ekki hafi verið leitað umsagnar hjá víð­ari hópi íslenskra fyr­ir­tækja hvað þessar breyt­ingar varði, enda snerti skil­yrðin um erlenda fjár­fest­ingu öll fyr­ir­tæki lands­ins, þrátt fyrir að verið sé að ráð­ast í laga­breyt­ing­arnar vegna breyt­inga á eign­ar­haldi fjar­skipta­inn­viða.

Á hrað­ferð í gegnum þingið

Afar skammur tími var gef­inn til umsagnar um frum­varp­ið, en það var lagt fram á þingi 10. des­em­ber, tekið til fyrstu umræðu 13. des­em­ber og umsagn­ar­beiðnir sendar út til fyr­ir­tækja sem laga­breyt­ing­arnar snerta í síð­ustu viku. Í umsögn Sýnar segir að tölvu­póstur hafi borist frá nefnd­ar­sviði Alþingi með ósk um umsögn þann 15. des­em­ber og frestur hafi verið gef­inn til 17. des­em­ber.

Sýn segir því að gera þurfi þann fyr­ir­vara við umsögn fyr­ir­tæk­is­ins að ekki hafi gef­ist ráð­rúm til að fara yfir alla anga frum­varps­ins – og að félagið setji í raun spurn­inga­merki við hrað­ann á því að „keyra svo umfangs­mikið frum­varp gegnum þing­lega með­ferð.“

Í umsögn Nova segir sömu­leiðis að tím­inn sem gef­inn hafi verið fyrir félagið til að rýna í frum­varpið og setja fram athuga­semdir hafi verið „alltof skamm­ur“.

Í umræðum um frum­varpið á þingi, sem fram fóru að kvöldi dags þann 13. des­em­ber, kom einnig fram gagn­rýni á þann skamma tíma sem Alþingi var veitt til að fara yfir málið og kall­aði Andrés Ingi Jóns­son þing­maður Pírata hrað­ann á máls­með­ferð­inni „ólíð­andi fram­komu“ rík­is­stjórn­ar­innar við þing­ið.

Sím­inn segir í sinni umsögn um málið að það sé „brýnt að hætta við fyr­ir­hug­aða laga­setn­ingu“ enda sé „engin brýn þörf á henni“ og að það sé „áríð­andi að vinna þau efn­is­at­riði sem eru í frum­varp­inu af meiri yfir­vegun og með mál­efna­legum hætt­i“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent