FME segir eftirlit með innherjum ekki hafa minnkað þrátt fyrir minni kvaðir

Skilgreiningin á innherjum fyrirtækja tók breytingum nýlega með nýjum lögum sem byggja á evrópskri reglugerð. Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu mun fækka í hópi þeirra sem taldir eru hafa aðgang að mestu innherjaupplýsingum með lagabreytingunni.

Tengdir aðilar
Auglýsing

Sá hópur sem tal­inn er hafa mestan aðgang að inn­herj­a­upp­lýs­ingum fyr­ir­tækja hefur nú minnk­að, auk þess sem til­kynn­ing­ar­skylda hans hefur fallið niður í kjöl­far nýrrar laga­setn­ingar sem tók gildi í byrjun mán­að­ar­ins.

Þrátt fyrir það segir Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­bank­ans (FME) að eft­ir­lit með inn­herjum hafi ekki minnk­að, heldur sé það í meira mæli í höndum útgef­enda fjár­mála­gern­inga. Þetta kemur fram í svari FME við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Hug­takið inn­herji ekki lengur notað

Lögin sem um ræðir eru um aðgerðir gegn mark­aðs­svik­um, en þau voru sam­þykkt á alþingi í lok maí. Þau eru í sam­ræmi við reglu­gerð sem Evr­ópu­sam­bandið kynnti árið 2016 og er kölluð MAR, en hún var inn­leidd til þess að inn­leiða sömu reglur gegn mark­aðs­svikum hjá öllum aðild­ar­ríkjum sam­bands­ins og aðlaga þær að tækni­breyt­ingum og alþjóð­legri glæp­a­starf­semi í fjár­mál­um.

Auglýsing

Sam­kvæmt dreifi­bréfi Seðla­bank­ans til þeirra sem gefa út fjár­mála­gern­inga breyt­ist skil­grein­ingin á inn­herjum tölu­vert með nýju lög­un­um. Strangt til tekið er hug­takið inn­herji ekki lengur að finna í laga­text­an­um, ein­ungis ein­stak­linga sem hafa aðgang að inn­herj­a­upp­lýs­ing­um.

Til­kynn­ing­ar­skylda og birt­ing inn­herj­a­lista felld niður

Þeir sem höfðu mesta aðgang­inn að inn­herj­a­upp­lýs­ingum voru kall­aðir frum­inn­herjar í gömlu lög­un­um. Fyr­ir­tækjum bar skylda til að senda FME lista af öllum frum­inn­herjum þeirra, auk þeirra sem áttu tíma­bund­inn aðgang að slíkum upp­lýs­ing­um, en þeir voru kall­aðir tíma­bundnir inn­herj­ar.

Einnig þurftu frum­inn­herjar að til­kynna sér­stak­lega ef þeir, eða aðrir tengdir þeim, vildu eiga í við­skiptum við fyr­ir­tækið sem þeir gætu nálg­ast inn­herj­a­upp­lýs­ingar um.

Með nýju lög­unum falla þessar tvær kvaðir á brott. Fyr­ir­tæki þurfa ekki að senda FME lista af inn­herjum sín­um, nema eft­ir­litið óski eftir því. Sömu­leiðis þurfa frum­inn­herjar ekki að til­kynna um við­skipti sín.

Til við­bótar er sá hópur sem tal­inn er eiga mesta aðgang­inn að inn­herj­a­upp­lýs­ingum fyr­ir­tækj­anna orð­inn minni en hann var í nýju lög­un­um. Sam­kvæmt fjár­mála­eft­ir­liti Evr­ópu­sam­bands­ins ein­ungis að sam­an­standa af fram­kvæmda­stjóra, fjár­mála­stjóra, stjórn­ar­for­mann og ann­arra hátt settra starfs­manna fyr­ir­tækja, en svo­kall­aðir frum­inn­herjar voru skil­greindir með víð­ari hætti í gömlu lög­unum

Ekki minna eft­ir­lit, en öðru­vísi

Sam­kvæmt svari FME við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um áhrif laga­breyt­ing­anna segir stofn­unin að eft­ir­lit með inn­herjum hafi ekki minnkað með til­komu MAR-­reglu­gerð­ar­inn­ar. Hins vegar hafi það nú breyst, t.d. með því að útgef­endur fjár­mála­gern­inga þurfa að fylgj­ast enn betur með því hverjir hafi aðgang að inn­herj­a­upp­lýs­ingum þegar þær mynd­ast og eiga þar af leið­andi að vera á atviks­bundnum inn­herj­a­lista.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent