Fjórir búnir að skuldbinda sig til að kaupa 10 prósent í Íslandsbanka

Íslandsbanki tilkynnti fyrr í dag að útboð bankans hæfist klukkan 9 í morgun og að því lyki á þriðjudaginn í næstu viku. Tveir íslenskir lífeyrissjóðir og tveir erlendir fjárfestar hafa skuldbundið sig í að kaupa 10 prósent í bankanum.

íslandsbanki
Auglýsing

Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi, Capital World Invsestors og RWC Asset Management hafa skuldbundið sig til að kaupa um það bil tíu prósent af öllu útgefnu hlutafé Íslandsbanka í hlutafjárútboði bankans sem hófst í morgun.

Þetta kemur fram í útboðslýsingu bankans, sem birtist fyrr í dag. Hlutafjárútboðið hófst kl. 9 í morgun og mun það standa til hádegis þriðjudaginn 15. júní. Bankinn getur selt allt að 35 prósent af hlutafé sínu á 71 til 79 krónur á hlut, samkvæmt tilkynningu á útboðsvef bankans.

Miðpunktur hins leiðandi verðbils er að virði bankans sé 150 milljarðar króna, en eigið fé bankans er 185 milljarðar króna. Því eru 0,81 krónur af hlutafé fyrir hverja krónu af eigin fé.

Auglýsing

Af þeim allt að 636 milljónum hluta sem ríkið getur selt hefur Capital World Investors skuldbundið sig til að kaupa 77 milljónir hluta og RWC Asset Management LLP 31 milljónir hluta. Sömuleiðis ætla Gildi Lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verslunarmanna hvorir um sig að kaupa 46 milljónir hluta. Samanlagt hafa þessir fjórir fjárfestar því skuldbundið sig í að kaupa um það bil 10 prósent af hlutafé bankans.

Áætlað er að það náist að selja fyrir 42,6 milljarða króna út frá útboðinu, að því gefnu að útboðsverð verði í miðpunktinum á verðbilinu og að fjöldi hlutabréfa sem seld verði sé á milli 25 prósent og 31,8 prósent af útgefnum hlutum í bankanum og að heimild til að selja fleiri hlutabréf sé ekki nýtt. Áætluð þóknun af sölunni nemur 1,4 milljörðum króna og því er búist við að ríkið fái um 41,3 milljarða króna fyrir útboðið.

Skjáskot af útboðslýsingu Íslandsbanka.

Allt hlutafé sem selt verður í útboðinu er sölutryggt. Í íslenskri samantekt á útboðslýsingunni segir: „Fáist ekki kaupendur samkvæmt framangreindu verða hlutir seldir til söluráðgjafanna og sérhver þeirra hefur samþykkt að útvega kaupendur í samræmi við neðangreint. Takist það ekki, hefur hver söluráðgjafi samþykkt að kaupa af seljanda, eftir atvikum, hlutfall hlutanna sem seldir verða eins og þeir eru tilgreindir í neðangreindu yfirliti.“ Yfirlitið má sjá á mynd hér að ofan.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokki