Nú er ég Dauðinn, eyðingarafl heimsins

hiroshima_kerti_2015.jpg
Auglýsing

„Nú er ég Dauð­inn, eyð­ing­ar­afl heims­ins,“ voru orðin sem flugu í gegnum huga J. Robert Opp­en­heimer þegar hann átt­aði sig á hvers konar vopn hann hafði smíð­að. Hann kall­aði sig oft föður „atóm­sprengj­unn­ar“ enda hafði hann leitt vís­inda­lega fram­kvæmd Man­hatt­an-verk­efn­is­ins.

Afurð Man­hatt­an-verk­efn­is­ins hefur mótað heims­sög­una, allar götur síð­an, enda er hér um að ræða öfl­ug­asta vopn sem mann­kynið hefur kom­ist í tæri við. En þrátt fyrir að hafa svo mikil áhrif á þróun heims­ins, stjórn­mál­anna og, oftar en ekki, haldið mann­kyn­inu í helj­ar­g­reypum hefur kjarn­orku­sprengjan aðeins verið notuð tvisvar í hern­aði.

Um þessar mundir eru rétt 70 ár liðin síðan Banda­ríkja­menn opn­uðu vít­is­gáttir kjarn­orku­sprengj­unnar yfir Hiros­hima og Naga­sagi í Japan með þeim afleið­ingum að um það bil 240.000 manns féllu. Eng­inn veit fyrir víst hversu margir fór­ust því fólk hrein­lega leyst­ist upp í loft­kennt ástand; gufaði upp.

Auglýsing

Í öll þessi 70 ár hafa íbúar Hiros­hima komið saman dag­inn sem sprengjan féll og minnst allra þeirra sem dóu hrylli­legum dauð­daga. Um leið árétta þau til heims­ins að svona lagað má aldrei ger­ast á ný.

Hér er saga sprengj­unnar og afleið­inga hennar í stuttu máli.

Þessi bygging stendur enn í óbreyttri mynd í Hiroshima til minningar um þá sem fórust og hryllingin sem fylgdi kjarnorkusprengjunni. Þessi bygg­ing stendur enn í óbreyttri mynd í Hiros­hima til minn­ingar um þá sem fór­ust og hryll­ingin sem fylgdi kjarn­orku­sprengj­unn­i.

Til Roos­evelt, frá Ein­steinÍ des­em­ber árið 1938 uppgvöt­uðu tveir þýskir vís­inda­menn kjarna­sam­runa. Frétt­irnar af þessu bár­ust fljótt til New York í Banda­ríkj­unum og til eyrna þriggja ung­verskra eðl­is­fræð­inga sem átt­uðu sig á mögu­leik­unum sem slík uppgvötun gæfi. Hræddir um að Þjóð­verjar yrðu fyrri til að rann­saka kjarna­sam­runa og keðju­verk­andi áhrif splundr­andi atóma rit­uðu þeir Szilárd, Teller og Wigner bréf til Frank­lins D. Roos­evelt, Banda­ríkja­for­seta.

Til þess að bréfið skil­aði sér örugg­lega til for­set­ans leit­uðu þeir uppi Albert Ein­stein sem þá þegar var orð­inn frægur maður fyrir uppgvöt­anir sínar í eðl­is­fræði. Ein­stein setti nafn sitt undir skila­boðin sem útskýrðu áhyggjur þeirra og ósk­uðu eftir fjár­magni til rann­sókna á þessu svo Banda­ríkin yrðu fyrri til.

Kald­hæðni örlag­anna réð því að þegar Adolf Hitler komst til valda í Þýska­landi ofsótti hann gyð­inga og um leið margt af skarpasta fólki ver­aldar svo þeir flúðu undan hon­um. Margir komust til Banda­ríkj­anna og tóku þátt í að smíða sprengj­una, sem upp­haf­lega átti að nota gegn nas­istum í Þýska­landi.

Man­hatt­an-verk­efniðEftir að hafa tryggt fé til rann­sóknar á kjarna­sam­runa og hvernig hægt væri að nota hann varð rann­sóknin að Man­hatt­an-verk­efn­inu. Verk­efnið varð hern­að­ar­legt og mark­miðið að smíða sprengju úr úran­í­um.

„Við vissum að heim­ur­inn yrði aldrei sam­ur. Sumir hlóu, aðrir grétu. Flestir voru hljóðir.“

Fyrsta kjarn­orku­sprengjan var sprengd í Nýju Mexíkó 16. júlí 1945. Stríð­inu í Evr­ópu var þá lokið og ljóst að ef til­raunin gengi upp yrði vopnið notað gegn Japönum gæfust þeir ekki upp.

Trini­ty-til­raunin gekk vel og los­aði ígildi 20 kílótonna af TNT. 16 milli­sek­úndum eftir kveikj­una hafði hálf­hvel sprengj­unnar náð 200 metra hæð. Hit­inn var svo mik­ill að sand­ur­inn í eyði­mörk­inni bráðn­aði og varð að gleri. Sveppa­kýjið náði 12,1 kíló­metra hæð.

„Við vissum að heim­ur­inn yrði aldrei sam­ur. Sumir hlóu, aðrir grétu. Flestir voru hljóð­ir. Nokkrar línur úr ritn­ingu hindúa, Bhagavad Gita, fóru í gegnum huga mér um það þegar Vis­hnu reynir að sann­færa prins­inn um að sinna skildum sín­um, og tekur á sig form marg­handa búdda­guðs og seg­ir: Nú er ég Dauð­inn, eyð­ing­arafl heims­ins. Ég held að allir hafi hugsað það, hver á sinn hátt,“ sagði Opp­en­heimer síðar í við­tali sem sjá má hér að neð­an.Truman tekur ákvörðunHarry S. Truman var orð­inn for­seti eftir að Roos­evelt lést í emb­ætti 12. apríl 1945. Truman var staddur á Pots­dam-ráð­stefn­unni þegar honum bár­ust fréttir af til­raun­inni í eyði­mörk­inni og til­kynnti Jósef Stalín og Win­ston Churchill að nú réði hann yfir öfl­ug­asta vopni heims.

Eftir að hafa gefið Japönum úrslita­kosti um að þeir gæfust upp en þeir neit­að, var ákvörð­unin tekin. Kjarn­orku­sprengju yrði varpað á borg í Japan til þess að enda stríð­ið. Ákvörð­un­ina rétt­lættu banda­rísk stjórn­völd með því að benda á að með því að fella marga af óvinum sínum með þessu öfl­uga vopni, væri verið að bjarga lífi fjöl­margra Banda­ríkja­manna sem ann­ars þyrftu að ráð­ast gegn sjálfs­vígs­her Jap­ana.

Banda­ríkin höfðu þá um nokkra mán­aða skeið kastað sprengjum yfir jap­anskar borgir, ekki síst eldsprengjum sem ollu ótrú­legu tjóni, bæði á mann­eskjum og innviðum lands­ins.

Little Boy og Fat Manenola_gay Leið­ang­urs­menn stilltu sér upp fyrir framan sprengju­vél­ina sem kastaði Little Boy yfir Hiros­hima. Leið­ang­ur­inn og aðdrag­andi hans var allur vel skjal­fest­ur.

 

Fyrstu sprengj­unni, sem hlaut nafnið Little Boy, var varpað yfir Hiros­hima að morgni dags 6. ágúst. Veðrið var mjög gott og áhöfn sprengju­vél­ar­innar Enola Gay hæfði skot­mark sitt í mið­borg­inni vel. Borg­inni hafði verið hlýft fyrir öðrum sprengju­árásum banda­manna svo hægt var að áætla eyði­legg­ing­ar­mátt kjarn­orku­sprengj­unnar bet­ur.

Hiros­hima var valin sem fyrsta skot­markið því hún var bæði mik­il­væg fyrir iðnað í Japan og þar voru her­búðir fjöl­margra jap­anskra her­manna. Sprengjan féll á þeim tíma þegar flestir voru á leið til vinnu og undir berum himni. Erfitt er að átta sig á hversu margir lét­ust strax af völdum sprengj­unnar því hit­inn var svo mik­ill að fólk gufaði hrein­lega upp.

Kjarnorkusprengjan varpaði skuggum á jörðina vegna þeirrar gríðarlegu geislunar sem hún skapaði. Kjarn­orku­sprengjan varp­aði skuggum á jörð­ina vegna þeirrar gríð­ar­legu geisl­unar sem hún skap­að­i.

Enn í dag má sjá skugg­ann af mann­inum sem gufaði upp (e. The Vaporized Man) á stein­tröppum í Hiros­hima. Vegna þeirrar gríð­ar­legu geisl­unar sem varð í sprengin­unni upp­lit­að­ist allt í margra kíló­metra rad­í­us. Mað­ur­inn hefur að öllum lík­indum setið í mak­indum á tröpp­un­um, orðið fyrir geisl­un­inni og skilið eftir sig skugga, áður en hann gufaði hrein­lega upp.

Vegna veð­urs var Naga­saki seinna skot­markið en ekki Kokura. Seinni sprengj­an, Fat Man, féll þar 9. ágúst en hæfði skot­mark sitt ekki eins vel og lenti í dal. Eyði­legg­ing­ar­máttur sprengj­unnar var hins vegar meiri eða 21 kílótonn miðað við 12-15 kílótonn í Hiros­hima.

Upp­tök­urnar frá Hiros­himaTil að skrá­setja þessar fyrstu kjarn­orku­sprengjur fyldi sér­stök flug­vél búin töku­vélum leið­angrinum yfir Hiros­hima og Naga­saki eft­ir. Vélin var kölluð „Necessary evil“.

Sigur banda­manna í Seinni heim­styrj­öld­inni

Í kjöl­far spreng­ing­anna ríkti alger ömurð í borg­unum sem höfðu orðið fyrir sprengj­un­um. Fáir læknar sinntu fár­sjúku fólki og engin aðstaða var til að hjálpa þeim sem verst urðu úti.

Nokkrum klukku­stundum eftir að sprengjan sprakk féllu svartir regn­dropar á borg­ina. Fólkið reyndi að drekka geisla­virkt vatnið en átt­aði sig ekki á hætt­unni. Geisla­virknin drap hvítu blóð­kornin í blóð­inu svo lík­amar þess gátu ekki barist gegn sjúk­dómum sem hófu að breið­ast út. Fólk rotn­aði hrein­lega að inn­an.

Jap­anir gáfust upp 15. ágúst 1945. Í sjö ár var landið hernumið Banda­ríkja­mönnum en árið 1952 fengu Jap­anir aftur sjálf­stæði. Í stjórn­ar­skrá lands­ins er ákvæði um að Japönum sé bannað að hefja stríð gegn ann­ari þjóð. Seinni heim­styrj­öldin er því síð­asta stríðið sem Japan háði.

Eft­ir­lif­endur rifja upp eft­ir­mála Little BoyKjarn­orku­öldLittle Boy og Fat­man eru einu kjarn­orku­sprengj­urnar sem not­aðar hafa verið í hern­aði og gegn örðu fólki. Lyktir stríðs­ins höfðu skapað nýtt valda­jafn­vægi í heim­in­um. Heims­veldi Breta var að hruni komið en Banda­ríkin orðin eitt áhrifa­mesta ríki heims ásámt Sov­ét­ríkj­un­um.

Í hönd fór vopna­kapp­laup þess­ara öfl­ug­ustu ríkja heims og víg­bún­að­ur­inn fólst ekki síst í að smíða svo margar kjarn­orku­sprengjur að hægt væri að tor­tíma jörð­inni og öllu lífi á henni mörgum sinn­um. Nokkrum sinnum lá við kjarn­orku­styrj­öld en alltaf var henn­i af­stýrt.

Þrátt fyrir sam­komu­lag milli öfl­ug­ustu her­velda heims um fækkun kjarn­orku­vopna í heim­inum er afl herja enn mælt eftir kjarn­orku­vopna­búri þeirra. Ríki á svæðum þar sem ójafn­vægi ríkir vilja til dæmis eign­ast kjarna­vopn til að hafa betur í hug­mynda­fræði­legum hern­aði gegn nágrönum sínum og óvin­um.

Í heim­inum eru talin vera um 4.000 til­búin kjarna­vopn og um það bil 10.000 í heild­ina. Banda­ríkin eiga lang stærsta kjarn­orku­vopna­búrið, eða 2.104 til­búin vopn. Rússar eru næst stærstir með 1.600 til­búin vopn. Önnur ríki eiga mun minna af kjarna­vopn­um.

Bret­ar, Frakkar og Kín­verjar eiga til dæmis aðeins um 250 hvert. Ind­land og Pakistan eiga einnig rúm­lega 100 kjarn­orku­sprengjur hvert og Norð­ur­-Kórea á ekki meira en 10 flaug­ar. Þá er talið að Ísr­ael eigi fjöl­mörg kjarn­orku­vopn en enn þann dag í dag eru það aðeins ágisk­an­ir.

Því ríkir enn kjarn­orku­öld þrátt fyrir allt sem á undan hefur gengið á síð­ast­liðin 70 ár.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent
None