Formaður VR segist hafa verið niðurlægður þrisvar á sólarhring og sleit því viðræðum

VR er búið að slíta viðræðum um gerð kjarasamnings. Tilboð sem félagið fékk frá Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi um 14 mánaða samning var kornið sem fyllti mælin. Yfirlýsingar seðlabankastjóra og Bjarna Benediktssonar skiptu einnig sköpum.

Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Auglýsing

„Launa­fólk hefur verið nið­ur­lægt þrisvar á rúmum sól­ar­hring. Fyrst af seðla­banka­stjóra, svo af fjár­mála­ráð­herra og loks af Sam­tökum atvinnu­lífs­ins.“ Þetta segir Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, en stétt­ar­fé­lag­ið, það stærsta á Íslandi, sleit í gær­kvöldi við­ræðum sínum um gerð kjara­samn­ings við Sam­tök atvinnu­lífs­ins.

Ragnar segir að ákvörðun Seðla­banka Íslands um að hækka stýri­vexti á mið­viku­dag, og orð Ásgeirs Jóns­sonar um að ástæður þeirrar hækk­unar væri eyðsla heim­il­anna,  hafi sent kjara­við­ræður á mjög við­kvæman stað. Í gær­morgun hafi Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra boðað aðila vinnu­mark­að­ar­ins á fund til að reyna að draga úr spenn­unni sem hafði mynd­ast. „Fjár­mála­ráð­herra kemur svo nán­ast strax í kjöl­farið með yfir­lýs­ingu á Pen­inga­mála­fundi Við­skipta­ráðs þar sem hann tekur nán­ast undir hvert orð seðla­banka­stjóra og segir að við þurfum að vakna. Hér sé vanda­málið fyrst og fremst kröfur verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Þegar til­boð Sam­taka atvinnu­lífs­ins um skamm­tíma­samn­ing bætt­ist við var alveg ljóst að við gætum ekki dvalið við þetta leng­ur. Ég var með umboð til að slíta við­ræðum og nýtt það umboð. Ég fund­aði svo með samn­inga­nefnd­inni í morg­un  og þar er algjör ein­hugur um þessa ákvörðun. Hún er tekin af yfir­vegun og upp­lýstu mati á stöð­unni í hag­kerf­in­u.“

Auglýsing
Kjarninn hefur heim­ildir fyrir því að að Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafi boðið að lág­marki 17 þús­und krónur ofan á launa­taxta og að hámarki 30 þús­und krónur í launa­hækk­anir í samn­ingi sem átti að gilda í 14 mán­uði, eða út næsta ár. Mat verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar er að kostn­að­ar­hækk­anir heim­ila lands­ins vegna auk­innar greiðslu­byrði lána, hækk­ana á verði á vöru. þjón­ustu og gjöldum vegna verð­bólgu og hækk­ana sé langt umfram þær töl­ur. 

Segir að það ríki í raun góð­æri

Ragnar Þór segir allar grein­ingar VR sem unnar hafi verið vegna kjara­samn­inga­gerðar sýna að afkoma margra fyr­ir­tækja sé gríð­ar­lega góð. Það ríki í raun góð­æri. Það sé eðli­leg krafa að kalla eftir því að launa­fólk fái hlut­deild í henni en verði ekki gert að sætta sig við minnk­andi kaup­mátt. Það megi til að mynda benda á að met­hagn­aður var í sjáv­ar­út­vegi í fyrra þegar geir­inn hagn­að­ist um 65 millj­­­örðum króna eftir skatta og gjöld. Alls jókst hagn­að­­­ur­inn um 124 pró­­­sent milli ára. Þá hafi vaxta­tekjur stærstu bank­anna þriggja auk­ist um 16,9 millj­arða króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins í ár þegar þær eru bornar saman við sama tíma­bil í fyrra. Fjöl­mörg fyr­ir­tæki hafi auk þess velt kostn­að­ar­hækk­unum út í verð­lagið og var­ið, jafn­vel auk­ið, arð­semi sína með þeim aðgerð­u­m. 

Ragnar Þór segir næstu skref vera þau að fylgj­ast með því sem ger­ist í kjara­við­ræðum Starfs­greina­sam­bands­ins og iðn­að­ar­manna. „Við förum í það að upp­lýsa okkar félags­fólk og almenn­ing í land­inu um það sem var í boði og þá stöðu sem okkar grein­ingar sýna að sé uppi í hag­kerf­inu. Hver afkoma fyr­ir­tækj­anna er í raun og hversu burðug þau eru til að milda það högg sem heim­ilin eru að verða fyr­ir. Við munum við­halda sam­floti við Starfs­greina­sam­bandið og mögu­lega víkka það út með til dæmis iðn­að­ar­mönnum og kannski Efl­ingu um mögu­legar aðgerð­ir.“

Auglýsing
Hann reiknar með að rík­is­sátta­semj­ari boði til fundar í næstu viku og VR muni að sjálf­sögðu mæta til þess fund­ar. „Mark­miðið er áfram að reyna að klára kjara­samn­ing. Hvort þessi ákvörðun okkar um að slíta við­ræðum breyti afstöðu Sam­taka atvinnu­lífs­ins veit ég þó ekki.“

Tene-­tal seðla­banka­stjóra hleypti öllu upp

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands ákvað að hækka stýri­vexti í tíunda skiptið í röð á mið­viku­dag, og eru þeir nú sex pró­sent. Hinar miklu vaxta­hækk­anir hafa aukið greiðslu­byrði íbúða­lána gríð­ar­lega. Kjarn­inn greindi frá því fyrr í dag að greiðslu­byrði 50 milljón króna óverð­tryggðs láns á breyti­legum vöxtum hafi auk­ist um næstum 1,5 millj­ónir króna á ári miðað við þau vaxta­kjör sem voru í boði áður en vaxta­hækk­un­ar­ferlið hófst í maí í fyrra. 

Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri sagði á kynn­ing­ar­fundi í kjöl­far hækk­un­ar­innar að þjóðin væri „bara dálítið að eyða og spenna.“ Vöxtur einka­neyslu væri að koma niður á gengi krón­unnar og því þyrfti að hækka vexti áfram.  Það væri mik­ill vöru­skipta­halli til stað­ar. „Þegar þjóðin er að fara á Tene, það kost­ar gjald­eyr­i.“ Seðla­bank­inn gæti ekki verið að eyða gjald­eyr­is­vara­forð­anum í inn­grip til að verja krón­una fyrir veik­ingu vegna þessa. Hann gæti „ekki fjár­­­magnað Tene-­ferðir úr forð­an­um.“ Fyrir liggur að hin aukna einka­neysla er dregin áfram af upp­söfn­uðum sparn­aði og auknum ráð­stöf­un­ar­tekjum á und­an­förnum árum, en ekki auk­inni skulda­söfn­un. Hærri vextir bíta ekki nýt­ingu sparn­að­ar. 

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Mynd: Bára Huld Beck

Ummæli Ásgeir féllu ekki í góðan jarð­veg, hvorki hjá verka­lýðs­for­yst­unni né Sam­tökum atvinnu­lífs­ins. Rök­stuðn­ing­ur­inn fyrir stýri­vaxt­ar­hækk­un­inni var auk þess sagður þunnur og Seðla­bank­inn lá undir ámæli fyrir að hafa sett kjara­samn­inga­við­ræður í upp­nám. 

Þess vegna boð­aði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra aðila vinnu­mark­að­ar­ins á fund í gær­morg­un. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var óljóst á fund­inum hvað stjórn­völd ætl­uðu að koma með nýtt að borð­inu en minnt var á að starf­andi væru hópar sem ætlað er að koma með jákvæðar til­lögur í hús­næð­is­málum og umbætur á barna­bóta­kerf­inu. Til­gang­ur­inn var að reyna að slökkva þá elda sem seðla­banka­stjóri hafði kveikt dag­inn áður.

Bjarni hellti olíu á eld­inn

Skömmu síðar mætti Bjarni Bene­dikts­son á Pen­inga­mála­fund Við­skipta­ráðs og hellti þar olíu á ný á þá elda. Sam­kvæmt end­ur­sögn Inn­herja, und­ir­vefs Vísis sem fjallar um efna­hags­mál og við­skipti, sagði Bjarni þar meðal ann­ars. „Við þurfum aðeins að vakna.“ Þótt vaxta­hækkun Seðla­bank­ans hafi verið köld vatns­gusa fyrir ein­hverja þá kunni hún að hafa sent ­nauð­syn­leg skila­boð til aðila vinnu­mark­að­ar­ins. 

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

„Vanda­málið er ekki Ásgeir Jóns­son,“ sagði Bjarni, heldur skortur á sam­hljómi milli þeirra aðila sem væru að reyna að gera kjara­samn­inga. Sumir væru að krefj­ast mik­illa krónu­tölu­hækk­ana en aðrir pró­sentu­hækk­ana. Kröfu­gerðir tækju aðeins mið af „punkt­stöð­unni“ um þessar mundir en verð­bólga mælist núna 9,4 pró­sent. Við sem þjóð værum föst í því að „biðja alltaf um aðeins meira“ en þjóð­ar­búið stæði undir hverju sinni. Þessar hug­myndir sagði Bjarni að væru óraun­hæf­ar. 

Þessar yfir­lýs­ingar Bjarna fóru veru­lega illa í for­ystu­fólk verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Þegar við bætt­ist það til­boð sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins lögðu fyrir VR í gær­kvöldi var ekki lengur við set­ið, og við­ræðum slit­ið. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent