Segir þingmann ein­blína of mikið á eina ákveðna lausn – Sorpbrennsla sé ekki eina leiðin

Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins ræddu meðhöndlun sorps á Alþingi í dag.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Auglýsing

„Við verðum að auka end­ur­notkun á hlut­um. Við eigum að nota þá bet­ur. Við eigum að nota minna og við eigum að end­ur­vinna eins mikið og við get­u­m.“ Þetta sagði Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag en hann telur að sorp­brennslur séu ekki eina lausnin til að með­höndla sorp sem best hér á landi.

Karl Gauti Hjalta­son, þing­maður Mið­flokks­ins, vakti máls á mál­efn­inu og beindi spurn­ingum til umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra.

„Eins og hæst­virtum ráð­herra er kunn­ugt um urðum við mest­allt okkar sorp í dag. Þannig urðum við árlega um og yfir 200.000 tonn af sorpi og und­an­skil ég þar allan óvirkan úrgang. Þá höfum við einnig á und­an­förnum árum flutt út tölu­vert magn af úrgangi og kom fram í svari hæstv. ráð­herra við fyr­ir­spurn frá mér fyrr í vetur að þar er um að ræða um það bil 120.000 tonn árlega, að mestu til end­ur­nýt­ingar og -vinnslu. Nýlegar fréttir um eitt­hvað af sorpi Vest­ur­landa endi á risa­stórum sorp­haugum í löndum þriðja heims­ins valda okkur auð­vitað áhyggjum af afdrifum alls þess sorps sem verið er að flytja á milli landa,“ sagði Karl Gauti.

Auglýsing

Þing­mað­ur­inn sagið að í ljósi þess að nú liti út fyrir að urðun verði hætt í Álfs­nesi innan tveggja ára vildi hann beina þeirri spurn­ingu til ráð­herra hvort hann gæti ekki verið sam­mála honum um að við getum ekki lengur haldið áfram á þess­ari braut, það er að urða og flytja út úrgang.

„Ef hann er sam­mála mér, hvaða lausnir sér hæst­virts ráð­herra fyrir sér í þeim efn­um? Verðum við ekki að leysa sorp­mál okkar sem næst upp­runa­stað sorps­ins, það er hér á landi? Nú hefur tækni við brennslu sorps fleygt fram á umliðnum árum og vest­rænar þjóðir hafa byggt mjög umhverf­is­vænar sorp­brennslur í því skyni að losna við úrgang og fram­leiða um leið varma og raf­orku sem þær svo nýta. Ég hef í þrí­gang flutt til­lögu um að stjórn­völd kanni af alvöru að reisa slíka stöð hér á landi og leysa þannig sorp­vanda okk­ar. Sér hæst­virtur ráð­herra fyrir sér að hann beiti sér fyrir því að slík stöð rísi hér á land­i?“ spurði Karl Gauti.

Hefur talað fyrir því að setja á urð­un­ar­skatt

Guð­mundur Ingi svar­aði og sagð­ist vera sam­mála Karli Gauta um að draga yrði mjög mikið úr urð­un, en að það væri einmitt eitt af við­fangs­efnum nýrrar stefnu um með­höndlun úrgangs sem drög væru komin að í sam­ráðs­gátt stjórn­valda.

„Að auki eru drög að laga­breyt­ingum sem munu einmitt leiða til þess, ef að líkum læt­ur, að urðun minnki til muna hér á landi. Meðal ann­ars er stefnt að því að taka upp skyldu á flokk­un, sam­ræma flokkun alls staðar á land­inu og færa þjón­ust­una nær íbú­unum þannig að í þétt­býli verði skylda að bjóða upp á við hús­vegg að taka á móti líf­rænum úrgangi, úrgangi sem er með pappa og pappír og plast­i.“

Sagði ráð­herr­ann þetta allt saman vera grund­vall­ar­at­riði til að ýta undir end­ur­vinnslu­sam­fé­lag á Íslandi og að það skipti mjög miklu máli. „Ég hef talað fyrir því að setja á urð­un­ar­skatt til þess að búa til hvata til að leiða til þess að það verði minni urðun en er í dag. Það er í þess­ari stefnu og ég von­ast til að geti komið til fram­kvæmda á næstu árum.

Mig langar að segja varð­andi sorp­brennslu og beina því til hátt­virts þing­manns að sorp­brennslur eru ekki eina lausn­in, en þær eru lausnin á því sem við getum ekki end­ur­not­að, getum ekki end­ur­unnið eða end­ur­nýtt. Það er betra að brenna sorpi og búa til orku en að urða það. En við megum ekki byggja upp þannig kerfi að það sé eina lausnin í úrgangs­málum á Íslandi. Þá væri ekki vel fyrir okkur kom­ið. En við þurfum að vinna að þeim lausnum líkt og öðr­um.“

„Er ekki kom­inn tími til að fara að und­ir­búa bygg­ingu hátækni­sorp­brennslu­stöðv­ar?“

Karl Gauti spurði ráð­herr­ann í annað sinn og sagð­ist fagna því að hann hefði látið vinna skýrslu sem heitir Stefna í með­höndlun úrgangs. Drög að þeirri stefnu hefðu verið sett í umsagn­ar­ferli á vegum ráðu­neyt­is­ins í átt að hringrás­ar­hag­kerfi.

Vildi hann benda ráð­herra á að þar væru lögð drög að 24 aðgerðum á vegum stjórn­valda í úrgangs­málum en að þar væri ekki að finna nein áform um að reisa sorp­brennslu­stöð hér á landi.

„Hæst­virtur ráð­herra talar um að til séu fleiri leið­ir. Ég get tekið undir það, það hefur einnig verið rann­sakað að hægt er að end­ur­nýta úrgang og auð­vitað verðum við að stefna að því. En í dag erum við að urða 200.000 tonn, og yfir það, og flytja eitt­hvað út. Og þó að við end­ur­nýtum og end­ur­vinnum tölu­verðan hluta þarf alltaf að losna við eitt­hvað. Nið­ur­stöður þess­arar skýrslu eru þær að það eru u.þ.b. 100.000 tonn. Hvað ætlar hæst­virtur ráð­herra að gera í þeim mál­um? Og tím­inn líð­ur, Álfs­nes er að loka. Er ekki kom­inn tími til að fara að und­ir­búa bygg­ingu hátækni­sorp­brennslu­stöðv­ar?

Íslend­ingar urða of mikið

Guð­mundur Ingi svar­aði og benti á að end­ur­vinnslu­hlut­fall heim­il­is­úr­gangs væri um 30 pró­sent á Íslandi, en ætti að vera 50 pró­sent. Það væri við­fangs­efn­ið.

„Við urðum of mik­ið, það er hár­rétt hjá hátt­virtum þing­manni. En að halda að sorp­brennsla sé eina lausnin í þessu sam­bandi segir mér bara að þing­mað­ur­inn ein­blínir of mikið á eina ákveðna lausn. Við verðum að auka end­ur­notkun á hlut­um. Við eigum að nota þá bet­ur. Við eigum að nota minna og við eigum að end­ur­vinna eins mikið og við get­um. Að því sögðu er í skoðun á milli Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga og ráðu­neyt­is­ins og fleiri aðila með hvaða hætti sorp­brennslu­mál­unum verði best fyrir komið á Íslandi vegna þess að það kallar á ákvörðun um það hvort við eigum að ráð­ast í eina stóra stöð, sem næst upp­runa úrgangs­ins, eða fleiri minni sem yrðu þá dreifðar út um allt land og sú vinna er í gang­i,“ sagði ráð­herr­ann að lok­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Samþykkt að snarlækka hámarkshraðann víða í Reykjavíkurborg
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að lækka hámarkshraða á götum á forræði borgarinnar niður í 40 eða 30 víðast hvar, til dæmis á Suðurlandsbraut, Bústaðavegi og víðar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent