Fyrirtæki Huang Nubo til rannsóknar vegna svikamála

Huang-Nubo.-Chairman.-Zhongkun-Investment-Group.-at-the-2012-Global-China-Business-Meeting-.8229212059.jpg
Auglýsing

Banka­eft­ir­litið í Huangs­han-hér­aði í Kína hefur hafið opin­bera rann­sókn á Zhongkun Group sam­stæð­unni, sem er í eigu Huang Nubo, fyrir meinta mis­notkun á lánum til fyr­ir­tæk­is­ins. Zhongkun Group, hefur verið sett á sér­stakan svika-­gát­lista hjá kín­verska banka­eft­ir­lit­inu, en málið snýst um mis­not­aðar lán­veit­ingar upp á tæpa tólf millj­arða króna. Dag­blaðið China Business Journal greinir frá mál­inu.

Eins og kunn­ugt er hafði kín­verski auð­kýf­ing­ur­inn áhuga á að kaupa Gríms­staði á Fjöllum og ráð­ast þar í tug­millj­arða króna upp­bygg­ingu á ferða­þjón­ustu. Íslensk stjórn­völd mein­uðu Huang að kaupa jörð­ina, en þá stofn­uðu sex sveit­ar­fé­lög á Norð­ur- og Aust­ur­landi einka­hluta­fé­lag með það að mark­miði að eign­ast jörð­ina að hluta og leigja til Huang í 40 ár. Af þessu hefur enn ekki orð­ið, en kín­verski fjár­festir­inn hefur í milli­tíð­inni rennt hýru auga til upp­bygg­ingar ferða­þjón­ustu á Sval­barða.

Stjórn­ar­menn og for­stjóri Zhongkun Group yfir­heyrðirKín­verska dag­blaðið greinir frá því að áform Huang Nubo um að kaupa land á Íslandi hafi vakið mikla athygli þar í landi. Yfir­menn Zhongkun Group hafa verið yfir­heyrðir af kín­verska fjár­mála­eft­ir­lit­inu, en þeirra á meðal er for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins Jiao Qing.

Sam­kvæmt gögnum banka­eft­ir­lits­ins, frá tíma­bil­inu maí til júlí í fyrra, mis­not­aði félagið Jingyi Tourism Develop­ment, sem er dótt­ur­fyr­ir­tæki Zhongkun Group, lán upp á tæpa fjórtán millj­arða króna frá ICBC bank­an­um, með því að nota fjár­magnið til ann­arra verk­efna en lágu til grund­vallar lán­inu. ICBC er iðn­að­ar- og versl­un­ar­banki Kína.

Auglýsing

Sam­hliða þessu hefur Zhongkun Group verið sett á sér­stakan svika-­gát­lista hjá kín­verskum yfir­völd­um, en fyr­ir­tækið og dótt­ur­fé­lög þess eru bendluð við sext­án svika­mál sem hljóða upp á hátt í tólf millj­arða króna.

Áður en kín­verska fjár­mála­eft­ir­litið hóf rann­sókn á fyr­ir­tækjum Huang Nubo, voru fram­kvæmdir Zhongkun Group á vatns­vernd­ar­svæði Anhui-hér­aðs stöðv­aðar af umhverf­is­vernd­ar­yf­ir­völd­um, en ráð­ist var í fram­kvæmd­irnar á svæð­inu án nokk­urra til­skil­ina leyfa.

Rann­sókn kín­verska ­banka­eft­ir­lits­insJingyi Tourism Develop­ment, sem er ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki, hefur einka­rétt á upp­bygg­ingu og starf­semi ferða­þjón­ustu í þremur alda­göml­u­m þorp­um: í Hongcun, ­sem er á heimsminja­skrá, Nan­p­ing, sem hefur verið notað til sjón­varps- og kvik­mynda­gerð­ar, og Guanlu, sem er sagður vera dul­ar­fullur íveru­staður kynja­vera sam­kvæmt kín­verskum forn­sög­um. Auk þessa rekur fyr­ir­tækið Zhongcheng Villa, sem er þriggja stjörnu hót­el.

