Flokkur Netanjahú óvæntur sigurvegari kosninga í Ísrael

pj.png
Auglýsing

Likudbanda­lag Benja­míns Net­anja­hú, for­sæt­is­ráð­herra Ísra­els, vann sigur í þing­kosn­ing­unum sem fram fóru þar í landi í gær. Kosn­inga­sig­ur­inn kom á óvart, enda höfðu kann­anir bent til þess að mjög mjótt yrði á munum milli Likud og Sion­ista.

Þegar næstum öll atkvæðin hafa verið talin er Likud með 30 sæti af 120 í þing­inu, en Sion­ista­banda­lagið 24 sæti.

Net­anjahú ætlar að mynda nýja rík­is­stjórn með minni flokkum á ísra­elska þing­inu á næstu tveimur til þremur vik­um. Þetta verður fjórða kjör­tíma­bil hans sem for­sæt­is­ráð­herra lands­ins, og hann mun því verða sá for­sæt­is­ráð­herra lands­ins sem hefur setið lengst í emb­ætti.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu flokks­ins til fjöl­miðla kemur fram að for­sæt­is­ráð­herr­ann hafi nú þegar rætt við for­menn flokka sem honum hugn­ast að vinna með í rík­is­stjórn­.Það gæti þó reynst erfitt að mynda rík­is­stjórn­ina. Hún þarf að hafa 61 sæti í þing­inu.

Á síð­asta spretti kosn­inga­bar­átt­unn­ar, þegar útlit var fyrir að Net­anjahú og Likud gætu tap­að, lof­aði for­sæt­is­ráð­herr­ann ýmsu. Meðal þess sem hann lof­aði voru þús­undir nýrra heim­ila á land­töku­svæð­um, og hann lof­aði því að hann myndi ekki styðja sjálf­stætt ríki Palest­ínu. Sion­ista­banda­lagið hefur stutt tveggja ríkja lausn og lof­aði að reyna að bæta sam­skipti við alþjóða­sam­fé­lagið og Palest­ínu­menn.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None