Framsókn nær kjöri á kostnað Sjálfstæðismanna

kosningaspa.jpg
Auglýsing

Könnun MMR, sem birt var í gær, hefur nokkuð afgerandi áhrif á kosningaspá Kjarnans og Baldurs Héðinssonar, doktors í stærðfræði. Þó fylgisbreytingarnar séu almennt ekki miklar (innan við eitt prósentustig), tapar Sjálfstæðisflokkurinn einum fulltrúa til Framsóknar og flugvallavina. Samkvæmt spánni er Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir oddviti B-listans síðasti frambjóðandinn sem nær kjöri. Þetta er í fyrsta sinn sem listinn mælist með nægjanlegt fylgi til að fá mann kjörinn. Þegar kosningaspáin var gerð í gærkvöldi voru aðeins þrír dagar til kosninga.

Þróun á fylgi framboðanna


Kosningaspá keyrð á tímabilinu 26. febrúar til 28. maí 2014.

Samfylkingin er enn stærsta framboðið í borginni og hefur aðeins einu sinni áður mælst með meira fylgi síðan fyrsta kosningaspáin var birt. Það var fyrir rúmri viku síðan eftir að könnun Félagsvísindastofnunnar 20. maí sýndi miklar fylgissveiflur meðal stóru framboðanna.  Samfylkingin heldur fimm borgarfulltrúum og Björt framtíð er enn næst stærsta framboðið, með fjóra kjörna fulltrúa. Þess ber þó að geta að munurinn á fylgi Sjálfstæðisflokks og Bjartar framtíðar er langt innan vikmarka.

Skipting fulltrúa samkvæmt nýjustu spá


Auglýsing

Fulltrúi Framsóknar og flugvallavina er valtur í fimmtánda sætinu því næsti fulltrúi inn er Áslaug Friðriksdóttir frá D-lista og þar á eftir sjötti fulltrúi á lista Samfylkingarinnar.

Athygli vekur að Píratar tapa fylgi í sjötta skiptið í röð. Oddviti Þ-listans, Halldór Auðar Svansson, er þó örugglega kjörinn sem áttundi fulltrúinn í röðinni. Píratar silgdu lygnan sjó í allt vor með um 10 prósent fylgi í kosningaspánni þar til halla fór undan fæti 20. maí.

Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, er jafnframt nokkuð örugglega kjörin. Hún er, samkvæmt nýjustu spá, tíundi fulltrúi inn í borgarstjórn.

Nýjasta kosningaspáin byggir á síðustu fjórum könnunum sem birtar hafa verið. Það eru:

  • Könnun Félagsvísindastofnunnar sem gerð var dagana 12. til 15. maí.
  • Könnun Capacent/Gallup sem gerð var dagana 7. til 21. maí.
  • Könnun MMR sem gerð var dagana 20. til 23. maí.
  • Könnun MMR sem gerð var dagana 26. til 28. maí.

 

Kosningaspáin verður uppfærð um leið og niðurstöður nýrra kannana eru birtar allt fram að kosningum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lífskjarasamningurinn leiðir launaþróun en ekki opinberir starfsmenn
Kjarninn 6. maí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None