Í ræðu sinni eftir skotárásina í Oregon í gær hvatti Barack Obama Bandaríkjaforseti fjölmiðla til að taka saman tölur um fjölda Bandaríkjamanna sem hefðu látist af völdum hryðjuverka á síðasta áratug og bera saman við fjölda Bandaríkjamanna sem hefðu látist af völdum byssa, og birta tölurnar saman.
Blaðamaður á Vox tók saman fjölda dauðsfalla vegna hryðjuverka og skotárása árin 2001 til 2011 og birti frétt og línurit á síðunni í gær. Þá eru ekki tekin með dauðsföll vegna sjálfsvíga með skotvopnum, en mun fleiri Bandaríkjamenn deyja þannig en af völdum annarra með skotvopn.
Sjá má tölurnar í meðfylgjandi myndbandi, sem Vox birtir.
Number of US deaths from terrorism vs. gun homicidesThe US has taken a lot of steps to combat terrorism, but what about gun violence?Posted by Vox on Friday, October 2, 2015
Fréttamiðillinn Quartz bendir einnig á áhugaverða staðreynd, sem er að meira en ein fjöldaskotárás hefur átt sér stað á hverjum degi það sem af er ári í Bandaríkjunum. Fjöldaskotárás er þegar fjórir eða fleiri verða fyrir skotum. Í dag er 275. dagur ársins en skotárásir af þessu tagi í Bandaríkjunum eru 294.
There has been at least one mass shooting in the US for every day in 2015 http://t.co/yLGgPPFHGx pic.twitter.com/Sp8LR0xsUy
— Quartz (@qz) October 2, 2015