Flokkur Netanjahú óvæntur sigurvegari kosninga í Ísrael

pj.png
Auglýsing

Likudbanda­lag Benja­míns Net­anja­hú, for­sæt­is­ráð­herra Ísra­els, vann sigur í þing­kosn­ing­unum sem fram fóru þar í landi í gær. Kosn­inga­sig­ur­inn kom á óvart, enda höfðu kann­anir bent til þess að mjög mjótt yrði á munum milli Likud og Sion­ista.

Þegar næstum öll atkvæðin hafa verið talin er Likud með 30 sæti af 120 í þing­inu, en Sion­ista­banda­lagið 24 sæti.

Net­anjahú ætlar að mynda nýja rík­is­stjórn með minni flokkum á ísra­elska þing­inu á næstu tveimur til þremur vik­um. Þetta verður fjórða kjör­tíma­bil hans sem for­sæt­is­ráð­herra lands­ins, og hann mun því verða sá for­sæt­is­ráð­herra lands­ins sem hefur setið lengst í emb­ætti.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu flokks­ins til fjöl­miðla kemur fram að for­sæt­is­ráð­herr­ann hafi nú þegar rætt við for­menn flokka sem honum hugn­ast að vinna með í rík­is­stjórn­.Það gæti þó reynst erfitt að mynda rík­is­stjórn­ina. Hún þarf að hafa 61 sæti í þing­inu.

Á síð­asta spretti kosn­inga­bar­átt­unn­ar, þegar útlit var fyrir að Net­anjahú og Likud gætu tap­að, lof­aði for­sæt­is­ráð­herr­ann ýmsu. Meðal þess sem hann lof­aði voru þús­undir nýrra heim­ila á land­töku­svæð­um, og hann lof­aði því að hann myndi ekki styðja sjálf­stætt ríki Palest­ínu. Sion­ista­banda­lagið hefur stutt tveggja ríkja lausn og lof­aði að reyna að bæta sam­skipti við alþjóða­sam­fé­lagið og Palest­ínu­menn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason sýna hér hvað tveir metrar eru um það bil langir.
Víðir: Rýmisgreind fólks er mismunandi
Meirihluti þeirra sem sýkst hefur af COVID-19 síðustu daga er ungt fólk. Landlæknir segir engan vilja lenda í því að sýkja aðra og biðlar til ungs fólks og aðstandenda þeirra að skerpa á sóttvarnarreglum.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Rannsókn á Lindsor-málinu í Lúxemborg lokið og því vísað til saksóknara
Tæpum tólf árum eftir að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf, meðal annars af starfsmönnum bankans í Lúxemborg, er rannsókn á málinu lokið þar í landi.
Kjarninn 4. ágúst 2020
83 nú með COVID-19
Þrjú ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær, tvö hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. 83 eru því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Ketill Sigurjónsson
Lokun álversins í Tiwai Point og veikleikar stóru íslensku orkufyrirtækjanna
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None