Þulur í þýsku sjónvarpi hefur hleypt af stað mikilli umræðu, eftir að hún kallaði eftir skýrri afstöðu almennings gegn rasisma á netinu gagnvart flóttamönnum. Örfáum mínútum eftir að útsendingu lauk fór pistill hennar sem eldur í sinu á internetinu og í gær hafði stutt ávarp hennar fengið um 9 milljón áhorf, 250 þúsund líkaði við það á Facebook og athugasemdir voru yfir tuttugu þúsund talsins.
Fréttamaðurinn Anja Reschke nýtti ritstjórnarpláss í sjónvarpstíma á stöðinni Tagesthemen til þess að gagnrýna þá sem þá sem dreifa rasískum áróðri á samskiptasíðum og annars staðar á netinu. Hún sagði þessa einstaklinga hvetja til raunverulegs ofbeldis gegn flóttamönnum og nefndi íkveikjur sem dæmi um slíkt ofbeldi.
Reschke sagðist vera brugðið yfir hversu samfélagslega samþykkt það er orðið að úthúða annað fólk á netinu. Áður hafi einhverjir gert slíkt undir dulnefni en í dag dreifi fólk rasískum ummælum undir eigin nafni.
„Það virðist ekki lengur vera vandræðalegt fyrir viðkomandi. Þvert á móti, viðbrögð við ummælum á borð við „Viðbjóðslegu meindýrin ætti að drukkna í sjónum“, eru jákvæð og fullt af fólki líkar við stöðufærsluna,“ sagði Reschke.
Reschke sagði þróunina hafa ýtt undir uppgang öfgafulltra stjórnmálaafla á hægri vængnum. Hún biðlaði til „siðsamlegra“ Þjóðverja um að láta í sér heyra ef þeir séu ósammála því að allir innflytjendur og flóttamenn séu afætur sem eigi að elta uppi og drepa.
Myndbandið má sjá hér að neðan og með enskum texta á vef The Guardian, sem fjallar um málið.
„Wenn man also nicht der Meinung ist, dass alle Flüchtlinge Schmarotzer sind, die verjagt, verbrannt oder vergast werden sollten, dann sollte man das ganz deutlich kund tun. Dagegen halten. Mund aufmachen. Haltung zeigen“, so Panorama-Chefin Anja Reschke in Ihrem Tagesthemen-Kommentar zur Hetze im Internet.Posted by tagesschau on Wednesday, 5 August 2015