Fyrst kornið, svo bloggið, svo tístið og svo fjölmiðlarnir

evenwilliams.jpg
Auglýsing

Frum­kvöð­ull­inn Evan Willi­ams er fæddur í Clarks, í Nebr­aska ríki árið 1972. Hann er alinn upp við bústörf og ýmis störf tengd korna­krinum í heima­hög­unum og soja­bauna­fram­leiðslu. Hvernig hann leidd­ist út í for­ritun og hug­mynda­vinnu ýmis konar er kannski erfitt að greina í nákvæm­is­at­rið­um, en þetta byrj­aði allt þegar hann ákvað að hætta í rík­is­há­skól­anum í Nebr­aska og fara að gera eitt­hvað ann­að ­með félaga sín­um. For­ritun var grunn­ur­inn en ýmsar pæl­ingar um inter­netið og sam­fé­lagið voru aldrei langt und­an.

Sú vinna leiddi til fyr­ir­tækis sem margir þekkja frá árdögum bloggs-ins; Blog­ger.com. Fyr­ir­tækið náði mik­illi fót­festu um allan heim og varð vísir að sam­fé­lags­miðla­hugs­un­inni sem síðar átti eftir verða rótin að ein­hverjum mögn­uð­ustu sam­fé­lags­breyt­ingum síð­ustu ára­tuga. Google sá að Evan og félagar voru að gera eitt­hvað rétt og keypti Blog­ger árið 2003. Evan fylgdi með og starf­aði hjá Google í tvö ár. Hann hætti til þess að stofna annað fyr­ir­tæki, ásamt fleirum, sem kallað var Twitt­er. Hann var for­stjóri þess og stjórn­ar­for­maður á árunum 2008 til 2010. Leiddi upp­bygg­ingu fyr­ir­tæks­ins, fjár­mögn­un­ar­ferla og stefnu­mót­un, áður en hann hætti. Twitter er risa­vaxið sam­fé­lags­net á alheims­vísu í dag, með meira en 300 millj­ónir not­enda, og er skráð á markað í Banda­ríkj­un­um. Even á enn 10 pró­sent hlut í fyr­ir­tæk­inu.

Verk­efnið sem á hug hans í dag, og hann stofn­aði eftir að hafa hætt hjá Twitt­er, heitir Medi­um.com. Það þykir einn fram­sækn­asti fjöl­mið­ill heims­ins, og nýtur sívax­andi vin­sælda. Síð­ustu 15 ár hafa því verið nokkuð anna­söm hjá þessum bónda­syni frá Nebr­aska. Það er lík­lega ofnotað að tala um að menn hafi breytt heim­in­um, en Even Willi­ams hefur gert það. Eignir hans eru metnar á 3,1 millj­arð Banda­ríkja­dala í dag, eða sem nemur um 400 millj­örðum króna.

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiErlent
None