Flugmaðurinn faldi veikindi fyrir vinnuveitendum - átti ekki að vera í vinnu

andreas-lubitz.jpg
Auglýsing

Flug­mað­ur­inn Andr­eas Lubitz var veikur en faldi veik­indin fyrir vinnu­veit­endum sínum hjá Germanwings og Luft­hansa. Þetta kom fram í yfir­lýs­ingu sak­sókn­ara í Dus­seldorf vegna rann­sóknar á brot­lend­ingu þotu frá Germanwings í frönsku ölp­unum á þriðju­dag.

Fyrr í dag var greint frá því að lög­regla hefði leitað á tveimur heim­ilum Lubitz að vís­bend­ingum um ástæðu þess að hann virð­ist hafa brot­lent þot­unni vilj­and­i. Við hús­leit­ina fannst veik­inda­vott­orð sem búið var að rífa, en sam­kvæmt vott­orð­inu var Lubitz ekki í ástandi til þess að vinna dag­inn sem hann brot­lenti þot­unni. „Skjöl fund­ust sem benda til við­var­andi veik­inda og við­eig­andi lækn­is­að­stoð,“ stóð í yfir­lýs­ing­unni. Þetta þykir renna stoðum undir þá til­gátu að hann hafi verið veikur en falið veik­indin fyrir vinnu­veit­endum sínum og vinnu­fé­lög­um. Nú verða gögnin rann­sökuð frekar og það mun taka nokkra daga, að því er fram kemur í til­kynn­ing­unn­i. Ekk­ert sjálfs­vígs­bréf hefur fund­ist og engin merki um að stjórn­mála- eða trú­ar­legar ástæður hafi legið að baki.

„Þetta er hræði­legt, þetta verður sífellt óskilj­an­legra,“ sagði Dr Hans-Werner Teichmüll­er, læknir og for­seti sam­bands lækna sem gera lækn­is­skoð­anir á flug­á­höfn­um, í sam­tali við Guar­dian. Hann ræddi einnig um til­lögur sem mikið er rætt um í Þýska­landi þessa dag­ana og ganga út á að flug­menn gang­ist undir mun ítar­legri sál­fræði­möt. Hann sagði mjög lík­legt að af þessu verði, en flug­maður sem vilji gera eitt­hvað af þessu tagi gæti verið nægi­lega fær til að láta líta út fyrir að allt sé í lagi, þrátt fyrir að vera með sjálfs­morðs­hugs­an­ir. Aldrei sé hægt að koma algjör­lega í veg fyrir svona lag­að.

Auglýsing

Þýska blaðið Bild segir að Lubitz hafi verið lát­inn taka hlé frá flug­skóla Luft­hansa í Arizona í Banda­ríkj­unum vegna þess að hann hafi ekki verið hæfur til að fljúga. Hann hafi í kjöl­farið verið í með­ferðum í eitt og hálft ár vegna þung­lynd­is, áður en hann snéri aftur í skól­ann og lauk þjálf­un. Bild segir jafn­framt að í kjöl­far veik­inda hafi hann verið merktur í kerfi flug­yf­ir­valda á þann hátt að hann þyrfti að und­ir­gang­ast lækn­is­skoð­anir reglu­lega.

Þá hefur Bild eftir heim­ild­ar­mönnum innan lög­regl­unnar að verið sé að rann­saka hvort Lubitz hafi átt í ein­hvers konar per­sónu­legum erf­ið­leik­um, eins og erf­ið­leikum í sam­bandi við kær­ustu sína. Engum af þessum fréttum Bild hefur verið svarað opin­ber­lega.

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None