Frestar því að leggja niður pólitískt skipaðar barnaverndarnefndir

Samband íslenskra sveitarfélaga óskaði eftir meira svigrúmi til að undirbúa starfsemi barnaverndarþjónustu og umdæmisráð barnaverndar sem eiga að koma í stað barnaverndarnefnda. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur samþykkt þá ósk.

Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra.
Auglýsing

Mennta- og barna­mála­ráðu­neytið hefur fall­ist á beiðni Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga að fresta gild­is­töku ákvæða í barna­vernd­ar­lögum er varða barna­vernd­ar­þjón­ustu og umdæm­is­ráð barna­vernd­ar.

Þetta kemur fram í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Þetta þýðir að barna­vernd­ar­nefndir verða ekki lagðar niður í lok maí eins og til stóð heldur í lok árs.

Ásmundur Einar Daða­son mennta- og barna­mála­ráð­herra kynnti á rík­is­stjórn­ar­fundi á þriðju­dag­inn síð­ast­liðnum frum­varp þar sem lagt er til að fresta fram­kvæmd breyt­inga á barna­vernd­ar­lögum þar til full­nægj­andi und­ir­bún­ingur hefur farið fram.

Auglýsing

Gert var ráð fyrir að breyt­ing­arnar tækju gildi þann 28. maí næst­kom­andi en sam­kvæmt nýju frum­varpi má búast við því að und­ir­bún­ingi barna­vernd­ar­þjón­ustu og umdæm­is­ráða barna­verndar verði lokið 1. októ­ber 2022 og taki til starfa 1. jan­úar 2023, að því er fram kemur í svari ráðu­neyt­is­ins.

Gef­ist sveit­ar­fé­lögum þá ráð­rúm til að ljúka við mönnun umdæm­is­ráða og aðlaga verk­ferla áður en barna­vernd­ar­nefndir verða lagðar nið­ur.

Umdæm­is­ráð koma í stað­inn

For­sagan er sú að í júní síð­ast­liðnum sam­þykkti Alþingi breyt­ingar á barna­vernd­ar­lögum er varða upp­bygg­ingu barna­verndar innan sveit­ar­fé­laga. Breyt­ing­arnar fel­ast í því að í stað barna­vernd­ar­nefnda sveit­ar­fé­laga starf­ræki sveit­ar­fé­lög barna­vernd­ar­þjón­ustu og umdæm­is­ráð barna­vernd­ar.

Fram kemur í svari ráðu­neyt­is­ins að frum­varpið hafi verið unnið í nánu sam­ráði við sveit­ar­fé­lögin og hafi fyr­ir­komu­lag barna­vernd­ar­þjón­ustu og umdæm­is­ráða barna­verndar verið byggt á vinnu starfs­hóps um fram­tíð­ar­skipu­lag barna­vernd­ar­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga með full­trúum þáver­andi félags­mála­ráðu­neyt­is, Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga og Sam­taka stjórn­enda í vel­ferð­ar­þjón­ustu.

Töldu að nægur tími væri til stefnu

Lögin tóku gildi þann 1. jan­úar síð­ast­lið­inn en ákvæði þeirra er varða barna­vernd­ar­þjón­ustu og umdæm­is­ráð barna­verndar átti að koma til fram­kvæmda þann 28. maí næst­kom­andi, eins og áður seg­ir.

Í svari ráðu­neyt­is­ins segir að við und­ir­bún­ing máls­ins hafi verið byggt á því að tæp­lega ár væri nægur tími til inn­leið­ingar breyt­ing­anna og að hent­ugt væri að tengja fram­kvæmd þeirra við sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar vorið 2022.

Mennta- og barna­mála­ráð­herra barst aftur á móti erindi frá Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga þar sem lagt er til að gild­is­töku ákvæða er varða barna­vernd­ar­þjón­ustu og umdæm­is­ráð barna­verndar yrði frestað að lág­marki til 1. októ­ber 2022 og helst til 1. jan­úar 2023.

„Ráðu­neytið tók þessa beiðni til skoð­un­ar. Barna­vernd­ar­lög taka utan um þau börn sem eru í mestri þörf fyrir vernd og umönn­un. Mik­il­vægt er að vandað sé til verka við inn­leið­ingu breyt­inga á fram­kvæmd lag­anna og að tryggt sé að breyt­ingar á skipu­lagi komi ekki niður á með­ferð mála þess­ara barna.

Því féllst mennta- og barna­mála­ráðu­neytið á beiðni sam­bands­ins,“ segir í svari ráðu­neyt­is­ins.

