Forsætisráðherra Danmerkur boðar þingkosningar 18. júní

Screen.Shot_.2015.05.27.at_.09.05.06.jpg
Auglýsing

Helle Thorn­ing-Schmidt, for­sæt­is­ráð­herra Dan­merk­ur, boð­aði á blaða­manna­fundi, í danska for­sæt­is­ráðu­neyt­inu í morg­un, að þing­kosn­ingar verði haldnar í land­inu þann 18. júní næst­kom­andi.

Und­an­farna mán­uði hafa verið uppi vanga­veltur um hvenær blásið yrði til kosn­inga í Dan­mörku, en eftir til­kynn­ingu for­sæt­is­ráð­herr­ans í morgun getur kosn­inga­bar­átta dönsku stjórn­mála­flokk­anna form­lega haf­ist. Flestir sáu reyndar í hvað stefndi, og því gefur nú þegar að líta kosn­ingaplag­göt víða í Kaup­manna­höfn, en óheim­ilt er sam­kvæmt dönskum lögum að hefja eig­in­lega kosn­inga­bar­áttu fyrr en form­lega hefur verið til­kynnt um þing­kosn­ing­ar.

Þing­kosn­ing­arnar í Dan­mörku koma í kjöl­far til­lagna rík­is­stjórn­ar­innar varð­andi mál­efni flótta­manna, áfram­hald­andi vöxt danska þjóð­ar­bús­ins og þá var alls­herjar vel­ferð­ar­pakki kynntur á dög­un­um. Þrátt fyrir sterk­ari stöðu nú en oft áður bíður Helle Thorn­ing-Schmidt verð­ugt verk­efni að tryggja sér fjögur ár í við­bót í danska for­sæt­is­ráðu­neyt­inu.

Auglýsing

Bláa blokkin mælist með meiri­hluta atkvæðaÞrátt fyrir gott gengi Sós­í­alde­mókrata Thorn­ing-Schmidt í skoð­ana­könn­unum að und­an­förnu mælist nú bláa blokkin svo­kall­aða með meiri­hluta atkvæða. Þar fer L­ars Løkke Rasmus­sen, for­maður Ven­stre, fremstur í flokki, en til bláu blokk­ar­innar telj­ast sömu­leiðis danski þjóð­ar­flokk­ur­inn, sem hefur aukið fylgi sitt mikið að und­an­förnu, og danski íhalds­flokk­ur­inn.

Til rauðu blokk­ar­innar í dönskum stjórna­málum telj­ast Sós­í­alde­mókrat­ar, Ein­ing­ar­list­inn, Radikale ven­stre og stuðn­ings­flokkur rík­is­stjórnar Thorn­ing-Schmidt, Sós­íal­íski þjóð­ar­flokk­ur­inn, sem sagði sig úr rík­is­stjórn­inni eftir umdeilda sölu rík­is­ins á eign­ar­hluti sínum í orku­fyr­ir­tæk­inu DONG til Gold­man Sachs. Þá hefur Sós­íal­íski þjóð­ar­flokk­ur­inn sömu­leiðis logað í inn­an­flokksá­tökum að und­an­förnu, og tapað miklu fylgi í kjöl­far­ið.

Þrátt fyrir að skoð­ana­kann­anir bendi til að bláa blokkin nái meiri­hluta í kom­andi þing­kosn­ingum í Dan­mörku nýtur Helle Thorn­ing-Schmidt mun meira per­sónu­fylgis en hinn umdeild­i L­ars Løkke Rasmus­sen for­maður Ven­stre. Danskir stjórn­mála­skýrendur telja því að allt geti ger­st, og spenn­andi og snörp kosn­inga­bar­átta sé framundan í land­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiErlent
None