Fólk þarf að finna „aðrar leiðir til að henda leyndarmálunum sínum“

Sorpa hefur bannað notkun á svörtum plastpokum á endurvinnslustöðvum fyrirtækisins – og tekið upp þá glæru. Samkvæmt fyrirtækinu hafa fyrstu dagarnir gengið vel en tilgangurinn er að minnka urðun til muna.

Svartur plastpoki
Auglýsing

Sorpa hefur ákveðið að „kveðja“ svarta rusla­pok­ann og taka þess í stað á móti glæra pok­anum á end­ur­vinnslu­stöðvum fyr­ir­tæk­is­ins. Svarta plast­poka­bannið tók gildi þann 1. júlí síð­ast­lið­inn en sam­kvæmt Sorpu er til­gangur banns­ins að stuðla að meiri end­ur­vinnslu og styðja við hringrás­ar­hag­kerf­ið.

Allur úrgangur og end­ur­vinnslu­efni þarf því að koma í glærum pokum á end­ur­vinnslu­stöðv­ar. Það þýðir að engum úrgangi megi skila í ógagn­sæjum pokum á end­ur­vinnslu­stöðvar Sorpu.

Gunnar Dofri Ólafs­son, sér­fræð­ingur í sam­skiptum og sam­fé­lags­virkni hjá Sorpu, segir í sam­tali við Kjarn­ann að um sé að ræða alla svarta poka sem koma inn á Sorpu, þar með talið poka undir flöskur og dós­ir. „Meg­in­reglan er sú að allt eigi að vera í glærum pok­um. Annað væri bara til að flækja hlut­ina fyrir starfs­fólkið og við­skipta­vin­ina.“

Auglýsing

Mik­il­vægt að fyr­ir­tæki fari á „þennan vagn“

Krónan greindi frá því í fyrra­dag að sölu á svörtum rusla­pokum hefði verið hætt í versl­un­inni en glærir rusla­pokar kæmu þeirra í stað. „Til­gang­ur­inn með breyt­ing­unni er að stuðla að auk­inni end­ur­vinnslu og að efla hringrás­ar­hag­kerfið en frá deg­inum í dag eiga við­skipta­vinir Sorpu að koma með allan úrgang og end­ur­vinn­an­legt efni í glærum pokum á end­ur­vinnslu­stöðv­ar. Glæru pok­unum er ætlað að auð­velda starfs­fólki end­ur­vinnslu­stöðv­anna að aðstoða við­skipta­vini að skila end­ur­vinnslu­efnum í réttan far­veg,“ segir í til­kynn­ingu frá Krón­unni.

Gunnar Dofri segir að glæru pok­arnir verði ekk­ert vanda­mál þegar allir verða komnir á þennan vagn. „Það þarf auð­vitað smá hug­rekki til að hálfu fyr­ir­tækis að taka þessa ákvörðun og fara út í þetta en þetta sýnir mik­il­vægi þess að atvinnu­lífið komi inn í þessi mál og ekki endi­lega með hlutum sem kosta neitt, heldur til að taka þátt.“

Fólk á vænt­an­lega enn lager heima af svörtum rusla­pok­um, hvað á að gera við þá?

„Jú, að sjálf­sögðu skellum við ekki á nefið á fólki á degi eitt. Þetta verður stig­vax­andi en því lengur sem líður frá 1. júlí þeim mun minni þol­in­mæði munum við hafa fyrir svörtum pok­um.“

Hefur Sorpa fyr­ir­myndir varð­andi þessa glæru poka?

Gunnar Dofri segir að glærir pokar hafi verið not­aðir í Dan­mörku til margra ára. „Maður heyrir í vinum og kunn­ingjum í Dan­mörku sem hósta og spyrja: „Ha, eruð þið ennþá að nota svarta poka á end­ur­vinnslu­stöðv­um? Hvað eruð þið að pæla?“ Þannig að við erum þessum hefð­bundnu 10 árum á eftir með allt.“

Glæru pok­arnir ekki umhverf­is­vænni en þeir svörtu

Eru fleiri ástæður en sjá­an­leiki fyrir því að skipta yfir í glæra poka?

Hann segir að í sjálfu sér séu glæru pok­arnir ekki umhverf­is­vænni en þeir svörtu. „Þeir koma út á sléttu með þetta. Við höfum fengið boð frá fyr­ir­tækjum erlendis um að breyta plast­inu okkur í gagn­sæja poka. Þannig að glærir pokar geta verið úr tærri end­ur­vinnslu­af­urð en til­gang­ur­inn er fyrst og fremst að hjálpa okkar fólki að leið­beina um hvað eigi að fara hvert.“

Bendir hann enn fremur á að glæru pok­arnir nýt­ist flestum bet­ur. „Til dæmis þegar maður fer að taka til í geymsl­unni þá er það mikið betra fyrir mann að vera með hlut­ina í glærum pokum svo maður sjái hvað er í þeim og þurfi ekki að opna þá. Þannig að þegar fólk kemur á stöðv­arnar þá veit það hvað er í pok­unum og þarf ekki að rífa þá upp.“

Þá er eins gott að fólk sé ekki með „leyndó“ í glæru pok­un­um?

„Já, það þarf þá að finna ein­hverjar aðrar leiðir til að henda leynd­ar­mál­unum sín­um,“ segir hann kím­inn.

Ódýr­ara fyrir sam­fé­lagið að urða minna

Gunnar Dofri segir að fyrstu dag­arnir hafi gengið ágæt­lega. Fólk taki þessum breyt­ingum vel.

„Það er í sjálfu sér engin ástæða til að hafa poka ekki gagn­sæja. Við sjáum það alla­vega ekki. Við erum líka ekki að gera þetta að gamni okk­ar, við förum ekki út í þetta bara vegna þess að við viljum það heldur er grund­vallar­á­stæðan fyrir því að við viljum fá allt í glæru svo helm­ing­ur­inn af því sem er hent í urð­un­ar­gám­inn geti farið á betri stað – í end­ur­vinnslu eða jafn­vel end­ur­not hjá Góða hirð­in­um. Þannig að þetta er fyrst og fremst hugsað sem aðgerð í þágu umhverf­is­ins og hringráðs­ar­hag­kerf­is­ins.

Svo er þetta ódýr­ara fyrir sam­fé­lagið því Sorpa og end­ur­vinnslu­stöðv­arnar eru reknar fyrir útsvar íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og þeir þurfa að greiða fyrir það sem verður um úrgang­inn. Þannig að því minna sem þarf að fara í urð­un, og síðan brennslu þegar við hættum að urða, því ódýr­ara.“

Hann segir að í full­komnum fram­tíð­ar­heimi myndu Íslend­ingar ekki urða eitt gramm en því miður sé þó ólík­legt að af því verði. „En það er stefn­an. Við viljum ekki urða,“ segir hann að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent