9692782428_add9dbfdd0_k__1422138616_52372.jpg
Auglýsing

Syðst í Pól­landi er nú safn til minn­ingar um hel­för gyð­inga í Seinni heim­styrj­öld­inni. Stað­ur­inn þjón­aði til­gangi aðal púsls­ins í „loka­lausn­inni á gyð­inga­vanda­mál­inu“ allt stríðið og er talið að þar hafi 1,1 milljón manns verið aflífaðir á hrotta­feng­inn hátt í stein­steyptum gasklefum eða lát­ist úr nær­ing­ar­skorti og vos­búð.

Lestarteinarnir sem leiddu fólk til slátrunar í Auschwitz-Birkenau. Lestar­tein­arnir sem leiddu fólk til slátr­unar í Auschwitz-Birkenau. Beggja vegna lestar­tein­anna stóðu svefn­skálar fang­anna þar sem þeir lágu, margir til dauða­dags.

Í þessum stærstu útrým­ing­ar­búðum nas­ista var fólki trillað inn um hliðið undir varð­turn­inum í smekk­fullum lest­ar­vögnum sem komu hvaðanæfa að úr Evr­ópu. Fólkið um borð hafði verið skilið frá fjöl­skyldum sínum og vin­um, til þess að vera tekið af lifi á afskektum stað. Allt vegna þess að ráð­andi öflum fannst það ekki stand­ast til­búnar hug­myndir um mann­kyn­ið.

Auglýsing

Í dag eru 70 ár liðin síðan Sov­ét­menn frelsuðu eft­ir­lif­andi fanga úr Auschwitz-út­rým­ing­ar­búð­unum sem hér er lýst að ofan. Við þau tíma­mót er rétt að minn­ast hat­urs­ins sem leiddi til þess að um það bil sex millj­ónir gyð­inga létu líf­ið. Sumir sagn­fræð­ingar hafa gengið lengra og sagt fimm milljón manns til við­bótar hafa orðið fórn­ar­lömb helfar­ar­inn­ar, án þess að hafa verið af semískum upp­runa.

Nið­ur­læg­ing og hörm­ungar



Mik­il­vægur þáttur helfar­ar­innar var sú nið­ur­læg­ing sem gyð­ingar þurftu að upp­lifa. Strax og Þjóð­verjar réð­ust inn í Pól­land 1939 var gyð­ingum skipað að flytja í gettó, sem síðar voru girt af frá öðrum hverfum borg­anna. Þýskir gyð­ingar voru fluttir til Pól­lands þar sem Þjóð­verjar réðu.

Þegar Þjóð­verjar hófu stríð við Sov­ét­rík­in 1941 hófu nas­istar að úrýma gyð­ing­um. Gyð­ingum í sov­éska hernum sem Þjóð­verjar tóku til fanga var skipað að grafa djúpa skurði sem áttu eftir að verða fjölda­grafir þeirra og fleiri gyð­inga.

Stormsveitum Hein­rich Himm­lers var síðar sama ár skipað að útbúa áætlun sem síðar fékk nafnið „Loka­lausnin á gyð­inga­vanda­mál­in­u“. Þar lék Auschwitz lyk­il­hlut­verk. Flestir sem fluttir voru til Auschwitz voru teknir af lífi strax en fáeinir voru teknir til fanga og látnir svelta og vinna til dauða á skipu­lagðan hátt í fanga­búð­unum Auschwitz I.

Auschwitz-Birkenau Hliðið inn i Auschwitz-vinnu­búð­irnar er fyrir löngu orðið frægt. Þar stendur á þýsku: „Ar­beit macht frei“, sem íslenskast sem „Vinnan frels­ar“.

Til minn­ingar um grimmd manns­ins



Í Auschwitz er nú safn um hel­för­ina til minn­ingar um fólkið sem þar lést vegna ann­ar­legra hug­mynda og hrotta­skaps nas­ista. Í vis­ar­verum fang­anna í Auschwitz I er búið að end­ur­inn­rétta til að hýsa ýmsa muni.

Safn­gestir eru leiddir þar um til að sjá hol­urnar í aftöku­veggnum eftir byssu­skotin sem geig­uðu, hár sem rakað var af föng­unum liggur í gler­búri og töskum fólks­ins sem svipt hafði verið rétt­inum til lífs hefur verið verið stafl­að.

Það er átak­an­legt að ganga um safnið og upp­lifa óum­flýj­an­legar til­finn­ing­ar. Tösk­urn­ar, sem dæmi, eru flestar merktar með krít. Eig­endur þeirra hafa teiknað Dav­íðs­stjörnu á tösk­urnar og nöfnin sín sem gerir hryll­ing­inn enn per­sónu­legri. Þar áttar maður sig á hryll­ingnum fyrir alvöru. Grun­laust fólkið von­aði að eigur þeirra röt­uðu aftur í hendur þeirra, ein­hvern­tíma þegar stríð­inu og ofsókn­unum lyki.

Nas­istar ráku margar útrým­ing­ar­búðir eins og í Auschwitz-Birkenau. Auschwitz var þó lang afkasta­mest, ef svo má að orði kom­ast, því þar lét­ust fimmt­ungur allra þeirra sem myrtir vor­u í hel­för­inni. Víða hefur þessum stöðum verið breytt í söfn, til minn­ingar um þá sem lét­ust og til að fyr­ir­byggja að slíkt geti nokk­ur­staðar gerst aft­ur.

Hér að neðan má líta myndir frá Auschwitz-­búð­un­um.

Auschwitz-Birkenau Loft­mynd sem breski flug­her­inn tók af Auschwitz-Birkenau sum­arið 1944. Neð­ar­lega á mynd­inni má sjá braut­ar­tein­ana sem fluttu fólk hvaðanæfa að úr Evr­ópu til aftöku. Varð­turn­inn er hægramegin við svæðið en við enda tein­anna eru gasklefar beggja vegna braut­ar­inn­ar. Vinstra­megin á mynd­inni má svo sjá hvar þéttur hvítur reykur stígur úr reyk­háfum lík­brennsl­unn­ar.

Auschwitz-Birkenau Horft yfir svæðið eins og það lítur út í dag. Búið að rífa nær alla skálana á svæð­inu en tveir skálar standa enn næst inn­gang­inum á svæð­ið. Það er kló­sett­skáli og svefn­skáli. Allar lest­irn­ar, fermdar fólki, runnu inn á svæðið undir varð­turn­inn fyrir miðri mynd. Við enda tein­anna voru gasklef­arnir en þá er búið að leggja í rúst, til virð­ingar við hina látn­u.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None