Búið er að finna flugrita Airbus A320 þotunnar sem fórst í frönsku ölpunum fyrr í dag. Þetta segir franski innanríkisráðherrann. Aðstæður á svæðinu eru mjög erfiðar, eins og sjá má á myndunum hér að neðan. Myndin sýnir brak úr vélinni, en stærsti hluti vélarinnar sem hefur fundist í heilu lagi er á stærð við lítinn bíl. Frönsk yfirvöld hafa af þessum sökum útilokað að nokkur hafi lifað slysið af.
BREAKING PHOTO: Rescue helicopter directly above the crash site of #Germanwings flight #4U9525 pic.twitter.com/grk7buXP8u
— News_Executive (@News_Executive) March 24, 2015
First image of Germanwings crash site revealed. Latest updates: http://t.co/q1I8tkghmf pic.twitter.com/zE6aUEFMPZ
— The Telegraph (@Telegraph) March 24, 2015
Þá hafa frönsk flugmálayfirvöld staðfest að vélin sendi aldrei frá sér neyðarkall, eins og greint hafði verið frá fyrr í dag. Samband við vélina rofnaði klukkan 10.30 að staðartíma. Vegna þess og þess að vélin missti hæð á miklum hraða var lýst yfir neyðarástandi. Flugmenn vélarinnar gerðu það hins vegar ekki.
Smátt og smátt er að koma í ljós hverjir voru um borð í vélinni sem fórst á leið sinni frá Barcelona á Spáni til Dusseldorf í Þýskalandi. Meðal annars hefur verið greint frá því að tvö ungabörn hafi verið meðal hinna látnu, og að sextán unglingar og tveir kennarar þeirra voru um borð. Unglingarnir höfðu verið í skólaferð á Spáni ásamt kennurum sínum, en þau voru öll frá Haltern, norðaustur af Dusseldorf.