Fjórar ástæður fyrir hrapi þýska íþróttarisans Adidas í Bandaríkjunum

Adidas_Copa_Mundial.jpg
Auglýsing

Þýski íþrótta­vöruris­inn Adi­das er í vand­ræð­um. Sala á Adi­da­s-vörum hefur dreg­ist saman í Norð­ur­-Am­er­íku síð­ast­lið­inn þrjú ár og efa­semdir eru byrj­aðar að skjóta rótum á meðal fjár­festa fyr­ir­tæk­is­ins vegna slakrar frammi­stöðu stjórnar Adi­das, að því er fram kemur í umfjöllun The Wall Street Journal. Hluta­bréf í þýska íþrótta­vöruris­anum féllu um hátt í fjöru­tíu pró­sent á síð­asta ári.

Adi­das var lengi vel einn helsti keppi­nautur banda­ríska íþrótta­vöruris­ans Nike, en á síð­asta ári skaut fyr­ir­tækið Under Armour Adi­das ref fyrir rass, og skellti sér upp í annað sætið á eftir Nike.

En hvað veldur falli Adi­das? Frétta­vef­ur­inn Business Insider tók saman fjórar ástæður fyrir hrapi þýska sport­vöruris­ans.

Auglýsing

1. Fyr­ir­tækið missti tengsl við við­skipta­vini sína í Amer­íkuÍ umfjöllun Business Insider er haft eftir eig­anda tísku­keðj­unnar Nohble í New York, sem sér­hæfir sig í götu­tísku, að Adi­das hafi hætt að hlusta á ráð­gjöf sölu­að­ila um hvernig tísku­vörur væru lík­legar til vin­sælda í Banda­ríkj­un­um.

Sam­kvæmt umfjöllun The Wall Street Journal reynir nú Adi­das að hleypa „banda­rískum áhrif­um“ inn í vör­urnar sín­ar. „Hug­ar­far í Banda­ríkj­unum er tölu­vert frá­brugðið því þýska,“ er haft eftir Mark King, for­stjóra Adi­das í Norð­ur­-Am­er­íku, í umfjöllun The Wall Street Journal. „Í því fellst upp­ljóm­un­in.“

2. Adi­das tap­aði stórum samn­ingum til NikeÁ níunda ára­tugn­um tók Adi­das þá afdrifa­ríku ákvörðun að ganga ekki til samn­inga við ungan efni­legan körfu­bolta­mann, sem ákvað þá að skrifa undir samn­ing við helsta keppi­naut þýska sport­vörurisans, Nike. Ungi körfu­bolta­mað­ur­inn hét þá og heitir enn Mich­ael Jor­d­an. Sam­kvæmt umfjöllun The Wall Street Journal fannst for­svars­mönnum Adi­das Jor­dan vera of lág­vax­inn til að hann gæti orðið vin­sæll á meðal körfu­bolta­á­huga­manna.

Þrjá­tíu árum síðar aflar Jor­dan vöru­merkið enn millj­arða dala tekna fyrir Nike árlega, jafn­vel þó Mich­ael Jor­dan hafi hætt að hafa körfu­bolta að atvinnu fyrir meira en tíu árum síð­an.

Þar að auki er Nike með mun fleiri banda­ríska íþrótta­menn en Adi­das á sínum snær­um.

3. Afgreiðslu­tími Adi­das er allt of hægurMeðal afgreiðslu­tími Adi­das frá hönnun til búðar er um átján mán­uð­ir, sem gerir fyr­ir­tæk­inu nær ókleyft að tappa inn á tísku hvers tíma því við­bragðs­tím­inn er svo hæg­ur, að því er fram kemur í umfjöllun The Wall Street Journal.

Adi­das vinnur nú hörðum höndum að því að stytta afgreiðslu­tím­ann.

4. Adi­das borg­aði allt of mikið fyrir Ree­bokÞýski íþrótta­vöruris­inn greiddi 3,8 millj­arða Banda­ríkja­dala fyrir íþrótta­vöru­merkið Ree­bok árið 2005. „Um leið og við fórum að skoða töl­urn­ar, þá upp­götv­uðum við að rekstur Ree­bok var ekki góður og að við höfðum greitt of mik­ið,“ segir fyrr­ver­andi stjórn­ar­maður hjá Adi­das í sam­tali við The Wall Street Journal.

Rekstur Ree­bok var í járnum þegar Adi­das ákvað að kaupa íþrótta­vöru­fyr­ir­tæk­ið, sem helst er þekkt fyrir að bjóða upp á körfu­bolta­skó á níunda­ára­tugnum sem hægt var að blása upp. Þá var fyr­ir­tækið lengi vel einn helsti styrkt­ar­að­ili enska knatt­spyrnu­liðs­ins Bolton Wand­er­ers.

Kaupin reynd­ust Adi­da­s afar þung­bær og sköð­uðu fyr­ir­tæk­ið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None