Fótboltamenn sem fjármálaafurðir

diegocosta-e1410703050578.jpg
Auglýsing

Það hefur vart farið fram­hjá knatt­spyrn­u­á­han­gendum og áhuga­mönnum um fjár­mál íþrótta- og afþrey­ing­ar­iðn­að­ar­ins að enska úrvals­deildin setti met í leik­manna­kaupa­eyðslu í félaga­skipta­glugg­anum sem lokað var í byrjun þess­arar viku. Alls eyddu liðin 20 sem í deild­inni spila 835 millj­ónum punda, um 162 millj­örðum króna, í að manna leik­manna­hópana sína þetta sum­ar­ið, sam­kvæmt sam­an­tekt end­ur­skoð­un­ar­­fyr­ir­tæk­is­ins Deloitte.

Gamla metið var slegið með stæl. Það var sett í fyrra­sumar þegar félögin eyddu 630 millj­ónum punda, um 122 millj­örðum króna, í nýja liðs­menn. Eyðslan var líka umtals­verð í hinum stóru Evr­ópu­deild­un­um. Á Spáni eyddu liðin til dæmis 425 millj­ónum punda. Þar af eyddu stór­liðin Barcelona og Real Madrid 230 millj­ónum punda, 55 pró­sentum þess sem eytt var.

Eyddu meiru en heild­ar­virði 14 liðaÍ Englandi eyddu stærstu félögin að venju mestu. Manchester United hopp­aði loks á vagn­inn með nágrönnum sínum í City og fjend­unum í Chel­sea og eyddi yfir 100 millj­ónum punda í einum glugga. Raunar eyddi United, sem gekk afleit­lega á síð­asta tíma­bili og hefur byrjað það yfir­stand­andi hörmu­lega, um 150 millj­ónum punda í nýja leik­menn, sem er líka enskt met.

FBL-ENG-PR-TRANSFERS-FILES

Auglýsing

 

Til að setja þá upp­hæð í sam­hengi má benda á að sam­kvæmt útreikn­ingum heima­síð­unnar trans­fer­markt.co.uk eiga ein­ungis sex félög í ensku úrvals­deild­inni hópa þar sem mark­aðsvirðið er talið vera yfir 150 millj­ónir punda. Þau verð­mæt­ustu eru Manchester United (394 millj­ónir punda), Chel­sea (391 millj­ónir punda), Manchester City (385 millj­ónir punda), Arsenal (361 milljón punda), Liver­pool (293 millj­ónir punda) og Totten­ham (233 millj­ónir punda). Hin liðin 14 eru með leik­manna­hópa sem í eru á bil­inu 22 til 30 leik­menn, þar sem mark­aðsvirðið er metið lægra en sú upp­hæð sem Manchester United eyddi í nýja leik­menn í sum­ar.

Hvað veld­ur?Ein helsta ástæðan fyrir þessum aukna fjár­austri er stór­auknar tekjur félag­anna í ensku úrvals­deild­inni vegna nýs sjón­varps­rétt­ar­samn­ings sem tók gildi á síð­ustu leik­tíð.Heild­ar­virði samn­ings­ins er 5,5 millj­arðar punda, 1.067 millj­arðar króna.

Samn­ing­ur­inn er þannig sam­settur að hann bætir stöðu rík­ari og stærri félag­anna. Helm­ingur upp­hæð­ar­innar dreif­ist jafnt milli félag­anna 20. Fjórð­ungur dreif­ist síðan mis­mun­andi eftir því í hvaða sæti liðin lenda í deild­inni og fjórð­ungur skipt­ist eftir því hversu marga leiki bresku sjón­varps­stöðv­arnar sem eiga rétt­inn, BT og Sky, sýna með hverju liði. Fyrir síð­ustu leik­tíð fékk Liver­pool, sem lenti í öðru sæti, til að mynda mest greitt, alls 97,5 millj­ónir punda, vegna þess að liðið er vin­sælt sjón­varps­efni.

Nýi samn­ing­ur­inn hækk­aði hins vegar greiðslur allra félag­anna 20 gríð­ar­lega. Að með­al­tali fá þau um 25 millj­ónum punda meira en þau fengu árlega sam­kvæmt síð­asta samn­ingi. Car­diff, sem var í neðsta sæti á síð­asta tíma­bili, fékk til að mynda meira greitt (62,1 milljón punda) vegna sjón­varps­réttar en meist­arar árs­ins á und­an, Manchester United, fengu á því ári, (60,8 millj­ónir punda).

Hinar auknu tekjur skil­uðu því að ein vin­sælasta auka­af­urð knatt­spyrnu­heims­ins, kaup og sölur á leik­mönn­um, tók gríð­ar­legan kipp, enda geta þeirra til að greiða hátt kaup­verð og for­stjóra­laun fyrir vara-vinstri bak­vörð enn meiri nú en áður.

Fót­bolta­menn verða fjár­mála­af­urðFjár­mála­heim­ur­inn, sem er alltaf að leita sér að nýjum leiðum til að græða pen­inga, hefur ekki látið þessa þróun fram­hjá sér fara. Lengi hefur tíðkast í sumum hlutum heims­ins, sér­stak­lega Suð­ur­-Am­er­íku, að fjár­festar kaupi raun­veru­lega hluti í leik­mönnum og græði ævin­týra­lega á þeim þegar þeir eru seldir til stór­liða í Evr­ópu. Fræg­asta dæmi um slík við­skipti á und­an­förnum árum er lík­lega salan á stórstirn­inu Neymar til Barcelona.

Þessi fjár­fest­ing­ar­hegðun er þó hægt og rólega að festa rætur í Evr­ópu, sér­stak­lega í Suð­ur­-­Evr­ópu. Það hefur færst í aukanna í löndum eins og Portú­gal að fjár­fest­ing­ar­sjóðir „hjálpi“ knatt­spyrnu­fé­lögum að kaupa leik­menn með því að leggja fram hlut­fall af kaup­verði þeirra. Á móti fá þeir sama hlut­fall af sölu­verð­inu ef leik­menn­irnir eru seldir áfram. Þeir sem standa í þessum bransa segja þetta til hins góða. Áhættan af leik­manna­kaupum flytj­ist enda af knatt­spyrnu­fé­lög­unum að hluta en á sama tíma auki þetta fyr­ir­komu­lag mögu­leika þeirra til að „eignast“ frá­bæra knatt­spyrnu­menn.

Nútíma þræla­haldMálið er hins vegar ekki alveg svona klippt og skorið og margir hafa áhyggjur af stöðu mála. Við­skipti með leik­menn í eigu þriðja aðila hafa til að mynda verið bönnuð í Englandi og Frakk­landi og ýmsir framá­menn innan UEFA og FIFA hafa for­dæmt slíkt fyr­ir­komu­lag. Vanda­málið er að það er mjög ein­falt að fara fram­hjá þessum bönn­um. Þegar félag hefur áhuga á leik­manni í eigu þriðja aðila getur utan­að­kom­andi fjár­festir­inn gert sam­komu­lag við sölu­fé­lagið um að „lána“ til að kaupa sig út áður en salan gengur í gegn. „Lán­ið“ er síðan greitt eftir að salan er kláruð og kaup­enda­fé­lagið hefur greitt upp­sett verð.

Michel Plat­ini, for­seti UEFA, var spurður að því af frönsku sjón­varps­stöð­inni France 2 í fyrra­haust hvort það væri verið að gera eitt­hvað í þessum mál­um. „Ég hef reynt,“ sagði Plat­ini, „en það vill eng­inn hlust­a“.

Jér­ome Valcke, fram­kvæmda­stjóri FIFA, var hins vegar tölu­vert ómyrk­ari í máli í sama sjón­varps­þætti. „Þetta er óvið­un­andi; þetta er nútíma þræla­hald“

Það er ekki bara sið­ferð­is­legi hluti fyr­ir­komu­lags­ins sem stuðar knatt­spyrnu­hreyf­ing­una, enda er hún kannski ekki þekkt fyrir að hengja sig of fast í sið­ferð­is­leg við­mið. Það þarf ekki að gúggla Sepp Blatt­er, for­seta FIFA, lengi til að finna dæmi því til stuðn­ings. Það sem truflar líka er að fjár­mála­menn­irnir sem nú sitja að samn­inga­borð­inu eru bara með fjár­hags­lega hags­muni að leið­ar­ljósi. Sagan hefur sýnt að þegar þeir festa lag sitt við nýjar fjár­mála­af­urð­ir, verða skap­andi í við­skipt­um, endar það vana­lega með ósköp­um. Spyrjið bara þá sem tóku þátt í við­skiptum með skulda­bréfa­vafn­inga fyrir banka­hrun. Nú eru þeir hins vegar ekki að versla með vafn­inga, þeir eru að versla með fólk.

Fjár­fest­ing­ar­fé­lög sem maka krók­inn og keyra upp verðÞað fjár­fest­ing­ar­fé­lag sem vakið hefur mesta athygli fyrir fjár­fest­ingar í knatt­spyrnu­mönnum síð­ustu miss­erin er Doyen Sport Invest­ment, rekið af manni sem heitir Nelio Lucas og skráð til heim­ilis á Möltu. Umfang Doyen er gríð­ar­legt. Í apríl síð­ast­liðnum greindi félagið frá því að fjár­fest­ing­ar­armur þess hefði nú safnað 100 millj­ónum evra, um 154 millj­örðum króna, til að fjár­festa í knatt­spyrnu­mönn­um. Til við­bótar ætlar Doyen sér að stofna annan sjóð, Doyen II, og safna öðrum 100 millj­ónum evra til sam­bæri­legra fjár­fest­inga.

Fé­lagið er ekk­ert að fela það sem það er að gera. Doyen er með heima­síðu þar sem allir fót­bolta­menn sem félagið á hlut í eru skráðir og gefur út frétta­til­kynn­ingu, reyndar á portú­gölsku, þegar eitt­hvað stórt ger­ist hjá því.

-

 

Það þarf ekki að dvelja lengi við list­ann yfir leik­menn sem Doyen á hlut í til að átta sig á hversu mikil áhrif félags­ins eru á fjár­austur enskra félaga í yfir­stand­andi félaga­skipta­glugga. Á meðal leik­manna á skrá Doyen eru Marcos Rojo, Alvaro Negredo, Dusan Tadic og Rada­mel Falcao. Allt leik­menn sem ensk félög sýsl­uðu með í glugg­an­um.

Sá leik­maður í eigu Doyen sem skipti félagið mestu í þessum glugga er varn­ar­mað­ur­inn Eli­aquim Manga­la, sem Porto seldi til Manchester City á 32 millj­ónir punda í sum­ar. Doyen keypti 33 pró­senta hlut í Mangala í des­em­ber 2011 á 2,7 millj­ónir punda. Á sama tíma keypti annað fjár­fest­ing­ar­fé­lag, Robi Plus, tíu pró­senta hlut í leik­mann­in­um. Robi Plus er stýrt af manni sem heitir Luci­ano D´Onofrio. Hann var fram­kvæmda­stjóri Porto á níunda ára­tugnum og umboðs­maður Zinedine Zidane um skeið. Hann var líka dæmdur í tveggja ára fang­elsi fyrir nokkrum árum fyrir stór­fellt fjár­svik í tengslum við sölu á knatt­spyrnu­stjörnum á borð við Christophe Dug­arry og Fabrizio Ravan­elli.

Það má ljóst vera að Doyen og Robi Plus, og and­lits­lausu fjár­fest­arnir á bak við sjóði þeirra, hafa grætt vel á að kaupa hlut í Mangala. Hlutur Doyen í sölu­and­virð­inu á Mangala til Manchester City er til að mynda tal­inn vera tæpar 11 millj­ónir punda. Félagið fjór­fald­aði því fjár­fest­ingu sína.

Greinin birt­ist fyrst í síð­ustu útgáfu Kjarn­ans.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFréttir
None