Fótboltamenn sem fjármálaafurðir

diegocosta-e1410703050578.jpg
Auglýsing

Það hefur vart farið fram­hjá knatt­spyrn­u­á­han­gendum og áhuga­mönnum um fjár­mál íþrótta- og afþrey­ing­ar­iðn­að­ar­ins að enska úrvals­deildin setti met í leik­manna­kaupa­eyðslu í félaga­skipta­glugg­anum sem lokað var í byrjun þess­arar viku. Alls eyddu liðin 20 sem í deild­inni spila 835 millj­ónum punda, um 162 millj­örðum króna, í að manna leik­manna­hópana sína þetta sum­ar­ið, sam­kvæmt sam­an­tekt end­ur­skoð­un­ar­­fyr­ir­tæk­is­ins Deloitte.

Gamla metið var slegið með stæl. Það var sett í fyrra­sumar þegar félögin eyddu 630 millj­ónum punda, um 122 millj­örðum króna, í nýja liðs­menn. Eyðslan var líka umtals­verð í hinum stóru Evr­ópu­deild­un­um. Á Spáni eyddu liðin til dæmis 425 millj­ónum punda. Þar af eyddu stór­liðin Barcelona og Real Madrid 230 millj­ónum punda, 55 pró­sentum þess sem eytt var.

Eyddu meiru en heild­ar­virði 14 liða



Í Englandi eyddu stærstu félögin að venju mestu. Manchester United hopp­aði loks á vagn­inn með nágrönnum sínum í City og fjend­unum í Chel­sea og eyddi yfir 100 millj­ónum punda í einum glugga. Raunar eyddi United, sem gekk afleit­lega á síð­asta tíma­bili og hefur byrjað það yfir­stand­andi hörmu­lega, um 150 millj­ónum punda í nýja leik­menn, sem er líka enskt met.

FBL-ENG-PR-TRANSFERS-FILES

Auglýsing

 

Til að setja þá upp­hæð í sam­hengi má benda á að sam­kvæmt útreikn­ingum heima­síð­unnar trans­fer­markt.co.uk eiga ein­ungis sex félög í ensku úrvals­deild­inni hópa þar sem mark­aðsvirðið er talið vera yfir 150 millj­ónir punda. Þau verð­mæt­ustu eru Manchester United (394 millj­ónir punda), Chel­sea (391 millj­ónir punda), Manchester City (385 millj­ónir punda), Arsenal (361 milljón punda), Liver­pool (293 millj­ónir punda) og Totten­ham (233 millj­ónir punda). Hin liðin 14 eru með leik­manna­hópa sem í eru á bil­inu 22 til 30 leik­menn, þar sem mark­aðsvirðið er metið lægra en sú upp­hæð sem Manchester United eyddi í nýja leik­menn í sum­ar.

Hvað veld­ur?



Ein helsta ástæðan fyrir þessum aukna fjár­austri er stór­auknar tekjur félag­anna í ensku úrvals­deild­inni vegna nýs sjón­varps­rétt­ar­samn­ings sem tók gildi á síð­ustu leik­tíð.Heild­ar­virði samn­ings­ins er 5,5 millj­arðar punda, 1.067 millj­arðar króna.

Samn­ing­ur­inn er þannig sam­settur að hann bætir stöðu rík­ari og stærri félag­anna. Helm­ingur upp­hæð­ar­innar dreif­ist jafnt milli félag­anna 20. Fjórð­ungur dreif­ist síðan mis­mun­andi eftir því í hvaða sæti liðin lenda í deild­inni og fjórð­ungur skipt­ist eftir því hversu marga leiki bresku sjón­varps­stöðv­arnar sem eiga rétt­inn, BT og Sky, sýna með hverju liði. Fyrir síð­ustu leik­tíð fékk Liver­pool, sem lenti í öðru sæti, til að mynda mest greitt, alls 97,5 millj­ónir punda, vegna þess að liðið er vin­sælt sjón­varps­efni.

Nýi samn­ing­ur­inn hækk­aði hins vegar greiðslur allra félag­anna 20 gríð­ar­lega. Að með­al­tali fá þau um 25 millj­ónum punda meira en þau fengu árlega sam­kvæmt síð­asta samn­ingi. Car­diff, sem var í neðsta sæti á síð­asta tíma­bili, fékk til að mynda meira greitt (62,1 milljón punda) vegna sjón­varps­réttar en meist­arar árs­ins á und­an, Manchester United, fengu á því ári, (60,8 millj­ónir punda).

Hinar auknu tekjur skil­uðu því að ein vin­sælasta auka­af­urð knatt­spyrnu­heims­ins, kaup og sölur á leik­mönn­um, tók gríð­ar­legan kipp, enda geta þeirra til að greiða hátt kaup­verð og for­stjóra­laun fyrir vara-vinstri bak­vörð enn meiri nú en áður.

Fót­bolta­menn verða fjár­mála­af­urð



Fjár­mála­heim­ur­inn, sem er alltaf að leita sér að nýjum leiðum til að græða pen­inga, hefur ekki látið þessa þróun fram­hjá sér fara. Lengi hefur tíðkast í sumum hlutum heims­ins, sér­stak­lega Suð­ur­-Am­er­íku, að fjár­festar kaupi raun­veru­lega hluti í leik­mönnum og græði ævin­týra­lega á þeim þegar þeir eru seldir til stór­liða í Evr­ópu. Fræg­asta dæmi um slík við­skipti á und­an­förnum árum er lík­lega salan á stórstirn­inu Neymar til Barcelona.

Þessi fjár­fest­ing­ar­hegðun er þó hægt og rólega að festa rætur í Evr­ópu, sér­stak­lega í Suð­ur­-­Evr­ópu. Það hefur færst í aukanna í löndum eins og Portú­gal að fjár­fest­ing­ar­sjóðir „hjálpi“ knatt­spyrnu­fé­lögum að kaupa leik­menn með því að leggja fram hlut­fall af kaup­verði þeirra. Á móti fá þeir sama hlut­fall af sölu­verð­inu ef leik­menn­irnir eru seldir áfram. Þeir sem standa í þessum bransa segja þetta til hins góða. Áhættan af leik­manna­kaupum flytj­ist enda af knatt­spyrnu­fé­lög­unum að hluta en á sama tíma auki þetta fyr­ir­komu­lag mögu­leika þeirra til að „eignast“ frá­bæra knatt­spyrnu­menn.

Nútíma þræla­hald



Málið er hins vegar ekki alveg svona klippt og skorið og margir hafa áhyggjur af stöðu mála. Við­skipti með leik­menn í eigu þriðja aðila hafa til að mynda verið bönnuð í Englandi og Frakk­landi og ýmsir framá­menn innan UEFA og FIFA hafa for­dæmt slíkt fyr­ir­komu­lag. Vanda­málið er að það er mjög ein­falt að fara fram­hjá þessum bönn­um. Þegar félag hefur áhuga á leik­manni í eigu þriðja aðila getur utan­að­kom­andi fjár­festir­inn gert sam­komu­lag við sölu­fé­lagið um að „lána“ til að kaupa sig út áður en salan gengur í gegn. „Lán­ið“ er síðan greitt eftir að salan er kláruð og kaup­enda­fé­lagið hefur greitt upp­sett verð.

Michel Plat­ini, for­seti UEFA, var spurður að því af frönsku sjón­varps­stöð­inni France 2 í fyrra­haust hvort það væri verið að gera eitt­hvað í þessum mál­um. „Ég hef reynt,“ sagði Plat­ini, „en það vill eng­inn hlust­a“.

