Júlíus Vífill Ingvarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, var sá frambjóðandi sem var oftast strikaður út í borgarstjórnarkosningunum á laugardag. Alls strikuðu 463 kjósendur Sjálfstæðisflokks, eða 3,3 prósent, hann út af listanum. Það er rúmlega helmingur allra útstrikanna sem gerðar voru á lista Sjálfstæðisflokksins, en þær voru alls 876.
Næst flestir útskrikanir voru á nafni Bjarkar Vilhelmsdóttur. 138,eða 0,79 prósent kjósenda Samfylkingarinnar, strikuðu yfir nafn hennar. Næst hæsta hlutfall útstrikana var yfir nafn Sóleyjar Tómasdóttur, oddvita Vinstri grænna, en 2,46 prósent kjósenda flokks hennar strikuðu hana út af listanum.
Alls var 1.604 kjörseðlum af þeim 56.896 sem greidd voru breytt. Það gera 2,82 prósent allra atkvæða.
Hér að neðan má sjá allar útstrikanir: