Sigríður Björk: Ekki hægt að kanna í hvert sinn heimild ráðuneytis til að kalla eftir gögnum

sigríður björk guðjónsdóttir
Auglýsing

„Að mínu mati er ekki hægt að gera þá kröfu til stjórn­enda und­ir­stofn­unar ráðu­neytis að þeir gangi úr skugga um það hverju sinni sem ráðu­neyti kallar eftir upp­lýs­ingum eða gögnum að við­kom­andi hafi heim­ild eða umboð til að óska eftir gögn­un­um.“

Þetta má lesa í bréfi Sig­ríðar Bjarkar Guð­jóns­dótt­ur, lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæðs­ins, sem hún sendi Per­sónu­vernd þann 3. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Bréfið var sent í tengslum við rann­sókn stofn­un­ar­innar á sam­skiptum Sig­ríðar Bjark­ar, þegar hún var lög­reglu­stjóri á Suð­ur­nesjum, og Gísla Freys Val­dórs­son­ar, þáver­andi aðstoð­ar­manns Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, við upp­haf Leka­máls­ins svo­kall­aða. Kjarn­inn hefur umrætt bréf undir hönd­um, en það er hægt að nálg­ast hér.

Í bréf­inu kemur fram afstaða Sig­ríðar Bjark­ar, um að hún hafi sent Gísla Frey grein­ar­gerð um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos í góðri trú og ráðu­neytið hafi átt rétt á að óska eftir gögn­unum frá und­ir­stofnun meðal ann­ars með vísan til laga um Stjórn­ar­ráð­ið.

Auglýsing

Mik­il­vægt að hægt sé að bregð­ast skjótt við„Þá er rétt að árétta að enda þótt gagna­öflun af hálfu inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins sé að jafn­aði með form­legum hætti, þá ger­ist það alloft að upp­lýs­inga sé beiðst í gegnum síma, eða með tölvu­bréfi, krefj­ist mál skjótrar úrlausn­ar, eins og hér var um að ræða. Krafa um skil­virka stjórn­sýslu útheimtir að brugð­ist sé við slíku svo fljótt sem unnt er - vissu­lega er rétt að gæta að eðli­legum forms­at­riðum í slíkum til­vik­um, en ein­hvers staðar liggja þó tak­mörk í þeim efnum eins og öðrum,“ skrifar Sig­ríður Björk í áður­nefndu bréfi til Per­sónu­verndar frá 3. des­em­ber síð­ast­liðn­um.

Lög­reglu­stjór­inn sendi Per­sónu­vernd annað bréf 30. jan­úar síð­ast­lið­inn vegna rann­sóknar stofn­un­ar­innar á Leka­mál­inu. Kjarn­inn birti sömu­leiðis það bréf þann 18. mars.

Eins og Kjarn­inn greindi fyrstur frá komst Per­sónu­vernd að þeirri nið­ur­stöðu í byrjun mars að Sig­ríður Björk hafi brotið gegn lögum um per­sónu­vernd og miðlun per­sónu­upp­lýs­inga með því að skrá ekki miðlun upp­lýs­ing­anna í mála­skrá lög­regl­unn­ar, að miðlun þeirra hafi ekki stuðst við við­hlít­andi heim­ild og að ekki hafi verið gætt við­un­andi öryggis við miðlun upp­lýs­ing­anna.

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None