Ritari djöfulsins

Ritari Göbbels lést á dögunum. Skelfing nasismans fylgdi henni alla tíð. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur kynnti sér lífshlaupið þar sem hörmungar voru aldrei langt undan.

Kristinn Haukur Guðnason
Jos­eph Göbbels
Jos­eph Göbbels
Auglýsing

Margir hafa velt því fyrir sér hvernig hel­förin gat átt sér stað. Hvernig sið­menntað og lýð­ræð­is­legt þjóð­fé­lag gat alið af sér nas­is­mann og fram­fylgt stefnu hans. Því ekki voru allir Þjóð­verjar hrein­rækt­aðir kyn­þátta­hat­arar og sadist­ar. Svarið felst senni­lega í sög­unni af Brun­hilde Pom­sel, sein­asta eft­ir­lif­anda úr innsta kjarna nas­ista­stjórn­ar­inn­ar. Hún starf­aði sem einka­rit­ari Jos­eph Göbbels, eins versta stríðs­glæpa­manns mann­kyns­sög­unn­ar.

Hlýðni og væru­kærð

Brun­hilde Pom­sel fædd­ist í Berlín þann 11. jan­úar árið 1911 inn í dæmi­gerða prúss­neska fjöl­skyldu. Faðir henn­ar, sem barð­ist í fyrri heim­styrj­öld­inni, hik­aði ekki við að berja hana og bræður hennar þrjá með teppa­bankara til að halda uppi aga og það átti eftir að móta alla hennar fram­tíð. Skyldu­rækni og hlýðni voru gildin sem systk­inin fengu í vöggu­gjöf. Sem ung kona lærði hún hrað­ritun og þótti skara fram úr á því svið­i. 

Á þeim tíma var Nas­ista­flokk­ur­inn að ryðja sér til rúms og miklir ólgu­tímar í Þýska­landi en Pom­sel fylgd­ist lítið með og hafði engan áhuga á stjórn­mál­um. Hún vann t.a.m. sam­tímis hjá gyð­ingi á lög­fræði­stofu og við að skrifa upp æviminn­ingar manns úr Nas­ista­flokkn­um. Þegar nas­ist­arnir komust til valda árið 1933 fékk hún vinnu hjá rík­is­út­varp­inu RRG en þá þurfti hún einnig að skrá sig í flokk­inn. Pom­sel hugs­aði sig ekki tvisvar um jafn­vel þó að ein af hennar bestu vin­kon­um, Eva Löwent­hal, væri gyð­ing­ur. Hún hafði ágæt laun, um 250 mörk á mán­uði, og vinnu­stað­ur­inn var þægi­leg­ur. 

Auglýsing

En á þessum tíma voru margir Þjóð­verjar í kröggum vegna vand­ræða eft­ir­stríðs­ár­anna og heimskrepp­unnar miklu. Pom­sel var ekki virk í flokk­starfi Nas­ista­flokks­ins en barst með eins og svo mörg þýsk ung­menni. Hún var t.d. við­stödd hátíð­ina við Brand­en­borg­ar­hliðið þann 30. jan­úar árið 1933 þegar Adolf Hitler var gerður að kansl­ara Þýska­lands. Upp­gangur nas­ist­anna hafði þó per­sónu­lega mjög slæm áhrif á Pom­sel. 

Kær­asti henn­ar, lista­mað­ur­inn og gyð­ing­ur­inn Gott­fried Kirchbach, sem var nokkuð eldri en hún flúði til Amster­dam. Hún bar barn hans undir belti og fór nokkrum sinnum til að hitta hann þar. Eftir að yfir­völd komust að ferðum hennar sleit Kirchbach sam­band­inu öryggis hennar vegna og hún lét í kjöl­farið eyða fóstr­in­u. Kirchbach dó hins vegar í Amster­dam árið 1942, 54 ára að aldri. Lífið varð einnig mun erf­ið­ara fyrir vin­konu hennar Evu Löwent­hal. Þær héldu þó sam­bandi alveg þangað til Löwent­hal var flutt í fanga­búð­ir. Pom­sel vann í 9 ár hjá rík­is­út­varp­inu þar sem fluttur var stans­laus áróður og henni gekk mjög vel í starfi. Svo vel að einn dag var hún færð til í starfi, til áróð­urs­mála­ráðu­neytis Jos­eph Göbbels.

Fyr­ir­mynd­ar­fjöl­skylda þriðja rík­is­ins

Jos­eph Göbbels hafði verið áróð­urs­mála­ráð­herra síðan í vald­tök­unni árið 1933. Hann var eft­ir­læti Hitlers og einn af vold­ug­ustu mönnum þriðja rík­is­ins. Göbbels hafði yfir­um­sjón með öllum fjöl­miðlum lands­ins, þ.m.t. útvarpi, dag­blöð­um, bóka­út­gáfu, kvik­mynd­um, tíma­ritum og fleiru. Eins og sönnum áróð­urs­manni sæmdi var hann hug­mynda­fræði­legur ofstæk­is­maður sem kom best fram í kröft­ugum ávörpum hans. Hann stóð jafn­fætis sjálfum Hitler í þeim efn­um. 

En Pom­sel kynnt­ist hinni hlið hans, þ.e. hinum hvers­dags­lega, hæg­láta og afskipta­lausa Göbbels. Starfið í ráðu­neyt­inu var umtals­vert betur borg­að, um 500 mörk á mán­uði, en mun leið­in­legri vinna og færri verk­efni. Sex rit­arar unnu á skrif­stof­unni en hún var per­sónu­legur rit­ari ráð­herr­ans. Störf hennar fólust aðal­lega í að svara sím­töl­um, rita upp sam­töl og bréf fyrir ráð­herr­ann og að skipu­leggja fundi og ferða­lög. 

Göbbels var oft­ast nær einn inni á skrif­stofu sinni. Hann var ávallt fínn í tauinu og vel snyrtur en hann var jafnan fámáll og skipti sér lítið af rit­ur­un­um. Hann hafði verið haltur frá bernsku og Pom­sel vor­kenndi honum vegna þess en það risti þó ekki djúpt þar sem hann var mjög hroka­fullur og leit stórt á sig. Aðstaðan í ráðu­neyt­inu var mjög góð með fal­legum hús­gögnum og afslöpp­uðu and­rúms­lofti. Göbbels stýrði því ekki með ótta eins og maður myndi halda. Bestu stund­irnar voru þegar eig­in­kona ráð­herr­ans, Magda Göbbels, kom með börnin þeirra á skrif­stof­una um helg­ar. Börnin sex, fimm stúlkur og einn dreng­ur, voru mjög spennt að hitta pabba sinn og Pom­sel leyfi þeim að leika sér með rit­vél­ina sína. Börnin voru vel þekkt í Þýska­landi vegna þess að Göbbels not­aði þau mikið í störfum sín­um, t.a.m. í áróð­urs­mynd­böndum og ljós­mynd­um. Til eru ótal myndir af Adolf Hitler með börn­unum en hann var sjálfur barn­laus. Í eitt skipti var Pom­sel boðið í höll Göbbels hjón­anna á Wil­helmplatz torg­inu. Þau borð­uðu gæs og Magda gaf henni föt. Ráð­herr­ann yrti hins vegar aldrei á hana allt kvöld­ið. Pom­sel var ekki einu sinni viss hvort hann vissi hvað hún héti.

Brjál­aði dverg­ur­inn

Pom­sel hóf störf í ráðu­neyt­inu árið 1942 eða um það leyti sem stríðið var að snú­ast til hins verra fyrir Þjóð­verja. En það var einnig sá tími þegar Göbbels fór að láta til sín taka á meðan Hitler varð minna sjá­an­leg­ur. Í febr­úar árið 1943 hélt hann sína þekkt­ustu ræðu í Sport­pal­ast íþrótta­hús­inu í Berlín eftir hinn mikla ósigur Þjóð­verja í orr­ust­unni um Stalín­grad. Þar við­ur­kenndi hann að stríðs­rekst­ur­inn gengi ekki sem skyldi en kall­aði jafn­framt á “alls­herj­ar­stríð” allra þýskra þegna til að vernda heima­land­ið. Pom­sel var við­stödd ræð­una og sat í næsta sæti við ráð­herra­frúnna. Henni var brugðið við að sjá umbreyt­ing­una á mann­inum.

„Eng­inn leik­ari hefði getað breytt sér á þennan hátt, úr sið­mennt­uðum og alvar­legum manni yfir í hávaða­saman ofstopa­mann….eins og brjál­aðan dverg.“

En þrátt fyrir til­raunir Göbbels til að þjappa saman þýsku þjóð­inni þá versn­aði stríðs­rekst­ur­inn með hverjum deg­in­um. Í októ­ber árið 1944 kom hann á fót heima­varn­ar­liði (Volkst­urm) sem var að mestu leyti sam­an­sett af ung­lingum og eldri körl­um. Allir ungir og hraustir menn lands­ins voru annað hvort dauðir eða í víg­lín­unni. Þar á meðal allir þrír bræður Brun­hilde Pom­sel en tveir af þeim lét­ust í bardgög­um. 