Árið 2003 hóf fyr­ir­tækið að fjár­festa í fram­kvæmdum á upp­bygg­ingu háklassa ferða­manna­staðar í Hongcun. Sam­kvæmt heim­ildum China Business Journal, fékk fyr­ir­tækið hátt í tólf millj­arða króna lán frá ICBC til fram­kvæmd­anna árið 2012, en not­aði stóran hluta láns­fjár­hæð­ar­innar til að nið­ur­greiða önnur lán og kom háum fjár­hæðum undan í formi fals­aðra samn­inga við verk­taka. Mis­notk­unin á lán­veit­ing­unum voru síðar stað­fest af fjár­mála­eft­ir­lit­inu í Huangs­h­an.

Lána­mis­notkun Jingyi varð til þess að fjár­mála­eft­ir­litið í Huangs­han beindi þeim til­mælum til ICBC bank­ans að herða útlána­reglur sínar og krefj­ast end­ur­greiðslu frá Jingyi á fjár­hæðum sem ekki fóru í til­greind verk­efni sem lágu til grund­vallar lán­veit­ing­un­um. Sam­hliða, þann 8. apríl síð­ast­lið­inn, yfir­heyrð­i fjár­mála­eft­ir­litið fimm ein­stak­linga frá Zhongkun sam­stæð­unni vegna máls­ins, þeirra á meðal for­stjóra sam­stæð­unn­ar. Auk þessa var fyr­ir­tækið aðvarað fyrir ólög­lega notkun á lánsfé frá ICBC.

Geese.are.Swiming.in.the.Pond.in.Hongcun.Village Mynd tekin í Hongcun.

Vafa­samar fjár­fest­ingar og drauga­verk­efniÍ grein China Business Journal er látið að því liggja að fjár­fest­inga­á­ætl­unum Zhongkun Group sé veru­lega ábóta­vant, og ekki auð­séð hvernig verk­efnin sam­stæð­unnar eigi að skila hagn­að­i. Heild­ar­lán Jingyi 2013 námu til að mynda alls 700 millj­ónum Yuan (eða sem sam­svarar tæpum fjórtán millj­örðum króna) og því hefði fyr­ir­tækið ekki náð nauð­syn­legu hlut­falli milli veð­settra eigna á móti árs­tekj­um. Grunur leikur á að heild­ar­eign­ir, tekjur og hagn­aður hafi verið ýktar til að svíkja lán út úr bönk­un­um.

Í áður­nefndri grein er sagt frá heim­sókn blaða­manns á risa­vax­inn ferða­manna­stað Jingyi við Quishu stöðu­vatn­ið, þar sem búið var að byggja tugi bygg­inga, þar sem engan ferða­mann var að sjá og allir vegir á svæð­inu voru auð­ir. Í dag vinnur Zhongkun Group sam­stæðan að stór­tækum fram­kvæmdum og upp­bygg­ingu ferða­manna­staða í Anhui, Pek­ing, Yunnan og Xinji­ang. Miklar og ónýttar bygg­ingar eru á meðal verst varð­veittu leynd­ar­mála Kín­verja.

Eins og áður segir er Zhongkun Group sam­stæðan sökuð um aðild að sextán fjársvika­málum fyrir allt að tólf millj­arða króna.

 

 

 

 

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Bandaríkin virðast stefna í að verða sérstaklega illa útleikin af veirunni
Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Bandaríkjunum nálgast nú þrjú hundruð þúsund. Tæplega átta þúsund manns hafa þegar látið lífið, flestir í New York-ríki. Bandaríkin virðast stefna í að fara að einstaklega illa út úr heimsfaraldrinum.
Kjarninn 4. apríl 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Fyrirmyndarríkið
Kjarninn 4. apríl 2020
Ástþór Ólafsson
Að finna merkingu í óumflýjanlegum áhyggjum
Kjarninn 4. apríl 2020
Sara Dögg Svanhildardóttir á upplýsingafundinum í dag.
Óttinn um að hafa smitað aðra „þung tilfinning“
Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ er búin að jafna sig á COVID-19 og segist hafa gengið í gegnum „tilfinningarússíbana“ eftir að hún greindist. Hún ræddi upplifun sína af sjúkdómnum á upplýsingafundinum í Skógarhlíð í dag.
Kjarninn 4. apríl 2020
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None