Jér­ome Valcke, fram­kvæmda­stjóri FIFA, var hins vegar tölu­vert ómyrk­ari í máli í sama sjón­varps­þætti. „Þetta er óvið­un­andi; þetta er nútíma þræla­hald“

Það er ekki bara sið­ferð­is­legi hluti fyr­ir­komu­lags­ins sem stuðar knatt­spyrnu­hreyf­ing­una, enda er hún kannski ekki þekkt fyrir að hengja sig of fast í sið­ferð­is­leg við­mið. Það þarf ekki að gúggla Sepp Blatt­er, for­seta FIFA, lengi til að finna dæmi því til stuðn­ings. Það sem truflar líka er að fjár­mála­menn­irnir sem nú sitja að samn­inga­borð­inu eru bara með fjár­hags­lega hags­muni að leið­ar­ljósi. Sagan hefur sýnt að þegar þeir festa lag sitt við nýjar fjár­mála­af­urð­ir, verða skap­andi í við­skipt­um, endar það vana­lega með ósköp­um. Spyrjið bara þá sem tóku þátt í við­skiptum með skulda­bréfa­vafn­inga fyrir banka­hrun. Nú eru þeir hins vegar ekki að versla með vafn­inga, þeir eru að versla með fólk.

Fjár­fest­ing­ar­fé­lög sem maka krók­inn og keyra upp verð



Það fjár­fest­ing­ar­fé­lag sem vakið hefur mesta athygli fyrir fjár­fest­ingar í knatt­spyrnu­mönnum síð­ustu miss­erin er Doyen Sport Invest­ment, rekið af manni sem heitir Nelio Lucas og skráð til heim­ilis á Möltu. Umfang Doyen er gríð­ar­legt. Í apríl síð­ast­liðnum greindi félagið frá því að fjár­fest­ing­ar­armur þess hefði nú safnað 100 millj­ónum evra, um 154 millj­örðum króna, til að fjár­festa í knatt­spyrnu­mönn­um. Til við­bótar ætlar Doyen sér að stofna annan sjóð, Doyen II, og safna öðrum 100 millj­ónum evra til sam­bæri­legra fjár­fest­inga.

Fé­lagið er ekk­ert að fela það sem það er að gera. Doyen er með heima­síðu þar sem allir fót­bolta­menn sem félagið á hlut í eru skráðir og gefur út frétta­til­kynn­ingu, reyndar á portú­gölsku, þegar eitt­hvað stórt ger­ist hjá því.

-

 

Það þarf ekki að dvelja lengi við list­ann yfir leik­menn sem Doyen á hlut í til að átta sig á hversu mikil áhrif félags­ins eru á fjár­austur enskra félaga í yfir­stand­andi félaga­skipta­glugga. Á meðal leik­manna á skrá Doyen eru Marcos Rojo, Alvaro Negredo, Dusan Tadic og Rada­mel Falcao. Allt leik­menn sem ensk félög sýsl­uðu með í glugg­an­um.

Sá leik­maður í eigu Doyen sem skipti félagið mestu í þessum glugga er varn­ar­mað­ur­inn Eli­aquim Manga­la, sem Porto seldi til Manchester City á 32 millj­ónir punda í sum­ar. Doyen keypti 33 pró­senta hlut í Mangala í des­em­ber 2011 á 2,7 millj­ónir punda. Á sama tíma keypti annað fjár­fest­ing­ar­fé­lag, Robi Plus, tíu pró­senta hlut í leik­mann­in­um. Robi Plus er stýrt af manni sem heitir Luci­ano D´Onofrio. Hann var fram­kvæmda­stjóri Porto á níunda ára­tugnum og umboðs­maður Zinedine Zidane um skeið. Hann var líka dæmdur í tveggja ára fang­elsi fyrir nokkrum árum fyrir stór­fellt fjár­svik í tengslum við sölu á knatt­spyrnu­stjörnum á borð við Christophe Dug­arry og Fabrizio Ravan­elli.

Það má ljóst vera að Doyen og Robi Plus, og and­lits­lausu fjár­fest­arnir á bak við sjóði þeirra, hafa grætt vel á að kaupa hlut í Mangala. Hlutur Doyen í sölu­and­virð­inu á Mangala til Manchester City er til að mynda tal­inn vera tæpar 11 millj­ónir punda. Félagið fjór­fald­aði því fjár­fest­ingu sína.

Greinin birt­ist fyrst í síð­ustu útgáfu Kjarn­ans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttir
None