Ráðu­neytið ekki haft tök á að veita æski­legan stuðn­ing

Í bréf­inu, sem Kjarn­inn hefur undir höndum og dag­sett er þann 25. febr­úar 2022, er málið rakið en þar segir að breyt­ing­arnar feli í sér stór­aukna sam­vinnu sveit­ar­fé­laga á sviði barna­verndar þar sem miðað sé við að í umdæmi hverrar barna­vernd­ar­þjón­ustu og umdæm­is­ráðs barna­verndar skuli vera í það minnsta 6.000 íbúar en til sam­an­burðar hafi í fyrra íbúa­mark verið 1.500 íbú­ar. Að upp­fylltum ákveðnum skil­yrðum sé hægt að fá und­an­þágu frá íbúa­lág­marki varð­andi barna­vernd­ar­þjón­ustu en engar slíkar und­an­þágur séu í boði fyrir umdæm­is­ráð barna­vernd­ar.

„Þó að almennt sé sátt um breyt­ing­arnar og þær taldar til þess fallnar að styrkja barna­vernd þá er inn­leið­ing svo umfangs­mik­illa breyt­inga flókin og tíma­frek og hefur af ýmsum ástæðum gengið hægar en vonir stóðu til í upp­hafi. Kosn­ingar til Alþing­is, breyt­ingar á skipan ráðu­neyta með umfangs­miklum breyt­ingar á mál­efnum barna í Stjórn­ar­ráð­inu ásamt mik­illi áherslu á inn­leið­ingu nýrra laga um sam­þætt­ingu þjón­ustu í þágu far­sældar barna nr. 86/2021, með til­heyr­andi breyt­ingum á þeim stofn­unum sem að verk­efn­inu koma, hefur gert það að verkum að ráðu­neytið hefur ekki haft tök á að veita þann stuðn­ing við inn­leið­ing­una sem æski­legt hefði ver­ið,“ segir í bréf­inu.

Sam­vinna margra sveit­ar­fé­laga kallar á lengri und­ir­bún­ing

Þá er útskýrt að COVID-19 hafi haft áhrif á nær öll önnur verk­efni bæði ríkis og sveit­ar­fé­laga ásamt því að sam­ein­ingar sveit­ar­fé­laga og kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar geri það að verkum að erfitt sé að vinna að svo umfangs­miklum breyt­ingum á stjórn­sýslu sveit­ar­fé­laga í barna­vernd­ar­málum á þeim tak­mark­aða tíma sem til umráða er.

„Þá kom einnig í ljós þegar umfang mála hjá umdæm­is­ráðum barna­verndar var skoðað að lík­lega er skyn­sam­leg­ast að það verði ekki nema 2-3 umdæm­is­ráð á land­inu öllu. Eðli máls­ins sam­kvæmt krefst það sam­vinnu fjöl­margra sveit­ar­fé­laga um allt land sem kallar á lengri und­ir­bún­ing og mikla sam­vinn­u,“ segir í bréf­inu.

Staðan var rædd á fundi full­trúa sam­bands­ins og ráðu­neyt­is­ins 16. febr­úar síð­ast­lið­inn. Á þeim fundi greindu full­trúar sam­bands­ins frá þeirri vinnu sem sér­fræð­ingar sam­bands­ins höfðu unnið í sam­starfi við sveit­ar­fé­lög utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

„Á fund­inum kom fram mik­ill sam­hljómur um mik­il­vægi þess að stjórn­sýsla barna­verndar í land­inu gangi snurðu­laust fyrir sig. Til þess að mark­mið laga­breyt­inga gangi eftir þarf að veita meira svig­rúm til inn­leið­ingar en gert var ráð fyrir við sam­þykkt lag­anna. Af þeim sökum er lagt til að gild­is­töku breyt­ing­anna verði frestað að lág­marki til 1. októ­ber 2022 og helst til næstu ára­móta. Sam­hliða er gert ráð fyrir því að stofn­aður verði inn­leið­ing­ar­hópur með full­trúum mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­is, Barna- og fjöl­skyldu­stofu og Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga sem mark­visst mun vinna að inn­leið­ing­unni. Með því móti ætti að takast að ljúka inn­leið­ingu stjórn­sýslu­breyt­inga í öllum sveit­ar­fé­lög­um.

Ef fall­ist verður á þetta erindi þarf jafn­framt að gera ráð fyrir að starf­andi barna­vernd­ar­nefndir haldi umboði sínu þar til breyt­ing­arnar taka gildi, án þess að skipa þurfi nýjar nefndir að loknum sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum til til­tölu­lega skamms tíma. Einnig þarf þó að gera ráð fyrir því að félags­mála/vel­ferð­ar­nefndir sem skip­aðar verða eftir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar og fara jafn­framt með verk­efni barna­vernd­ar­mála hafi heim­ildir til að sinna barna­vernd­ar­hlut­verki sínu þar til laga­breyt­ingin tekur gild­i,“ segir í bréf­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent