Forstjóri Festi fær um fimmtánföld mánaðarlaun greidd út við starfslok

Kostnaður Festi vegna starfsloka forstjórans Eggerts Þórs Kristóferssonar verður um 76 milljónir króna, samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu stjórnar sem fylgdi árshlutauppgjöri félagsins í gær.

Eggert Þór Kristófersson hættir sem forstjóri Festi hf. um helgina.
Eggert Þór Kristófersson hættir sem forstjóri Festi hf. um helgina.
Auglýsing

Kostn­aður Festi hf. vegna starfs­loka­samn­ings við Egg­ert Þór Krist­ó­fers­son for­stjóra félags­ins nemur um 76 millj­ónum króna og verður hann allur bók­fræður á þriðja árs­fjórð­ungi. Þetta kemur fram í skýrslu nýskip­aðrar stjórnar í árs­hluta­upp­gjöri félags­ins, sem birt var síð­degis í gær.

Starfs­loka­samn­ingur við Egg­ert Þór var und­ir­rit­aður 2. júní og tekur upp­sögn hans gildi 31. júlí. Miðað við þann 76 millj­óna kostnað sem stjórn Festi áætlar mun Egg­ert Þór við starfs­lokin fá greiðslu sem nemur um fimmtán mán­að­ar­launum hans. Þá er miðað við með­al­mán­að­ar­laun for­stjór­ans eins og þau voru í fyrra, en þá voru þau um 4,9 millj­ónir króna.

Í skýrslu stjórnar í árs­hluta­reikn­ingnum segir um upp­sögn for­stjór­ans að stjórn­inni hafi þótt kom­inn tími á að skipta um for­stjóra þar sem félag­ið, sem á meðal ann­ars N1, Krón­una og Elko, stæði á ákveðnum kross­göt­um.

Auglýsing

Sú skýr­ing er, eins og frægt hefur orð­ið, önnur en sú sem hlut­höfum félags­ins og öðrum þáttak­endum á mark­aði var boðið upp á til­kynn­ing barst frá Festi um starfs­lok Egg­erts Þórs í byrjun júní. Þá yfir­lýs­ingu mátti skilja sem svo að frum­kvæðið að starfs­lok­unum hefði komið frá for­stjór­anum sjálf­um. Olli það úlfúð innan hlut­hafa­hóps­ins og leiddi til þess að farið var fram á nýtt stjórn­ar­kjör í Festi, sem fram fór 14. júlí.

Þar tóku þrír nýir stjórn­ar­menn sæti, þau Magnús Júl­í­us­­son, Sig­­ur­lína Ing­v­­ar­s­dóttir og Hjör­­leifur Páls­­son, en af fyrrum stjórn­ar­mönnum héldu ein­ungis stjórn­ar­for­mað­ur­inn Guð­jón Reyn­is­son og Mar­grét Guð­munds­dóttir sætum sínum í stjórn félags­ins.

Er Egg­ert Þór hættir störfum núna í lok mán­aðar tekur Magnús Kr. Inga­son fjár­mála­stjóri félags­ins tíma­bundið við starfi for­stjóra Festi.

Rekstur Festi með ágætum

Festi hagn­að­ist um rúm­lega 1,3 millj­arða króna á öðrum árs­fjórð­ungi, eða frá lokum mars og fram í lok júní. Í til­kynn­ingu frá félag­inu um afkom­una var haft eftir Egg­erti Þór að rekst­ur­inn hefði gengið vel og verið umfram áætl­anir stjórn­enda félags­ins.

„N1 eykur veltu sína og afkomu veru­lega á milli ára með fjölgun erlendra ferða­manna og auknum umsvifum hjá stórum við­skipta­vinum félags­ins. Rekstur ELKO og Krón­unnar var einnig góður á öðrum árs­fjórð­ungi. Hækkun á elds­neyti og mat­vöru eykur fjár­bind­ingu í birgðum veru­lega miðað við sama fjórð­ung í fyrra, sem er afleið­ing stríðs­rekst­urs í Úkra­ínu og alþjóð­legrar verð­bólg­u,“ var haft eftir Egg­erti Þór í til­kynn­ing­unni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent