Fjórar ástæður fyrir hrapi þýska íþróttarisans Adidas í Bandaríkjunum

Adidas_Copa_Mundial.jpg
Auglýsing

Þýski íþrótta­vöruris­inn Adi­das er í vand­ræð­um. Sala á Adi­da­s-vörum hefur dreg­ist saman í Norð­ur­-Am­er­íku síð­ast­lið­inn þrjú ár og efa­semdir eru byrj­aðar að skjóta rótum á meðal fjár­festa fyr­ir­tæk­is­ins vegna slakrar frammi­stöðu stjórnar Adi­das, að því er fram kemur í umfjöllun The Wall Street Journal. Hluta­bréf í þýska íþrótta­vöruris­anum féllu um hátt í fjöru­tíu pró­sent á síð­asta ári.

Adi­das var lengi vel einn helsti keppi­nautur banda­ríska íþrótta­vöruris­ans Nike, en á síð­asta ári skaut fyr­ir­tækið Under Armour Adi­das ref fyrir rass, og skellti sér upp í annað sætið á eftir Nike.

En hvað veldur falli Adi­das? Frétta­vef­ur­inn Business Insider tók saman fjórar ástæður fyrir hrapi þýska sport­vöruris­ans.

Auglýsing

1. Fyr­ir­tækið missti tengsl við við­skipta­vini sína í Amer­íkuÍ umfjöllun Business Insider er haft eftir eig­anda tísku­keðj­unnar Nohble í New York, sem sér­hæfir sig í götu­tísku, að Adi­das hafi hætt að hlusta á ráð­gjöf sölu­að­ila um hvernig tísku­vörur væru lík­legar til vin­sælda í Banda­ríkj­un­um.

Sam­kvæmt umfjöllun The Wall Street Journal reynir nú Adi­das að hleypa „banda­rískum áhrif­um“ inn í vör­urnar sín­ar. „Hug­ar­far í Banda­ríkj­unum er tölu­vert frá­brugðið því þýska,“ er haft eftir Mark King, for­stjóra Adi­das í Norð­ur­-Am­er­íku, í umfjöllun The Wall Street Journal. „Í því fellst upp­ljóm­un­in.“

2. Adi­das tap­aði stórum samn­ingum til NikeÁ níunda ára­tugn­um tók Adi­das þá afdrifa­ríku ákvörðun að ganga ekki til samn­inga við ungan efni­legan körfu­bolta­mann, sem ákvað þá að skrifa undir samn­ing við helsta keppi­naut þýska sport­vörurisans, Nike. Ungi körfu­bolta­mað­ur­inn hét þá og heitir enn Mich­ael Jor­d­an. Sam­kvæmt umfjöllun The Wall Street Journal fannst for­svars­mönnum Adi­das Jor­dan vera of lág­vax­inn til að hann gæti orðið vin­sæll á meðal körfu­bolta­á­huga­manna.

Þrjá­tíu árum síðar aflar Jor­dan vöru­merkið enn millj­arða dala tekna fyrir Nike árlega, jafn­vel þó Mich­ael Jor­dan hafi hætt að hafa körfu­bolta að atvinnu fyrir meira en tíu árum síð­an.

Þar að auki er Nike með mun fleiri banda­ríska íþrótta­menn en Adi­das á sínum snær­um.

3. Afgreiðslu­tími Adi­das er allt of hægurMeðal afgreiðslu­tími Adi­das frá hönnun til búðar er um átján mán­uð­ir, sem gerir fyr­ir­tæk­inu nær ókleyft að tappa inn á tísku hvers tíma því við­bragðs­tím­inn er svo hæg­ur, að því er fram kemur í umfjöllun The Wall Street Journal.

Adi­das vinnur nú hörðum höndum að því að stytta afgreiðslu­tím­ann.

4. Adi­das borg­aði allt of mikið fyrir Ree­bokÞýski íþrótta­vöruris­inn greiddi 3,8 millj­arða Banda­ríkja­dala fyrir íþrótta­vöru­merkið Ree­bok árið 2005. „Um leið og við fórum að skoða töl­urn­ar, þá upp­götv­uðum við að rekstur Ree­bok var ekki góður og að við höfðum greitt of mik­ið,“ segir fyrr­ver­andi stjórn­ar­maður hjá Adi­das í sam­tali við The Wall Street Journal.

Rekstur Ree­bok var í járnum þegar Adi­das ákvað að kaupa íþrótta­vöru­fyr­ir­tæk­ið, sem helst er þekkt fyrir að bjóða upp á körfu­bolta­skó á níunda­ára­tugnum sem hægt var að blása upp. Þá var fyr­ir­tækið lengi vel einn helsti styrkt­ar­að­ili enska knatt­spyrnu­liðs­ins Bolton Wand­er­ers.

Kaupin reynd­ust Adi­da­s afar þung­bær og sköð­uðu fyr­ir­tæk­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None