„Ég er stoltur af því að vera samkynhneigður og álít það að vera samkynhneigður vera mestu gjöf guðs til mín,“ segir Tim Cook, forstjóri Apple, í pistli á tæknihluta vefsíðu Bloomberg Businessweek. Í pistlinum opinberar hann í fyrsta skipti að hann sé samkynhneigður, þó hann hafi aldrei neitað fyrir hana. „Þó að ég hafi aldrei neitað kynhneigð minni, þá hef ég ekki viðurkennt hana opinberlega heldur þar til nú,“ segir Cook í grein sinni.
Hann segir enn fremur að það að vera samkynhneigður hafi hjálpað honum að dýpka skilning sinn á stöðu minnihlutahópa í samfélaginu, og gefið honum möguleika á því að fylgjast með áskorunum sem minnihlutahópar séu að takast á við á hverjum degi.