Fjórar ástæður fyrir hrapi þýska íþróttarisans Adidas í Bandaríkjunum

Adidas_Copa_Mundial.jpg
Auglýsing

Þýski íþrótta­vöruris­inn Adi­das er í vand­ræð­um. Sala á Adi­da­s-vörum hefur dreg­ist saman í Norð­ur­-Am­er­íku síð­ast­lið­inn þrjú ár og efa­semdir eru byrj­aðar að skjóta rótum á meðal fjár­festa fyr­ir­tæk­is­ins vegna slakrar frammi­stöðu stjórnar Adi­das, að því er fram kemur í umfjöllun The Wall Street Journal. Hluta­bréf í þýska íþrótta­vöruris­anum féllu um hátt í fjöru­tíu pró­sent á síð­asta ári.

Adi­das var lengi vel einn helsti keppi­nautur banda­ríska íþrótta­vöruris­ans Nike, en á síð­asta ári skaut fyr­ir­tækið Under Armour Adi­das ref fyrir rass, og skellti sér upp í annað sætið á eftir Nike.

En hvað veldur falli Adi­das? Frétta­vef­ur­inn Business Insider tók saman fjórar ástæður fyrir hrapi þýska sport­vöruris­ans.

Auglýsing

1. Fyr­ir­tækið missti tengsl við við­skipta­vini sína í Amer­íkuÍ umfjöllun Business Insider er haft eftir eig­anda tísku­keðj­unnar Nohble í New York, sem sér­hæfir sig í götu­tísku, að Adi­das hafi hætt að hlusta á ráð­gjöf sölu­að­ila um hvernig tísku­vörur væru lík­legar til vin­sælda í Banda­ríkj­un­um.

Sam­kvæmt umfjöllun The Wall Street Journal reynir nú Adi­das að hleypa „banda­rískum áhrif­um“ inn í vör­urnar sín­ar. „Hug­ar­far í Banda­ríkj­unum er tölu­vert frá­brugðið því þýska,“ er haft eftir Mark King, for­stjóra Adi­das í Norð­ur­-Am­er­íku, í umfjöllun The Wall Street Journal. „Í því fellst upp­ljóm­un­in.“

2. Adi­das tap­aði stórum samn­ingum til NikeÁ níunda ára­tugn­um tók Adi­das þá afdrifa­ríku ákvörðun að ganga ekki til samn­inga við ungan efni­legan körfu­bolta­mann, sem ákvað þá að skrifa undir samn­ing við helsta keppi­naut þýska sport­vörurisans, Nike. Ungi körfu­bolta­mað­ur­inn hét þá og heitir enn Mich­ael Jor­d­an. Sam­kvæmt umfjöllun The Wall Street Journal fannst for­svars­mönnum Adi­das Jor­dan vera of lág­vax­inn til að hann gæti orðið vin­sæll á meðal körfu­bolta­á­huga­manna.

Þrjá­tíu árum síðar aflar Jor­dan vöru­merkið enn millj­arða dala tekna fyrir Nike árlega, jafn­vel þó Mich­ael Jor­dan hafi hætt að hafa körfu­bolta að atvinnu fyrir meira en tíu árum síð­an.

Þar að auki er Nike með mun fleiri banda­ríska íþrótta­menn en Adi­das á sínum snær­um.

3. Afgreiðslu­tími Adi­das er allt of hægurMeðal afgreiðslu­tími Adi­das frá hönnun til búðar er um átján mán­uð­ir, sem gerir fyr­ir­tæk­inu nær ókleyft að tappa inn á tísku hvers tíma því við­bragðs­tím­inn er svo hæg­ur, að því er fram kemur í umfjöllun The Wall Street Journal.

Adi­das vinnur nú hörðum höndum að því að stytta afgreiðslu­tím­ann.

4. Adi­das borg­aði allt of mikið fyrir Ree­bokÞýski íþrótta­vöruris­inn greiddi 3,8 millj­arða Banda­ríkja­dala fyrir íþrótta­vöru­merkið Ree­bok árið 2005. „Um leið og við fórum að skoða töl­urn­ar, þá upp­götv­uðum við að rekstur Ree­bok var ekki góður og að við höfðum greitt of mik­ið,“ segir fyrr­ver­andi stjórn­ar­maður hjá Adi­das í sam­tali við The Wall Street Journal.

Rekstur Ree­bok var í járnum þegar Adi­das ákvað að kaupa íþrótta­vöru­fyr­ir­tæk­ið, sem helst er þekkt fyrir að bjóða upp á körfu­bolta­skó á níunda­ára­tugnum sem hægt var að blása upp. Þá var fyr­ir­tækið lengi vel einn helsti styrkt­ar­að­ili enska knatt­spyrnu­liðs­ins Bolton Wand­er­ers.

Kaupin reynd­ust Adi­da­s afar þung­bær og sköð­uðu fyr­ir­tæk­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Í bréfinu voru skipulagsbreytingar Þjóðskrár sagðar vanhugsaðar og gerðar í litlu samráði við starfsmenn.
Kraumandi óánægja hjá Þjóðskrá – starfsmenn kvörtuðu til ráðherra
Hluti starfsmanna Þjóðskrár sendi á dögunum bréf á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar sem miklar aðfinnslur voru gerðar við skipulagsbreytingar og stjórnunarhætti hjá stofnuninni. Mikilvæg verkefni voru sögð í uppnámi.
Kjarninn 17. apríl 2021
Helgi Seljan fréttamaður.
Siðanefnd RÚV segir Helga Seljan að það sé ekki hægt að áfrýja
Siðanefnd RÚV segist ekki hafa neinar forsendur til þess að endurupptaka úrskurð sinn í máli fréttamannsins Helga Seljan. Úrskurðir nefndarinnar séu endanlegir og þeim verði ekki áfrýjað.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None