Enn eru fimm gíslar í haldi hryðjuverkamanna í matvörubúð gyðinga við port de Vincennes í austurhluta borgarinnar. Manni rennur óneitanlega í grun að tímasetningarnar hér séu engin tilviljun. Flest allt lögreglulið var í norðurhluta borgarinnar þegar maðurinn sem myrti lögreglukonuna í gær dúkkaði upp að nýju. Óljósar fréttir herma að tveir séu fallnir – skothljóð hafa heyrst.
Freyr Eyjólfsson.
Það sem gerir svona aðgerðir sérlega erfiðar er að París er ein þéttbýlasta borg í heimi; þröngar götur og í raun mjög erfitt fyrir lögreglu að takast á við svona mál.
Sérfræðingar sem fjölmiðlamenn ræða við þessa stundina telja fyrir víst að ódæðismennirnir tengist og hafi skipulagt sig saman. Þessa stundina hafi þeir engu að tapa og munu reyna að taka sem flesta með sér í dauðann.
Athugasemd frá ritstjórn. Fólkið á höfuðmynd greinarinnar er grunað um voðaverkin í austurhluta Parísar í dag. Þá er karlmaðurinn grunaður um að hafa myrt lögreglukonu í borginni í gær.