Forsætisráðherra vill leggja niður siðanefnd stjórnsýslunnar

Screen-Shot-2015-01-28-at-16.28.48.png
Auglýsing

Sam­hæf­ing­ar­nefnd um sið­ferði­leg við­mið fyrir stjórn­sýsl­una verður lögð niður sam­kvæmt frum­varpi Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra um Stjórn­ar­ráð Íslands. Í stað­inn fyrir nefnd­ina stendur til að for­sæt­is­ráðu­neytið sjálft gefi stjórn­völdum ráð um túlkun siða­reglna þegar eftir því er leit­að.

Í siða­nefnd­inni áttu sæti sjö ein­stak­lingar og hún er skipuð til þriggja ára. For­sæt­is­ráð­herra hefur ekki skipað nefnd­ina eftir að síð­asta skipun rann út haustið 2013. Í des­em­ber síð­ast­liðnum hvatti Rík­is­end­ur­skoðun til þess að ráðu­neytið skip­aði nýja nefnd í sam­ræmi við ákvæði laga. Það var gert í tengslum við könnun Rík­is­end­ur­skoð­unar á þekk­ingu starfs­manna Stjórn­ar­ráðs­ins á siða­reglum fyrir starfs­fólk Stjórn­ar­ráðs Íslands. Í könn­un­inni kom fram að stór hluti starfs­manna taldi sig ekki þekkja siða­regl­urnar vel.

Sam­kvæmt núgild­andi lögum um Stjórn­ar­ráð Íslands á sam­hæf­ing­ar­nefndin meðal ann­ars:

Auglýsing

a. að stuðla að því að sið­ferði­leg við­mið séu í hávegum höfð í opin­berum störfum og veita stjórn­völd­um ráð­legg­ingar um ráð­staf­anir til að koma í veg fyrir hags­muna­á­rekstra og spill­ingu,   

b. að veita umsögn um drög að siða­reglum á grund­velli laga þess­ara og laga um rétt­indi og skyld­ur ­starfs­manna rík­is­ins og gefa stjórn­völdum ráð um túlkun þeirra, 

c. að beita sér fyrir upp­lýs­inga­öflun og fræði­rann­sóknum á mál­efna­sviði nefnd­ar­inn­ar,

d. að stuðla að því að brugð­ist sé með sam­hæfðum hætti við ábend­ingum eft­ir­lits­emb­ætta Alþingis og öðrum til­tækum upp­lýs­ingum um brot á siða­reglum eða hættu á spill­ingu hjá rík­inu.

Tveir gagn­rýnt í þing­inuÍ frum­varp­inu sem nú til umfjöll­unar á Alþingi er þessi nefnd lögð niður sem fyrr seg­ir. Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu kemur fram að „með hlið­sjón af feng­inni reynslu verður vart talin þörf á sér­stakri lög­bund­inni nefnd til að sinna því hlut­verki sem sam­hæf­ing­ar­nefnd­inni hefur verið ætl­að.“ Í stað­inn sé þessu hlut­verki betur sinnt innan ráðu­neyt­is­ins, en í nánu sam­ráði við eft­ir­lits­stofn­anir Alþing­is, félaga­sam­tök, stofn­anir og emb­ætti sem vinna gegn spill­ingu.

Þegar Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son mælti fyrir frum­varp­inu í þing­inu í lok nóv­em­ber sagði hann að aðeins fáein erindi hafi borist sam­hæf­ing­ar­nefnd­inni þegar hún var við störf og að for­sæt­is­ráðu­neytið hefði sinnt þeim erindum eftir að skip­un­ar­tími hennar rann út.

Bæði Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, og Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, vara­þing­kona Vinstri grænna, hafa vakið athygli á mál­inu í umræðum um frum­varp Sig­mundar Dav­íðs í þing­inu und­an­farna daga.

„Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son ætlar sér sjálfur að leggja mat á sið­ferði­leg við­mið fyrir stjórn­sýsl­una og þar með leggja mat á sið­ferði­leg við­mið ráð­herra sinnar eigin rík­is­stjórn­ar. Ég get ekki skilið það öðru­vísi en svo að með þessu sé for­sæt­is­ráð­herra að taka sér nán­ast ein­ræð­is­vald um túlkun siða­reglna sem eiga við alla stjórn­sýsl­una,“ sagði Rósa Björk meðal ann­ars í sinni ræðu í gær.

„Mér finnst þarna verið heldur mikið tekið út og frekar ein­falt vald sett í stað­inn,“ sagði Helgi Hrafn. Hann sagð­ist ekki annað en munað eftir leka­mál­inu, þar sem spurn­ingar hafi vaknað um siða­regl­ur, gildi þeirra og svo fram­veg­is. „Sömu­leiðis þykir mér óþægi­legt, svo meira verði ekki sagt, að það sé for­sæt­is­ráðu­neytið sjálft sem sé ein­fald­lega í því að túlka þetta, ef ég skil þetta rétt.“

 

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None