Fjórtán sóttu um embætti forstjóra Landspítala, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins í dag. Umsóknarfrestur rann út á miðnætti. Heilbrigðisráðherra skipar í embættið til 5 ára frá 1.mars 2022.
Þriggja manna hæfnisnefnd mun nú meta hæfni umsækjanda.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra varð við ósk Páls Matthíassonar fyrrverandi forstjóra Landspítala í byrjun október um að hann léti af starfi sínu.
Auglýsing
Hér er listi yfir umsækjendur:
- Björn Óli Ö Hauksson, verkfræðingur
- Elísa Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur
- Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri
- Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri mannauðsskrifstofu
- Hákon Hákonarson, læknir
- Jan Triebel, læknir
- Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga
- Kristinn V Blöndal, ráðgjafi
- Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri
- Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga
- Reynir Arngrímsson, læknir og prófessor
- Runólfur Pálsson, starfandi framkvæmdastjóri meðferðarsviðs
- Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar
- Sigurður Erlingsson, viðskiptafræðingur