Flugmaðurinn faldi veikindi fyrir vinnuveitendum - átti ekki að vera í vinnu

andreas-lubitz.jpg
Auglýsing

Flug­mað­ur­inn Andr­eas Lubitz var veikur en faldi veik­indin fyrir vinnu­veit­endum sínum hjá Germanwings og Luft­hansa. Þetta kom fram í yfir­lýs­ingu sak­sókn­ara í Dus­seldorf vegna rann­sóknar á brot­lend­ingu þotu frá Germanwings í frönsku ölp­unum á þriðju­dag.

Fyrr í dag var greint frá því að lög­regla hefði leitað á tveimur heim­ilum Lubitz að vís­bend­ingum um ástæðu þess að hann virð­ist hafa brot­lent þot­unni vilj­and­i. Við hús­leit­ina fannst veik­inda­vott­orð sem búið var að rífa, en sam­kvæmt vott­orð­inu var Lubitz ekki í ástandi til þess að vinna dag­inn sem hann brot­lenti þot­unni. „Skjöl fund­ust sem benda til við­var­andi veik­inda og við­eig­andi lækn­is­að­stoð,“ stóð í yfir­lýs­ing­unni. Þetta þykir renna stoðum undir þá til­gátu að hann hafi verið veikur en falið veik­indin fyrir vinnu­veit­endum sínum og vinnu­fé­lög­um. Nú verða gögnin rann­sökuð frekar og það mun taka nokkra daga, að því er fram kemur í til­kynn­ing­unn­i. Ekk­ert sjálfs­vígs­bréf hefur fund­ist og engin merki um að stjórn­mála- eða trú­ar­legar ástæður hafi legið að baki.

„Þetta er hræði­legt, þetta verður sífellt óskilj­an­legra,“ sagði Dr Hans-Werner Teichmüll­er, læknir og for­seti sam­bands lækna sem gera lækn­is­skoð­anir á flug­á­höfn­um, í sam­tali við Guar­dian. Hann ræddi einnig um til­lögur sem mikið er rætt um í Þýska­landi þessa dag­ana og ganga út á að flug­menn gang­ist undir mun ítar­legri sál­fræði­möt. Hann sagði mjög lík­legt að af þessu verði, en flug­maður sem vilji gera eitt­hvað af þessu tagi gæti verið nægi­lega fær til að láta líta út fyrir að allt sé í lagi, þrátt fyrir að vera með sjálfs­morðs­hugs­an­ir. Aldrei sé hægt að koma algjör­lega í veg fyrir svona lag­að.

Auglýsing

Þýska blaðið Bild segir að Lubitz hafi verið lát­inn taka hlé frá flug­skóla Luft­hansa í Arizona í Banda­ríkj­unum vegna þess að hann hafi ekki verið hæfur til að fljúga. Hann hafi í kjöl­farið verið í með­ferðum í eitt og hálft ár vegna þung­lynd­is, áður en hann snéri aftur í skól­ann og lauk þjálf­un. Bild segir jafn­framt að í kjöl­far veik­inda hafi hann verið merktur í kerfi flug­yf­ir­valda á þann hátt að hann þyrfti að und­ir­gang­ast lækn­is­skoð­anir reglu­lega.

Þá hefur Bild eftir heim­ild­ar­mönnum innan lög­regl­unnar að verið sé að rann­saka hvort Lubitz hafi átt í ein­hvers konar per­sónu­legum erf­ið­leik­um, eins og erf­ið­leikum í sam­bandi við kær­ustu sína. Engum af þessum fréttum Bild hefur verið svarað opin­ber­lega.

Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót
Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.
Kjarninn 20. júní 2019
Munu ákveða hvað flokkist til auðlinda hér á landi
Þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra er falið að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkist til auðlinda hér á landi.
Kjarninn 20. júní 2019
Innlend netverslun blómstrar - Maí veltuhæsti mánuðurinn frá upphafi
Á netinu jókst velta raf- og heimilistækja um 156,8 prósent á milli ára á meðan veltan í búðum dróst saman um 14,2 prósent.
Kjarninn 20. júní 2019
Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.
Kjarninn 20. júní 2019
Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None