Á þessum tíma jókst ábyrgð hennar til muna í ráðu­neyt­inu. Hún fékk það hlut­verk að skrifa til­kynn­ingar í fjöl­miðla um tölu lát­inna her­manna og ávallt reyndi hún að fegra þær nokk­uð. Hún marg­fald­aði einnig tölur um dráp og nauðg­anir sov­éskra her­manna á þýskum konum þar sem Rauði her­inn sótti hratt í átt að Berlín. Göbbels reyndi að skapa hryll­ings­á­stand í augum Þjóð­verja vegna komu Rúss­anna til þess að knýja þá til varna. En æ fleiri skýrslur röt­uðu á borð Pom­sel sem sýndu svo ekki varð um villst að stríðið væri tap­að.

Enda­lokin

Í apr­íl­mán­uði árið 1945 höfðu Sov­ét­menn umkringt Berlín­ar­borg og aðeins átti eftir að veita náð­ar­högg­ið. Göbbels fór með fjöl­skyldu sinni í neð­an­jarð­ar­byrgi Hitlers (Führer­bunker) á meðan starfs­fólk áróð­urs­mála­ráðu­neyt­is­ins dvaldi dægrin löng í kjall­ara bygg­ing­ar­inn­ar. Þar var drukkið mikið af áfengi til að deyfa ótt­ann og Pom­sel sagði að eitt­hvað inni í sér hefði dáið þarna. Í byrjun maí kom Günther Schwä­ger­mann, aðstoð­ar­maður Göbbels, í kjall­ar­ann með þær fréttir að Hitler hefði framið sjálfs­víg þann 30. apríl og Göbbels sjálfur degi seinna. “En Magda og börn­in?

Þegar Hitler hafði tekið eigið líf ásamt konu sinni Evu Braun var Göbbels gerður að kansl­ara. Hans eina gjörð í starfi var að láta Sov­ét­menn vita af dauða Hitler og biðja þá um vopna­hlé sem var hafn­að. Þann 1. maí var Helmut Kunz, tann­læknir úr SS-sveit­un­um, feng­inn til að svæfa börnin með mor­fíni. Þau voru þá á aldr­inum fjög­urra til tólf ára. Þá komu Magda Göbbels og Lud­wig Stump­fegger, einka­læknir Hitlers, inn og bruddu blá­sýru­töflur ofan í þau. Þegar það var gert tóku Göbbels hjónin sitt eigið líf. Sjálfs­víg Göbbels hjón­anna og morðið á börnum þeirra var ekki skyndi­á­kvörð­un. Hjónin voru hel­tekin af hug­mynda­fræði nas­ism­ans og eigin ímynd. Mörgum vikum fyrr hafði Magda haft orð á því að þau myndu öll þurfa að deyja ef stríðið tap­að­ist því að hún gat ekki hugsað sér að börnin þyrftu að lifa í heimi þar sem faðir þeirra væri álit­inn glæpa­mað­ur. Vissu­lega ótt­uð­ust þau ofbeldi og sví­virð­ingar frá sov­éskum her­mönnum en þau höfðu næg tæki­færi til að koma Mögdu og börn­unum úr landi, t.d. til Sviss eða Sví­þjóð­ar, áður en Berlín féll.

Pom­sel og sam­starfs­menn hennar voru í losti við fregn­irn­ar. Hún sagði:

„Ég mun aldrei fyr­ir­gefa Göbbels það sem hann gerði heim­inum eða fyrir þá stað­reynd að hann myrti sín eigin sak­lausu börn.“

Þegar Rauði her­inn tók borg­ina gaf starfs­fólkið í ráðu­neyt­inu sig fram við her­menn­ina. Pom­sel var dæmd í fimm ára þrælk­un­ar­vinnu í vinnu­búðum Sov­ét­manna í nágrenni Berlín­ar.

Harmur í hljóði

Pom­sel fékk að fara til Vest­ur­-Þýska­lands eftir afplánun sína árið 1950. Hún sagð­ist hafa fyrst þá heyrt af hel­för­inni og raun­veru­legum afleið­ingum stríðs­ins. Hún hafði heyrt af búðum á borð við Buchenwald og að gyð­ingar hefðu verið fluttir þangað frá Berlín. En hún taldi að gyð­ing­arnir hefðu síðan verið fluttir til Súd­eta­hérð­anna (í Tékk­landi) og að útrým­ing­ar­búð­irnar hefðu í raun verið betr­un­ar­búðir fyrir óeirð­ar­seggi.

Eng­inn trúir okk­ur. Allir halda að við höfum vitað allt. Við vissum ekk­ert.“

Hún sá hins vegar eftir því að hafa starfað fyrir Göbbels og sagði það hafa verið heimsku­legt af sér. En hún neit­aði allri ábyrgð á ódæðum nas­ism­ans nema þeirri sam­á­byrgð allra Þjóð­verja að hafa hleypt þeim til valda.

Þegar hún kom til Vestur Þýska­lands fékk hún vinnu hjá Süd­west­funk, nýstofn­aðri útvarps­stöð í Baden Baden í suð­vest­ur­hluta Þýska­lands. Seinna flutti hún til München og vann sem rit­ari hjá sjón­varps­stöð­inni ARD þar til hún sett­ist í helgan stein árið 1971, sex­tug að aldri. Á þessum tíma var sjaldan rætt opin­ber­lega um stríðið og nas­is­mann í Vestur Þýska­landi. Fólk bar þess í stað harm sinn og sök í hljóði. Pom­sel var ógift og barn­laus og fáir gáfu henni nokkurn gaum. Þegar minn­is­varði um fórn­ar­lömb helfar­ar­innar var vígður í Berlín árið 2005 fór hún þangað og spurð­ist í fyrsta sinn fyrir um vin­konu sína, Evu Löwent­hal. Löwent­hal hafði verið flutt til Auschwitz í nóv­em­ber­mán­uði árið 1943 og skráð látin árið 1945.Hvað myndir þú gera?

Traudl Junge, einka­rit­ari Hitlers, varð fræg þegar hún rit­aði æviminn­ingar sínar árið 2002 . Þær urðu að miklu leyti efni­við­ur­inn í kvik­mynd­ina Der Unter­gang (2004) sem segir frá enda­lok­unum í neð­an­jarð­ar­byrg­inu. Saga hennar er svipuð og Pom­sel, þ.e. hún sagð­ist ekki hafa vitað af hel­för­inni og hefði borist með nas­ism­anum í ein­hvers konar móðu. Eftir að kvik­myndin kom út jókst áhugi fjöl­miðla á Pom­sel enda var hún eina eft­ir­lif­andi mann­eskjan í innsta hring þriðja rík­is­ins. Fjöl­mörg við­töl voru tekin við hana og árið 2013 var ákveðið að ráð­ast í gerð heim­ild­ar­mynd­ar. Myndin A German Life var frum­sýnd haustið 2016 og byggir að mestu leyti á við­tölum við hana. Leik­stjór­arnir Florian Weig­en­samer og Olaf Müller eru þó ekki sann­færðir um ábyrgð­ar­leysi henn­ar. 

„Þið getið trúað henni en margir fela sig á bak­við falska eft­ir­sjá. Hún var svo sann­ar­lega ekki ákafur nas­isti en henni var sama og hún ákvað að horfa í hina átt­ina. Það er það sem gerir hana seka.“

Aðal mark­mið mynd­ar­innar var einmitt að rann­saka hvernig venju­legt fólk bregst við þegar hættu­legt fólk kemst til valda. Að fá áhorf­endur til að spyrja sig hvort þeir myndu fljóta með og jafn­vel aðstoða slíkt fólk til þess eins að hagn­ast á því per­sónu­lega. Pom­sel var 105 ára þegar myndin var frum­sýnd en hún var ennþá ern og fylgd­ist grannt með þjóð­mál­un­um. Hún hafði sjálf áhyggjur á ástand­inu og upp­gangi manna á borð við Don­ald Trump og Recep Erdogan. Þeir væru raun­veru­lega hættu­legir menn þó þeir hefðu verið kjörnir lýð­ræð­is­lega. Hitler hafði einnig lýð­ræð­is­legt umboð.

„Nú á dögum segir fólk að það hefði sjálft gert meira fyrir hina ofsóttu gyð­inga og ég held að það meini það í alvöru. En það hefði samt ekki gert það.

Brun­hilde Pom­sel lést 27. jan­úar 2017 í München, rúmum tveimur vikum eftir 106 ára afmæl­is­dag sinn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None