Icelandair mun skoða að nýta ráðningarstyrki

Ekki liggur fyrir hversu margir einstaklingar, sem Icelandair hefur ráðið að undanförnu, hafa verið á atvinnuleysisskrá. Fyrirtækið segir að ekki liggi heldur fyrir hvort það hafi nýtt sér ráðningarstyrki en segir að verið sé að skoða að nýta þá.

icelandair
Auglýsing

Ekki liggur fyrir hvort Icelandair hafi nýtt sér svokallaða ráðningarstyrki en fyrirtækið mun skoða að nýta þá þar sem það er möguleiki. Þetta kemur fram í svari Icelandair við fyrirspurn Kjarnans hvort fyrirtækið hafi nýtt sér slíka styrki.

Icelandair hefur nú þegar ráðið 800 manns til þess að búa sig undir sumarið, að því er fram kemur í frétt Fréttablaðsins sem birtist í vikunni. „Megnið eru áhafnir og starfsmenn í flugafgreiðslu. Fjöldi starfsmanna er um 1.500 í janúar en verður um 2.500 í sumar,“ segir í fréttinni.

Samkvæmt svari Icelandair til Kjarnans eru fyrstu endurráðningar flugfreyja og flugþjóna núna í júní og í kjölfarið mun fyrirtækið skoða þessi mál hvað varðar þennan hóp.

Auglýsing

Ráðningarstyrkur er eitt af COVID-úrræðum stjórnvalda sem á að auðvelda atvinnurekendum að ráða starfsfólk og fjölga atvinnutækifærum þeirra sem eru án atvinnu. Atvinnurekandi getur fengið 100 prósent grunnatvinnuleysisbætur auk 11,5 prósent framlags í lífeyrissjóð í allt að 6 mánuði greiddar með nýjum starfskrafti eða allt að 342.784 krónur í styrk á mánuði.

Atvinnuleitandi má einnig hafa verið skemur en sex mánuði á atvinnuleysisskrá, eða 3 til 6 mánuði, og þá eru greiddar 50 prósent af grunnatvinnuleysisbótum. Atvinnurekandi sækir um ráðningarstyrk hjá Vinnumálastofnun en hámarkslengd samnings er 6 mánuðir.

Kjarninn beindi þeim spurningum til fyrirtækisins hversu hátt hlutfall af þeim flugfreyjum eða flugþjónum, sem hafa verið ráðin síðan í byrjun apríl, hefðu verið á atvinnuleysisbótum. Samkvæmt Icelandair liggja þær upplýsingar ekki fyrir og segir í svarinu að áður en til ráðningar kemur hafi fyrirtækið engar upplýsingar um hvort viðkomandi sé á atvinnuleysisskrá eða ekki.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent