Fulltrúar ferðaþjónustu, ríkisstjórnar og sveitarfélaga skipa Stjórnstöð ferðamála

stjornstod_ferdamala.jpg
Auglýsing

Stjórn­stöð ferða­mála var sett á lagg­irnar á grund­velli sam­komu­lags milli rík­i­s­tjórn­ar­inn­ar, Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga og Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar í dag. Um leið skip­aði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra, tíu full­trúa í Stjórn­stöð­ina. Fjórir ráð­herrar eiga þar sæti, fjórir full­trúar frá Sam­tökum ferða­þjonust­unnar og tveir full­trúar Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga.

Stjórn­stöð ferða­mála hefur verið sett á lagg­irnar til þess að treysta stoðir ferða­þjón­ustu­iðn­aðar hér á landi, sam­kvæmt til­lögum stýri­hóps um fram­tíð ferða­þjón­ust­unn­ar. Hluverk Stjórn­stöðv­ar­inn­ar verður að sam­hæfa aðgerðir og útfæra leiðir í sam­vinnu við opin­berar stofn­anir og hags­muna­að­ila í ferða­þjón­ustu. Stjórn­stöð­inni er ætlað að starfa í fimm ár eða til árs­loka 2020.

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra er for­maður Stjórn­stöðv­ar­innar en auk hennar sitja í stjórn­inni Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, og Ólöf Nor­dal, inn­an­rík­is­ráð­herra. Allir ráð­herr­arnir sitja í nefnd­inni því ráðu­neyti þeirra sinna á einn eða annan hátt mál­efnum ferða­þjón­ust­unn­ar.

Auglýsing

Full­trúar Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar (SAF) eru fjór­ir. Það eru Grímur Sæmund­sen, for­maður SAF og for­stjóri Bláa lóns­ins, Þórir Garð­ar­son, vara­for­maður SAF og fram­kvæmda­stjóri sölu- og mark­aðs­sviðs Gray Line Iceland, Helga Arn­ar­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SAF, og Björgólfur Jóhanns­son, for­maður Sam­taka atvinnu­lífs­ins og for­stjóri Icelandair Group.

Kjarn­inn óskaði eftir skýr­ingum á því hvers vegna Björgólfur hafi fengið fjórða sæti SAF í Stjórn­stöð­inni og fékk þær skýr­ingar að eðli­legt sé að stærsta einka­rekna ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki lands­ins fái atkvæði í slíkri stjórn, enda eru SAF sam­tök fyr­ir­tækja í einka­rekstri. Grímur Sæmunds­sen und­ir­strik­aði einnig í sam­tali við Kjarn­ann að Björgólfur sæti í Stjórn­stöð­inni sem for­maður Sam­taka atvinnu­lífs­ins, jafn­vel þó það hafi ekki verið skráð þannig í frétt atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins.

Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga á tvö sæti í Stjórn­stöð ferða­mála. Þau skipa Hall­dór Hall­dórs­son, for­maður sam­bands­ins og borg­ar­full­trúi í Reykja­vík, og Sig­rún Blön­dal, for­seti bæj­ar­stjórnar Fljóts­dals­hér­aðs og for­maður Sam­bands sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi.

Hall­dór segir val full­trú­anna tveggja hafa verið með sam­bæri­legum hætti og val full­trúa í ráð, nefndir og stjórnir hjá Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga. Í skrif­legu svari til Kjarn­ans segir Hall­dór að leit­ast sé „við að vera með sem besta land­fræði­lega dekk­un, jafnt kynja­hlut­fall og sem jafn­ast jafn­vægi milli stjórn­mála­flokka“. Hall­dór bendir einnig á að Sig­rún sé eini full­trúi lands­byggð­ar­innar í Stjórn­stöð ferða­mála.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None