Flugmaðurinn faldi veikindi fyrir vinnuveitendum - átti ekki að vera í vinnu

andreas-lubitz.jpg
Auglýsing

Flug­mað­ur­inn Andr­eas Lubitz var veikur en faldi veik­indin fyrir vinnu­veit­endum sínum hjá Germanwings og Luft­hansa. Þetta kom fram í yfir­lýs­ingu sak­sókn­ara í Dus­seldorf vegna rann­sóknar á brot­lend­ingu þotu frá Germanwings í frönsku ölp­unum á þriðju­dag.

Fyrr í dag var greint frá því að lög­regla hefði leitað á tveimur heim­ilum Lubitz að vís­bend­ingum um ástæðu þess að hann virð­ist hafa brot­lent þot­unni vilj­and­i. Við hús­leit­ina fannst veik­inda­vott­orð sem búið var að rífa, en sam­kvæmt vott­orð­inu var Lubitz ekki í ástandi til þess að vinna dag­inn sem hann brot­lenti þot­unni. „Skjöl fund­ust sem benda til við­var­andi veik­inda og við­eig­andi lækn­is­að­stoð,“ stóð í yfir­lýs­ing­unni. Þetta þykir renna stoðum undir þá til­gátu að hann hafi verið veikur en falið veik­indin fyrir vinnu­veit­endum sínum og vinnu­fé­lög­um. Nú verða gögnin rann­sökuð frekar og það mun taka nokkra daga, að því er fram kemur í til­kynn­ing­unn­i. Ekk­ert sjálfs­vígs­bréf hefur fund­ist og engin merki um að stjórn­mála- eða trú­ar­legar ástæður hafi legið að baki.

„Þetta er hræði­legt, þetta verður sífellt óskilj­an­legra,“ sagði Dr Hans-Werner Teichmüll­er, læknir og for­seti sam­bands lækna sem gera lækn­is­skoð­anir á flug­á­höfn­um, í sam­tali við Guar­dian. Hann ræddi einnig um til­lögur sem mikið er rætt um í Þýska­landi þessa dag­ana og ganga út á að flug­menn gang­ist undir mun ítar­legri sál­fræði­möt. Hann sagði mjög lík­legt að af þessu verði, en flug­maður sem vilji gera eitt­hvað af þessu tagi gæti verið nægi­lega fær til að láta líta út fyrir að allt sé í lagi, þrátt fyrir að vera með sjálfs­morðs­hugs­an­ir. Aldrei sé hægt að koma algjör­lega í veg fyrir svona lag­að.

Auglýsing

Þýska blaðið Bild segir að Lubitz hafi verið lát­inn taka hlé frá flug­skóla Luft­hansa í Arizona í Banda­ríkj­unum vegna þess að hann hafi ekki verið hæfur til að fljúga. Hann hafi í kjöl­farið verið í með­ferðum í eitt og hálft ár vegna þung­lynd­is, áður en hann snéri aftur í skól­ann og lauk þjálf­un. Bild segir jafn­framt að í kjöl­far veik­inda hafi hann verið merktur í kerfi flug­yf­ir­valda á þann hátt að hann þyrfti að und­ir­gang­ast lækn­is­skoð­anir reglu­lega.

Þá hefur Bild eftir heim­ild­ar­mönnum innan lög­regl­unnar að verið sé að rann­saka hvort Lubitz hafi átt í ein­hvers konar per­sónu­legum erf­ið­leik­um, eins og erf­ið­leikum í sam­bandi við kær­ustu sína. Engum af þessum fréttum Bild hefur verið svarað opin­ber­lega.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None