Sigríður Björk: Ekki hægt að kanna í hvert sinn heimild ráðuneytis til að kalla eftir gögnum

sigríður björk guðjónsdóttir
Auglýsing

„Að mínu mati er ekki hægt að gera þá kröfu til stjórn­enda und­ir­stofn­unar ráðu­neytis að þeir gangi úr skugga um það hverju sinni sem ráðu­neyti kallar eftir upp­lýs­ingum eða gögnum að við­kom­andi hafi heim­ild eða umboð til að óska eftir gögn­un­um.“

Þetta má lesa í bréfi Sig­ríðar Bjarkar Guð­jóns­dótt­ur, lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæðs­ins, sem hún sendi Per­sónu­vernd þann 3. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Bréfið var sent í tengslum við rann­sókn stofn­un­ar­innar á sam­skiptum Sig­ríðar Bjark­ar, þegar hún var lög­reglu­stjóri á Suð­ur­nesjum, og Gísla Freys Val­dórs­son­ar, þáver­andi aðstoð­ar­manns Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, við upp­haf Leka­máls­ins svo­kall­aða. Kjarn­inn hefur umrætt bréf undir hönd­um, en það er hægt að nálg­ast hér.

Í bréf­inu kemur fram afstaða Sig­ríðar Bjark­ar, um að hún hafi sent Gísla Frey grein­ar­gerð um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos í góðri trú og ráðu­neytið hafi átt rétt á að óska eftir gögn­unum frá und­ir­stofnun meðal ann­ars með vísan til laga um Stjórn­ar­ráð­ið.

Auglýsing

Mik­il­vægt að hægt sé að bregð­ast skjótt við„Þá er rétt að árétta að enda þótt gagna­öflun af hálfu inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins sé að jafn­aði með form­legum hætti, þá ger­ist það alloft að upp­lýs­inga sé beiðst í gegnum síma, eða með tölvu­bréfi, krefj­ist mál skjótrar úrlausn­ar, eins og hér var um að ræða. Krafa um skil­virka stjórn­sýslu útheimtir að brugð­ist sé við slíku svo fljótt sem unnt er - vissu­lega er rétt að gæta að eðli­legum forms­at­riðum í slíkum til­vik­um, en ein­hvers staðar liggja þó tak­mörk í þeim efnum eins og öðrum,“ skrifar Sig­ríður Björk í áður­nefndu bréfi til Per­sónu­verndar frá 3. des­em­ber síð­ast­liðn­um.

Lög­reglu­stjór­inn sendi Per­sónu­vernd annað bréf 30. jan­úar síð­ast­lið­inn vegna rann­sóknar stofn­un­ar­innar á Leka­mál­inu. Kjarn­inn birti sömu­leiðis það bréf þann 18. mars.

Eins og Kjarn­inn greindi fyrstur frá komst Per­sónu­vernd að þeirri nið­ur­stöðu í byrjun mars að Sig­ríður Björk hafi brotið gegn lögum um per­sónu­vernd og miðlun per­sónu­upp­lýs­inga með því að skrá ekki miðlun upp­lýs­ing­anna í mála­skrá lög­regl­unn­ar, að miðlun þeirra hafi ekki stuðst við við­hlít­andi heim­ild og að ekki hafi verið gætt við­un­andi öryggis við miðlun upp­lýs­ing­anna.

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None